Fimmtudagur 07.06.2012 - 16:54 - 1 ummæli

Baráttan um kvótakerfið

Það verður að breyta kvótalögunum. Þessa setningu heyri ég tíðum og oft fylgja í kjölfarið gildishlaðnar yfirlýsingar um vonsku LÍÚ og þeirra manna, og kvenna, sem standa í útgerð. 


Lengi hefur þessi málflutningur hljómað sem tónlist í eyrum sumra en fékk þó ekki almennilegan hljómgrunn fyrr en hagstæðar rekstrartölur fóru að koma til. Tapið af útgerðinni vildu víst fáir. 


Ég man svo vel hvernig bransi útgerðarbransinn var fyrir kvótakerfi. Þeir hétu sægreifar í þá daga mennirnir sem sáu um að reka útgerðir með tapi og allir voru beint eða óbeint háðir ákvörðunum stjórnmálamanna sem felddu gengið eftir smekk svo allt gæti þetta nú „lifað“ áfram og byggðarsjónarmiðin ráðið þegar menn réru eftir því sem heitir í dag auðlindin okkar allra.


Ég veit ekki hvernig best er að haga því að útgerðir greiði gjald fyrir veiðiréttinn en finnst gott að allt í kringum borðið viðurkenna menn að það þurfi að útgerðin að gera. 


En finnst bjagað að stjórnmálamenn telji sig þess umkomna að mega einir hafa skoðun á málinu og fylgja henni eftir að vild á þeirri forsendu helstri að þeir séu þjóðkjörnir. 


Ljótt er ef hagsmunaaðilar mega ekki lengur taka sér stöðu gegn stjórnmálamönnum sem sitja í ráðherrastólum. 


Jóhanna Sigurðardóttir er af gamla skólanum og það þarf svo sannarlega ekki að vera til vandræða. Enda er það ekki þannig alltaf en þó of oft. Fyrir henni er slagurinn um kvótakerfið hápólitískt mál fyrst og fremst en langsíðast viðskiptalegt og hagfræðilegt úrlausnarefni.


Steingrímur er einnig af þessum sama skóla. Hann álítur að hagnaður sé þjófnaður sem ber að skila til ríkissins svo stjórnmálamenn geti sullað með peningana. 


Þau tvö eru að mér virðist í einkastríði í þessu máli og hafa ekki áhuga á að taka þátt í umræðunni. Gömul slagorð eru týnd til og þau verða svo ekkert gáfulegri þó ungir þingmenn taki þau sér í munn. 


Útgerðarmenn eru vont fólk sem vill ekki greiða til samfélagsins. Þetta er 
útgangspunkturinn. Þaðan er baráttan háð. Og haldið áfram að kifa á þessu seint og snemma til að viðhalda stöðunni um vondu útgerðarmennina og góðu stjórnmálamennina.


Nú er það þannig að ekki er unnt að finna neina hagsmunaaðila hverju nafni sem þeir kunna að nefnast sem styðja þá útfærslu sem ríkisstjórnin hefur valið og kann ekki að bakka út úr. 


Fræðimenn hafa ítrekað skoðað og ályktað, verkalýðshreyfingin hefur talað, samtök sjómanna………..listinn nær alla leið….


….að þingflokksherbergjum Samfylkingar og VG. 


Þar sitja handhafar sannleikans í turninum góða og þurfa ekki að hlusta. Og klaga svo í þjóðina þegar fólk kýs að vera á öndverðum meiði og berjast fyrir þeirri skoðun.


Ég fíla ekki svona stjórnmálamenn


Röggi









Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Eins og aðrir Íslendingar fékk ég fiskimiðin í arf eftir forfeður mína sem höfðu nýtt þau í 1100 ár þegar yfirgangsseggir héldu að þeir gætu hirt þau og skipt þeim á milli sín.Ég á réttmætt tilkall til míns hlutar og mun sækja hann sjálfur ef ég þarf þess.Sjómaður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur