Ég er ekki sérlega hrifinn af hugmyndinni um inngöngu í ESB þó ég áskilji mér rétt til að hafa aðra skoðun gerist eitthvað spennandi og í dag ófyrirséð í þeim málum….
Ég er heldur ekki sérlega ánægður með RÚV alltaf. Ekki bara vegna slagsíðunnar sem ég þykist sjá þar í umfjöllun um ESB, og reyndar eitt og annað, heldur líka vegna þess að forstjóri þess fyrirtækis bregst að jafnaði við allri gagnrýni með vanstillingu þess sem veit að hann gerir ekki mistök…
En ég hef þó sýnu meiri áhyggjur af því þegar stjórnmálamenn ætla sér í krafti pólitísks valds að hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækisins eins og Vigdís Hauksdóttir segist vilja gera.
Ég geri mér grein fyrir því að fjárveitingar til RÚV eru ekki náttúrulögmál, og reyndar langt frá því, en forsendur Vigdísar í þessu eru afleitar ef ekki hættulegar.
Þetta er mér prinsippmál og snýst ekki um hægri eða vinstri.
Þessum þankagangi má enginn fagna þó menn finni tilfallandi þörf til að „rétta“ RÚV af…
Við viljum ekki færa stjórnmálamönnum þessi völd
Röggi
Góður – það er einmitt algjört prinsippmál að fólk fari vel með völd sín enda felst í þeim mikil ábyrgð.
Sem er einmitt þess vegna sem þrýstingur á að Vigdís segi af sér ætti að koma úr hennar eigin flokki. Mér verður a.m.k. ekki um sel þegar stjórnmálamenn koma svona fram, og flokkurinn missir trúverðugleika í mínum huga.
Er ekki slagsíðan á RUV gagnvart ESB umræðunni að það er talað um málin á hlutlægan hátt? Það er ekki verið að vitna í Pál Vilhjálmsson og Heimsýn Sjálfstæðisflokksins og Hjörleifs Guttormssonar. Þeir komast kannski í Silfur Egils en ekki í fréttaskýringaþætti sem gjarnan hafa heimildir erlendis frá eða reynt að fá málsmetandi íslenska fræðimenn sem eru náttúrlega mis-málsmetandi einsog gengur. skoðanbræður Rögga tala helst um ESB einsog einræðisríki sem vilji sölsa undir sig Ísland og taka af okkur allan sjálfsákvörðunarrétt. Það er ekki nema von að fréttamenn sem eiga að gæta hlutleysis gæti orða sinna í leiðinni. Það er nú samt ekki svo að þessi öfgafulli hatursáróður gegn ESB aðildarviðræðunum hafi ekki heyrst á RÚV.