það var fyrirséð að Mogginn myndi vaða í formann Sjálfstæðisflokksins í kjölfar þess að hann og fleiri úr þingflokknum hafa gert samkomulag um að greiða götu Icesave samningsins í þinginu. Bjarni Ben hefur varla getað búist við neinu öðru. Margir hafa haldið því fram að Bjarna sé fjarstýrt beint og óbeint en mér sýnist Mogginn […]
Þau eru mörg sjónarmiðin í Icesave málinu. Fyrir mér er augljóst að við „eigum“ ekki að greiða þessa peninga en þetta eigum þarf þó að vera í gæsalöppum er það ekki?
Nú sýður á mörgum Sjálfstæðismanninum þegar flokkurinn ákveður að samþykkja nýjasta icesave samkomulagið. Það verður ærið dagsverk hjá forystu flokksins að sannfæra vantrúaða og skapa frið um þessa ákvörðun. það verður forystan þó að gera afdráttarlaust og án tafar. Ekki síst vegna þess að sá hópur sem er í hvað mestri andstöðu við þetta samkomulag […]
Í kjölfar hrunsins er mikið rætt um umræðuna á Íslandi. Hvernig við tölum við hvert annað og um hvert annað. Margir hafa orðið til þess að benda á að stjórnmálamenn virðast ekki kunna að ástunda þroskaða þrætugerð. Upphrópanir, stóryrði og útúrsnúningar sem miðast helst við það eitt að hafa betur þann daginn eða það kvöldið […]
Stórmögnuð „frétt“ hjá kvöldvakt DV. Þar er reynt að snúa út úr orðum Jóns Steinars Gunnlaugssonar dómara við hæstarétt þegar hann ræðir það að menn viti að hann sé vinur Davíðs Oddsonar og að menn geti ef þeir vilji reynt að gera það að stórmáli. Þeir sem sáu viðtalið geta með engu móti skilið ummæli […]
Ástráður Haraldsson fyrrverandi formaður landskjörstjórnar ræddi dóm hæstaréttar í kastljósi í kvöld. Hann er auðvitað ekki hlutlaus maður og hann velur að líta svo á að hæstiréttur túlki lögin mjög þröngt og að það sé ekki gott. Hann sjálfur kýs svo að túlka lögin mjög vítt og það er gott að hans mati. Ástráður stóð […]
Mogginn slær því upp á forsíðu í dag að blaðamaður DV hafi réttarstöðu grunaðs manns enda sé blaðamaður þessi grunaður um að hafa fengið annan mann til að stela tölvugögnum með upplýsingum sem hann hafi svo notað ítrekað í greinum sínum. Þetta virðist einnig tengt WikiLeaks og er allt pínu reyfarakennt. Að vísu vitum við […]
Ég sá Jóhann Hauksson titra af geðshræringu í Silfri Egils í dag þegar hann reyndi að draga niðurstöðu hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu niður á pólitískt svað þar sem hann er reyndar gjörkunnugur staðháttum blessaður. Jóhann Hauksson er aftur á móti stundum ánægður með störf réttarins. Það er þegar hæstiréttur kemst að „réttri“ niðurstöðu. Málefnaleg gagnrýni á […]
Ég hef lengi talað fyrir þrískiptingu valdsins og einn þáttur sem farið hefur fyrir brjóstið á mér er þegar framkvæmdavaldið þ.e. ráðherrar hafa það vald einir og sér að skipa dómara. Ég er af grundvallarástæðum á móti slíku fyrirkomulagi og skiptir mig þá akkúrat engu hvort Sjálfstæðisflokkurinn er með ráðherra dómsmála eða einhver annar flokkur. […]
Landskjörstjórn hefur sagt af sér vegna klúðursins sem varð til þess að kosningar til stjórnlagaþings eru ógildar. Þetta þykja tíðindi á Íslandi eins og við þekkjum það. Og það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér…. Ögmundur Jónasson hefur haldið með afbrigðum illa á sínum vondu spilum í kjölfar úrskurðar hæstaréttar. Hann hefur reynt að hártoga […]