Stundum er gaman að Agli Helgasyni og í dag skrifar hann spunagrein um krísur stjórnmálaflokka. Allt er gott um það að segja en hvernig hann getur komist hjá því að nefna Samfylkinguna þar á nafn er mér hulin ráðgáta…og þó, hvernig læt ég? Röggi
Og ég sem hélt að Árni Pall væri mögulega næsti formaður Samfylkingarinnar? Ekki algerlega vegna þess að hann væri þess verður heldur ekki síður vegna þess að hann er einn örfárra sem hefur sýnt því áhuga og hafði það fram yfir hina að hafa ekki gert stórlega í buxurnar alveg nýverið. það er sorglegt þegar […]
það er aldrei að Tryggvi Herbertsson hristir upp í fólki. Ég missti nú eiginlega af þessu öllu og nenni ekki að setja mig inn af hverju allt þetta fína fólk er stórmóðgað. Í kvöld skrifar hinn mjög svo ágæti Gísli Baldvinson pistil í kjölfar þessa fýlukasts sem mig langar að fjalla um. Gílsi endar pistilinn […]
Núna er ég að hugsa um bankaleynd. Mér er ljóst að lög um bankaleynd er ekki slæm hugmynd. Tilhugsunin um að allir komist í upplýsingar um viðskipti banka við fólk og fyrirtæki er ekki góð. Og almennt ekki til umræðu til þessa dags myndi ég halda. Núna er óvenjulegir tímar og við höfum gripið til […]
Allt ætlar um koll að keyra vegna skipunar Rúnólfs Ágústssonar í embætti umboðsmanns skuldara. Árni Páll gerir auðvitað eins og alltaf er gert sama hver á í hlut. Hann finnur einhvern samflokksmann hentugan og munstrar hann í starfið. Það er eitt….. ….hitt er að Runólfur hefur persónulega reynslu af því að skulda og það sem […]
Ég sit og klóra mér í kollinum og skil sem fyrr hvorki upp né niður í ríkisstjórninni. Núna hefur hún ásamt tussugóðum aðstoðarspunameisturum búið til plögg sem Jóhanna Sigurðardóttir las upp í dag að viðstöddum fjölmiðlamönnum. Ríkisstjórn þessi hefur almennt ekki gert neitt og hún hefur sérhæft sig í að gripa of seint í rassinn […]
Hvað ætli sé að gerast með mig þessa dagana? Mér finnst Mörður Árnason setja saman afburðaskemmtilegar greinar bæði hvað varðar efni og niðurstöður aftur og aftur og ekki skemmir stíllinn. Hið minnsta tvær í röð núna….. Sennilega er ekkert að gerast með mig en mun líklegra að Mörður sé að koma til…. ..eða hvað? Röggi
Össur utanríkis er í undarlegri stöðu. Hann endasendist heiminn þveran og endilangan og reynir að sannfæra sjálfan sig og aðra um að stuðningur við ESB sé að aukast bæði hjá þingi og þjóð. Össur veit eins og aðrir að það er þvættingur. En hvað annað getur hann gert? Þetta er stóra mál Samfylkingar og nánast […]
Héraðsdómur hefur fellt sinn dóm í gengistryggingamálinu lánveitendum í hag eins og það heitir. Ég veit ekki hvort mig langar að sjá niðurstöðuna þannig. Hver tapar á þessari niðurstöðu staðfesti hæstiréttur hana? Er ósanngjarnt að endurreiknað sé og lántakandi haldi áfram að borga lánveitanda fé sitt til baka? Tvennt stóð aldrei til. Að lánin hækkuðu […]
Götustrákurinn Jón Ásgeir grípur til gamalla úrræða þegar ekki virðist ætla að takast í einu hendingskasti að fá erlenda dómstóla til að gleypa fjarstæðukenndan málflutning hans. Nú ræðst hann á persónurnar sem vinna störfin. Honum tókst í baugsmálinu að hræða svo allt systemið hér að ekki var nokkur leið að fá hann sakfelldan og varla […]