Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 14.12 2009 - 21:52

Arni þór og fundarstjórn forseta

Ég datt fyrir misskilning á milli mín og fjarstýringarinnar á sjónvarp frá alþingi. Þar stóð á skjánum að umræður um fjárlög stæðu yfir. En þingmenn höfðu séð ástæðu til að ræða fundarstjórn og það mun vera þeirra réttur. Áratugum saman hafa þingmenn komist upp með allskonar trix í þinginu til að berjast, stundum fyrir góðum […]

Sunnudagur 13.12 2009 - 21:50

DV og alvöru fjölmiðlun.

Nú ætla ég að tala um fjölmiðil. DV er gul pressa í hugum flestra og virðingin sem borin er fyrir blaðinu í samræmi við það. Þannig er það bara og engin þrætir í raun fyrir það. Hreinn Loftsson á það og rekur og ræður menn eftir því hvernig hann vill að þeir skrifi og hann […]

Þriðjudagur 08.12 2009 - 21:05

Gunnar Helgi tjáir sig um undirskrift forsetans.

Gunnari Helga Kristjánssyni tókst að gera mér til geðs í speglinum eftir fréttir í kvöld. Hann kom mér þægilega á óvart þegar hann sagði forsetann vart geta annað en synjað undirskrift Icesafe laganna vilji hann láta taka eitthvert mark á sér og vera sjálfum sér samkvæmur. Þetta vita allir auðvitað en fáir búast við að […]

Þriðjudagur 08.12 2009 - 08:46

Tölvupóstarnir.

Vissulega er það vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina að slúðurnetsíður úti í heimi þurfi að upplýsa þing og þjóð um samskipti aðstoðarmanns Steingríms við AGS korteri fyrir kosningar. Reyndar heyrðist mér félagi Össur segja í þinginu í gær að hér væri alls ekki um leyndarmál að ræða. það hefði bara enginn spurt! Hér er öllu snúið á […]

Miðvikudagur 02.12 2009 - 10:41

Ráðherraábyrgð og kerfisvandi.

Nú styttist í skýrslu rannsóknarnefndar þingisins. Flest berum við miklar væntingar til þessarar vinnu og margir vilja sjá blóð renna í kjölfarið. Menn tala um ráðherraábyrgð og hvort einhverjum ráðherrum verði hugsanlega refsað fyrir aðgerðir eða aðgerðaleysi. Þá kemur til kasta þingsins en nefndin er ekki dómstóll eins og margir virðast halda. Þingið mun þurfa […]

Þriðjudagur 01.12 2009 - 10:29

Ólína og þreytandi löggjafarþingið.

Ég hlustaði á Ólínu Þorvarðardóttur spjalla við Sif Friðleifsdóttir í morgunþætti rásar 2 í morgun um Icesave málið og fleira. Mér fannst gaman að heyra Ólínu nota einmitt þau orð um Icesave sem eiga við þó hún hafi snúið þeim upp á þá sem vilja fara aðra leið en Samfylking í málinu. Málið er svo […]

Fimmtudagur 26.11 2009 - 09:45

Verðmerkingar á matvöru

Fréttastofa rúv fjallaði í morgun um verðmerkingar í matvöruverslunum og ekki að ástæðulausu. það er nefnilega þannig að viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að sætta sig við ótrúlegt viðskiptasiðferði. Menn hafa þurft að setja saman ný orð eins og hilluverð og kassaverð. Hvernig urðu þessi orð til? þau urðu til vegna þess að alls ekki er víst […]

Miðvikudagur 25.11 2009 - 09:21

Að standa í lappir.

Í raun má segja að við búum við linnulausa stjórnarkreppu og höfum gert alveg frá upphafi búsáhaldabyltingarinnar og jafnvel fyrir hana. Þar sáum við heilan stjórnmálaflokk liðast í allskyns kvíslir stjórnlaust og þeir sem töluðu hæst. stærst og mest urðu ofan á. Stundarhagsmunir þess flokks réðu því í raun að ekki tókst að standa í […]

Föstudagur 20.11 2009 - 10:19

Kattarþvottur KSÍ

Ég veit ekki hvort kattarþvottur er nægilega gott orð yfir lausnina sem KSÍ fann á vandanum með kampavínsfjármálastjórann en ég nota það samt. Þetta er enginn lausn og gerir ekkert annað en að veikja stöðu formanns KSÍ sem var framkvæmdastjóri þegar ballið stóð yfir. kannski kemst KSÍ upp með þetta svona en það verður innan […]

Fimmtudagur 19.11 2009 - 13:36

Jónas og andúðin á XD

Jónas Kristjánsson er merkilegur fýr. Hann fjargviðrast yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa skoðanir á því hvernig rauða höndin fer um allt þjóðfélagið núna með skattaofbeldi þegar hið augljósa blasir við. Núna þarf að skera niður og það miklu meira en þetta fólk getur eða þorir. Jónas hefur ekki skoðanir á þeim tillögum sem flokkurinn […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur