Það má vissulega segja um Össur Skarphéðinsson að hann þekkir klækjastjórnmál þegar hann sér þau. Maðurinn fann þau upp. Hann hefur þegar þannig hefur legið á honum talað um eigin snilld í skákinni sem stjórnmál eru fyrir honum. Þess vegna kemur það ekki mjög á óvart að hann telji það merki um klæki hjá stjórnmálamönnum að skipta um skoðun.
Össur vandar þeim ekki kveðjurnar Guðmundi og Marshall vegna þess að þeir hafa, eins og eiginlega allir aðrir en Samfylking og hluti þeirra sem sátu í stjórnlagaráði, komist að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrármálið er að daga uppi, af öllum ástæðum.
Er ekki óhætt að segja að hver einasta stofnun eða aðili sem fengin hefur verið til að gefa frumvarpinu einkun hefur fellt málið? Fylgjendur málsins hafa að jafnaði lagt því fólki öllu til annarlegan tilgang og til vara sagt að álit þeirra skipti í raun engu máli ef það kom hreinlega ekki of seint fram.
Össur er ekki fæddur í gær þó stundum kunni það að læðast að manni. Hann veit auðvitað að málið er ónýtt á þessu stígi en getur ekki neitað sér um að nota þessa eðlilegu en breyttu afstöðu Bjartar framtíðar, sem les stöðuna auðvitað laukrétt, í pólitískum klækjaleik úr eigin smiðju.
Þarna sér hann kærkomið og upplagt tækifæri til að reyna að koma höggi á litlu Samfylkinguna sem virðist næstum því vera orðin stóra systir, ef marka má skoðanakannanir. Ekki skemmir svo fyrir að geta hnýtt í Sjálfstæðisflokkinn í leiðinni. Þetta var dauðafæri og Össur gat ekki sleppt því…
En hann brennir af blessaður. Björt framtíð kýs að hlusta og lesa salinn og aðlaga sig að raunveruleikanum. Það er kannski einhver framtíð í slíku háttarlagi þó Össur upplifi slikt framandi.
Það er skynsemi hjá þeim félögum að ganga í lið með fræðasamfélaginu og stjórnarskránni og okkur hinum og horfa af raunsæi á stöðuna.
Össur á hinn bóginn lokaðist inni með þetta mál en sér í þessu útspili Bjartar framtíðar síðbúinn möguleika á að nýta sér vonda stöðu þess flokknum sínum til framdráttar í aðdraganda kosninga.
Þar fer meistari klækjastjórnmálanna en mig grunar að uppskeran verði rýr.
Röggi
„You are either with us or against us“. Össur minnir mig á George W. Bush. Annað hvort styðurðu stjórnarskrármálið eða þú ert með höfuðóvininum.
Ætli þessi málflutningur Össurar sé í anda „samræðustjórnmálanna“ eða var sú hugmynd bara hluti af strategíu sem hentaði á þeim tíma…
Uppistaðan í stjórnarskrárfrumvarpinu er algjör hrákasmíð og það er engin samstaða um málið. Það væri reyndar spurning um að bæta ákvæði í stjórnarskránna um að aukinn meirihluta þurfi til að samþykkja breytingar á henni. Það kæmi í veg fyrir að öfgafullir stjórnmálamenn næðu að troða breytingum í gegn án þess að sátt væri um málið. Nú er væntanlega komin upp sú staða að ekki er til staðar meirihluti til að troða á minnihlutanum með ofbeldi og þá eru þeir sem bakka út hengdir saman við Sjálfstæðisflokkinn þó að andstaða við þetta frumvarp nái langt út fyrir hann.
Össur ætti eiginlega að hugsa sig aðeins um og spá í sinn gang en hann sem utanríkisráðherra er algjörlega búinn að gera langt upp á bak í aðildarviðræðunum við ESB. Hann sem utanríkisráðherra ber ábyrgð á því að búið er að klúðra málinu.
Nei, þetta er enn einn klækjaleikurinn hjá Össuri. Björt framtíð er gerð út frá Össuri, til að freista þess að halda áfram í ríkisstjórn. Með Bjartri framtíð á að höfða til fyrrum kjósenda Samfylkingar, sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með ríkisstjórnina, og einnig til kjósenda til hægri/miðju sem vilja sjá samning við ESB en geta ekki hugsað sér, af ýmsum tilfinningalegum og röklegum ástæðum, að kjósa Samfylkinguna. Með þessu síðasta leikriti Össurar og strákanna í Bjartri framtíð er verið að gefa þeim síðarnefndu betri vígstöðu, það er, aðgreina þá frá Össuri/Samfylkingu og auðvelda þeim að höfða til hægrisins, en margir á þeim vængnum hafa verið efins um stjórnarskrárferlið. Þessi ágreiningur þeirra á milli er því aðeins til sýnis.
Ég ætlaði að segja nákvæmlega þetta en þú ert með það Hans @16:01