Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 14.06 2011 - 10:37

Magnús Orri til varnar landsdómi

Auðvitað hlaut að koma að því að einhver úr stjórnarliðinu snérist til varnar þeirri fáránlegu ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm og það var þá Magnús Orri Schram sem hafði sig í það. Magnús Orri er um margt áheyrilegur maður í tali og skrifum og bregst ekki hér frekar en fyrr en innihaldið er […]

Mánudagur 13.06 2011 - 12:14

Enn fellur jonas.is á barnaskólaprófinu

Það er að verða viðtekin venja hjá jonas.is að falla á prófinu þegar kemur að verndun einkalífs fólks. jonas.is telur það tilraun til þöggunar að vilja eiga sér einkalíf. Allar upplýsingar um alla eiga alltaf erindi til almennings ef jonas.is fær að ráða. Þetta viðhorf hans er þvílík dómsdagsfirra að engu tali tekur enda er […]

Fimmtudagur 09.06 2011 - 10:12

Egill Helgason og Baugssagan

Egill Helgason reynir í færslu í dag á eyjunni að snúa mannkynssögunni á haus. Tilefnið er bók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið. Egill getur reynt að bæta evrópu og heimsmet í hártogunum og útúrsnúningum en sagan liggur fyrir. Egill Helgason var einn þeirra sem gékk í lið með Jóni Ásgeir þegar honum tókst að selja þá […]

Fimmtudagur 09.06 2011 - 09:33

Egill Helgason reynir í nýrri færslu á eyjunni sinni að bera af sér þjónkun sína við baugsliðið þegar það barðist við pólitíkusa sem reyndust ætla að vera í veginum fyrir níðingsverkum þeim sem það fólk vann á íslenskri þjóð. Þetta skrifar hann vegna útkomu bókar Björns Bjarnasonar um baugstímabilið. Mér finnst þetta skemmtilegt og Egill […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 09:35

Af kjarabaráttu flugvirkja og leikskólakennara

Hver vill ekki fá hærri laun? Ég þekki varla nokkurn mann sem ekki myndi treysta sér til þess að fá meira útborgað. Sumir hafa eðlilega meiri laun en aðrir og þannig á það að vera. Samningar milli vinnuveitanda og launþega eru viðkvæmt mál og erfitt þegar ekki næst lending þó samningsaðilar finni í flestum tilfellum […]

Laugardagur 04.06 2011 - 11:51

Landsdómshneykslið að hefjast

Pólitík er merkileg tík. Fólk skipar sér í sveitir og réttlætir það sem þeirra fólk gerir og bölvar hinum. Þetta á að einhverju leiti við um okkur öll. Þeir sem eru pólitískt meðvitaðir og upplýstir byggja skoðanir sínar á grundvallarsjónarmiðum sem rýma við þá almennu skynsemi sem hverjum manni er úthlutað. Og svo tökumst við […]

Föstudagur 03.06 2011 - 12:12

Guðmundur Steingrímsson er merkilegur stjórnmálmaður. Hann er auðvitað fæddur inn í Framsóknarflokkinn og hefur að mér finnst reynt flesttil þess að vera Framsóknarmaður. Mörgum finnst hann áheyrilegur og skemmtilegur og hann er glúrinn ræðumaður og finnur skemmtilega vinkla. Kurteis og manneskjulegur en skortir þolinmæði og póltískt langlundargeð og stefnu. Ég ber virðingu fyrir þeim sem […]

Föstudagur 03.06 2011 - 10:24

Fótbolti er ekki bara fótbolti heldur risaiðnaður og skenntanabransi. Hér á klakanum er fótbolti heljarinnar bransi sem veitir mörgum vinnu og afleidd störf allskonar. Meira að segja anti sportistar vita flestir mun meira um fótbolta en þeir vilja vera láta. Þessi iðnaður ætti að lúta sömu lögmálum og gengur og gerist þar sem orðspor og […]

Miðvikudagur 01.06 2011 - 11:58

Blogg um forræðishyggju

Ég ætla að nýta mér rétt minn til að blogga um forræðishyggju ríkisstjórnarflokkanna. Þennan rétt hef ég sem betur fer óskertan ennþá en hver veit nema rétthendum mönnum á fimmtugsaldri sem halda með Val og dæma körfubolta og eiga lögheimili í Hafnarfirði verði fljótlega bannað að blogga um forræðishyggju með valdboði. Hvar endar þessi endemis […]

Mánudagur 30.05 2011 - 09:01

Og Jóhanna talar…

Það er auðvitað í mikið ráðist að ætla sér að reyna að lesa í orð og hegðun Samfylkingarinnar þessi misserin. Flokkurinn er kengfastur í gildru sem hann gékk glaðbeittur í þegar samstarfið við VG var innsiglað. Smátt og smátt hefur það svo runnið upp fyrir Samfylkingunni að með VG er ekki hægt að starfa af […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur