Þriðjudagur 16.08.2011 - 15:45 - Rita ummæli

Aðildarviðræðurnar

Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda um þá hugmynd að draga okkur út úr aðildarviðræðum við ESB. Ég hef verið þeirrar skoðunar að best sé að fá samninginn og klára þetta stóra mál eins og menn og una niðurstöðunni. Hinn kosturinn er að þrasa um málið um ókomin ár þar sem trúarleiðtogar beggja megin víglína halda sínu fram.

Og það þras snýst nefnilega einmitt um efni hugsanlegs samnings við þetta heimsmet í miðstýringu sem ESB er. Ég veit að á málinu eru ýmsar hliðar og til eru ágæt rök með og á móti þvi að hætta á þessum tímapunkti.

Samningsstaða okkur er veik og sundurlaus ríkisstjórn með málið á sinni könnu og hvorki þjóð né þing með nokkra sannfæringu fyrir aðild og jafnvel ekki viðræðunum sjálfum.

Kannski má halda því fram að það þjóni hagsmunum þeirra sem vilja inn að draga sig út núna því alls ekkert bendir til þess að hægt verði, í fyrirsjáanlegri framtíð, að koma með nokkurn þann samning sem fengi brautargengi þjóðarinnar.

Á sama hátt væri mögulega hægt að halda því fram að andstæðingar aðildar gætu séð hagsmuni í því að drífa óvinsælt málið í gegn og kolfella það með hraði.

Það er margt í mörgu….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur