Sunnudagur 24.07.2011 - 22:43 - Rita ummæli

Afar áhugavert að fylgjast með umræðunni sem hönnuð hefur verið eftir fjöldamorðin í Noregi. Ritstjóri Eyjunnar dregur sjálfan sig ofan í drullusvað sem aðhlátursefnið og flokksbróðurinn Árni Páll hóf að vaða í viðleitni sinni til að nýta sér frávikið sem þessi morðingi svo augljóslega er í afar hæpnum og að því er virðist langsóttum pólitískum tilgangi.

Kannski var Stalín ekki frávik heldur bara kommi og kommar enda alltaf á því að verða fjöldamorðingjar og mannréttindaníðingar. Og fólkið sem vildi aðskilnað þjóðarbotanna á balkanskaganum vildi auðvitað ekkert annað en grimmd og glæpi þjóðernishreinsana.

Ég er hræddur um að sagan kenni okkur að geðveikir menn hafa alltaf fundið leiðir til að nýta sér allt að því hvaða hugmyndafræði sem er til voðaverka og er nokkuð viss um að ritstjórinn gæti í snarhasti ryfjað eitt og annað í því efni hægri vinstri að ógleymdum trúarbrögðunum blessuðum….

Ég geri ekki athugasemdir við það þó Karl Th tapi gleðinni vegna pirrings út í Hannes Hólmstein eða amx en ég geri kröfu um að menn haldi lágmarks sönsum

Ofstæki og öfgar hefur margar birtingarmyndir og stundum er erfitt að greina hver er hvað í þeim efnum…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur