Mánudagur 26.01.2009 - 13:11 - 2 ummæli

Ekkert annað í stöðunni.

Þá er það orðin staðreynd. Geir hefði átt að fara að mínum ráðum og slíta þessu samstarfi við Samfylkingu í síðustu viku. Enda var ekkert samstarf orðið lengur. Stjórnlaus Samfylkingin talaði út og suður um stjórnarslit þvert á formanninn sem ekki var til staðar. Það eru engin vinnubrögð. Liðið fór á taugum með þungaviktarmenn í broddi fylkingar. Þess vegna fannst mér einboðið að hætta þessu.

Hef ekki trú á þjóðstjórn og þá er annað hvort kosið fljótlega eða mynduð minnihlutastjórn flokka sem ekki eru sammála um nokkurn skapaðan hlut. Kosningar strax eru ólíklegar því Samfylking mælist illa núna. Auk þess er andstaðan við ESB aðild að aukast svo flokkurinn þarf tíma til að ná vopnum sínum.

Nú verðum við að vona að þeir sem taka við fari nú ekki að ráðum Steingríms J í efnahagsmálum. Samfylkingin mun aldrei taka það í mál að ögra ESB í neinu svo líklegt er að Steingrímur verði að kokgleypa stóru orðin.

Get varla beðið eftir því að sjá hvað verður soðið saman núna og hvort nú verði horfið frá ráðleysi gömlu ríkisstjórnarinnar eins og andstaðan hefur kallað aðgerðir undanfarinna mánaða.

Nú er að standa við stóru orðin og gera betur. Tækifærið er komið!

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Almenningur kallar eftir utanþingsstjórn en ég á erfitt með að sjá núverandi þing sætta sig við það. Það væri samt besta lausnin. Á svona tímum þurfum við á því að halda að vera með aðskilið framkvæmdar og löggjafarvald. Hver veit hvort forsetinn sé með slíka í handraðanum.

  • Anonymous

    Sammála.Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist uppúr þessu.SF virðist vera í gríðarlegum vandræðum og það verður fróðlegt að sjá hvernig hún ætlar að snúa sig útúr þessu.Mest vorkenni ég ISG að þurfa að tjónka við þetta lið…..

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur