Miðvikudagur 30.01.2013 - 17:19 - 6 ummæli

Að verða vitni að tilviljun

Þetta var þá allt saman tilviljun. Árni Þór Sigurðsson þungaviktarþingmaður VG hefur greint icesave málið og dregið þessa ályktun. Það var í raun tilviljun hvernig málið þróaðist. Tilviljun að málið endaði fyrir dómstólum og vannst þar. Það var og…

Það eru alls engar tilviljanir í því hvernig þetta mál þróaðist. Áralöng barátta þjóðar gegn ríkisstjórn í þessu máli á betra skilið en þessa einkun. Var það kannski tilvljun að Árni Þór barðist með kjafti og klóm fyrir öllum útgáfum af icesave?

Sjálfseyðingarhvöt vinstri manna á sér lítil takmörk. 

Röggi

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (6)

  • Hvernig getur það gerst að þessi maður sitji á Alþingi Íslendinga?

    Hvernig má það vera að einhver kjósi svona mann sem sýnir almenningi í landinu svona algjöra fyrirlitningu?

    Er ekki nóg að hafa gert það fyrir Icesave?

    Þarf líka að sýna almenningi fingurinn eftir að sigur er í höfn?

    Þetta er ótrúlegt.

    Skammarlegt að þessi maður sitji á Alþingi.

    Ekkert annað en skammarlegt.

  • Og þig grunaði aldrei að Forseti Íslands hafi viljað nota þetta mál til að lappa uppá laskaða ímynd. Það var og…

  • Það er eins og ég hef alltaf haldið fram.Vinstri menn éta sjálfa sig alltaf upp til agna. (sem betur fer)

  • Árni Gunnarsson

    Getur verið að hann Eyþór sé sár yfir úrslitunum og fúll útí forsetann og okkur nei-sinna?

    • Erum við að tala um fótbolta eða stjórnmál, Árni? Lestu Rannsóknarskýrslu Alþingis – hún er trúverðugri en Mogga-raunveruleikinn.

  • Vonandi tekur Ólafur þetta lið á hné sér við tækifæri…..

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur