Akkúrat. Nú er búið að biðja þjóðina að hafa skoðun á skoðnakönnun um tillögur ráðgefandi
Okkur verður tíðrætt um umræðuhefðina. Þeir sem best bjóða í þeim efnum taka gjarnan stjórnmálastéttina sem dæmi um það hversu lágu plani sú umræða getur náð. Vissulega eru umræður á þingi of oft léttavarningur með ófullnægjandi innihaldslýsingum. Kannski þarf að taka tillit til þess að það alþingi sem við kusum síðast var ungt mælt í reynslu […]
Umræðan um kosningarnar um tillögur hins umdeilda stjórnlagaráðs tekur á sig kunnuglegar myndir. Lítill minnihluti þjóðarinnar tók þátt í kosningu til þessa ráðs sem svo reyndist ólögleg. Þá tók við farsakennd atburðarás sem í framtíðinni verður ekki kennd við neitt minna en Íslenska drullumallspólitík. Það var þegar ríkisstjórnin ákvað að gera þetta umboðslitla apparat andanþegið almennri […]
Hvaða frétt er það að Baldur Guðlaugsson sé farinn að stunda vinnu? Hver fjölmiðillinn á fætur öðrum gerir sér mat úr því að hann hafi nú afplánað það sem honum ber og geti því, rétt eins og hvar annar, hafið vinnu með ákveðnum skilyrðum. Fagmennska virðist vera aukabúgrein á sumum ritstjórnum þegar pólitíkin þarf eldsmat. […]
Íþróttir eiga enga fulltrúa á þingi. Enginn stjórnmálaflokkur virðist vera með skýra stefnu í málinu. Sem er merkilegt þvi ÍSÍ er að ég held stærstu samtök landsins. Af einhverjum ástæðum verður samt enginn þrýstingum á að gera málaflokknum hærra undir höfði. Ráðherrar mennta og íþrótta hafa alltaf verið ráðherrar sem lítinn áhuga og skilning hafa á […]
Íþróttir eiga engan fulltrúa á alþingi. Þær eiga engan stuðning hjá neinum flokki og skilningur innan ríkisstjórnar á gildi íþrótta er varla mælanlegur.Ég veit ekki hvort þetta er akkúrat svona en þannig lítur þetta út fyrir sumum þessi misserin. Hlutur ríkissins þegar kemur að útgjöldum íþróttasambandanna er hlægilegur. Listamenn fyrtast við ef fulltrúar stærstu samtaka landsins, […]
Umsjónarmaður spegilsins Jón Guðni held ég að hann heiti nefndi það í kvöld að í gær hefði þátturinn fengið hagfræðinginn Þórólf Matthíasson til þess að lesa í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það væru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér ef speglinn hefði misst af því að fá Þórólf til verksins. Hann er svo oft kallaður til að það er […]
Hvernig ætli standi á því að fólk sem leiðist út í stjórnmál hefur helst ekki neinn sans fyrir gildi íþrótta. Íþróttir eiga engan fulltrúa á þingi og enginn flokkur meinar neitt með stuðningi við íþróttir.Samt er það þannig að enginn samtök eru fjölmennari en ÍSÍ. Einnig er leitun að þeim sem viðurkenna ekki gildi þess […]
Öðruvísi mér áður brá. Nú þrasa mótmælendur, sem virðist vera lögverndað starfsheiti, yfir því hver á höfundarréttinn af því að hafa stöðvað ofbeldið sem byrjaði með beinu andófi gegn ríkisstjórn en endaði sem götuslagsmál við alsaklausa lögreglumenn.Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem gengu þarna fram fyrir skjöldu og get sagt að mig langar að skilja […]
Fréttastjóri DV skrifaði pistil í blaðið sitt um daginn. Þar skrifar Ingi Freyr eins og hann sé hlutlaus fagmaður um mál er tengjast Gunnari Andersen ákærðum fyrrverandi forstjóri FME. Getur Ingi Freyr fréttastjóri DV sem leikur hlutverk í þessari sögu litið á sig sem áreiðanlegt vitni í þessu máli eða hlutlaust? Slíkir smámunir þvælast ekki fyrir blaðinu […]