Mánudagur 15.08.2011 - 11:44 - Rita ummæli

Ekki er að spyrja að hamaganginum í umræðunni um ESB. Trúarhitinn ber marga af leið og eyjan.is gerir hverjum þeim sem hefur sömu skoðun og ristjórinn eins hátt undir höfði og mögulegt er. Ekkert kemur þar á óvart.

Fylgjendur aðildar geta ekki þolað formanni Sjálfstæðisflokksins að hafa skoðun á málinu og sumir eiga reyndar bágt með að þola þjóðinni sjálfri að vera andsnúna aðild og eða viðræðunum. Það er gott að vita sannleikann….

Ég hef verið þeirrar skoðunar að best sé að ljúka viðræðunum og taka svo afstöðu til þess sem samningurinn hljóðar upp á. Þessa skoðun hef ég haft þrátt fyrir að ég sé í prinsippinu á móti aðild að þessu heimsmeti í miðstýringu sem ESB er.

Ég er bara orðinn þreyttur á þrasi um málið á meðan andstæðir pólar skiptast á skotum um eitthvað sem ekki liggur á borðinu, nefnilega samningurinn. Ef við drögum okkur út nú mun þessi della halda áfram engum til heilla.

En ég skil þó þá sem tala um að líklega hefðum við ekki getað valið verri tímapunkt til þess að reyna að samninga. Sundurlaus og ósamstíga ríkisstjórn er með málið á sinni könnu. Þar hamast hver í horni sínu með eða á móti og þingið er svo örugglega nei megin líka.

Auk þess sem skoðanakannanir sína yfirburðaandstöðu þó ég viti vel að skjótt geti skipast veður í því loftinu.

Nýjustu tíðindi af þessu apparati eru ekki beinlínis til að draga fólk til fylgis og allt þetta verður til þess að brýna þá sem andsnúnir eru.

Og hvað með það? Af hverju má fólk ekki hafa þá afstöðu að vera á móti aðildarviðræðum? Er það ekki ágætlega rökstutt? Sumir halda því fram að það þjóni hagsmunum þeirra sem vilja inn að hætta viðræðum núna því ekki verði með neinum hætti hægt að koma með samning sem þessi þjóð samþykkir. Það er margt í mörgu…

Meirihluti þjóðarinnar vill ekki þarna inn og nú er það allt í einu þannig að skoðanakannanir eru aukaatriði og kannski skoðanir þjóðarinnar líka. Stórskemmtilegt að fylgjast með því hvernig fólk notar kannanir hægri vinstri allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur