Ég er stoltur Valsmaður og hef alltaf verið. það er óháð árangri hingað til og verður það áfram. Ég þekki félagið mitt innanfrá og eyddi mörgum árum í vinnu þar og félagsstörf og hafði gott af enda Valur öndvegis félag í öllu tilliti. Körfubolti er mín grein en fótbolti er þó flaggskip félagsins hvað sem […]
Þá er búið að ræsa út lið til að telja þjóðinni trú um að Jóhanna Sigurðardóttir sé að standa sig í stykkinu. Hrannar aðstoðarmaður ritaði merka grein þar sem hann sagði að víst væri hún til staðar og gengi til verka dag hvern og hefði gert í marga mánuði. Ég held að enginn sé að […]
Mikið verður gaman að sjá hvernig vinstri stjórnin tekur á sameiginlegum hugmyndum SA og verkalýðshreyfingar um stóryðju og virkjanir. Ríkisstjórnin hefur einna helst séð lausnina í tómum vösum skattgreiðenda bæði einstaklinga og atvinnulífs. það hefði auðvitað ekki átt að koma nokkrum manni á óvart. Ef Steingrímur og Ögmundur réðu værum við öll skattpíndir ríkisstarfsmenn í […]
Ég er auðvitað búinn að blogga fullmikið um fjármáladólginn Jón Ásgeir og hans viðskipti alveg frá því að hann keypti sig með peningunum okkar í gegnum allt Íslenska réttarkerfið í Baugsmálinu forðum. Sú saga er öllum kunn í dag og margir þeir sem vörðu hann þá ýmist læðast með veggjum laumulegir eða hafa tekið nýja […]
Í samanburði við Jóhönnu Sigurðardóttur virðist rólegheita maðurinn Geir Haarde hreinlega vera ofvirkur aktivisti. Jóhanna er hvergi og talar hvorki við útlendinga né sína eigin þjóð. Nú er upplýst að hún vilji halda sig til hlés til að sinna undirbúningi ríkisstjórnarfunda og af þeim sökum má hún ekki vera að því að ræða við fjölmiðlamenn […]
Félagi Mörður Árnason bloggar um fölmiðlalögin og þann farsa allan, líklega af því tilefni að nú ryfjast upp fyrir mörgum það reginhneyksli að forseti vor skyldi ganga undir auðmenn og Samfylkingu á sínum tíma til að koma í veg fyrir að talmarka mætti heljartök þeirra á fjölmiðlum. Félagi Mörður notar gamalkunnugt stef og tuðar um […]
Þá er blessaður forseti vor búinn að setja stafina undir lögin um Icesave. það var viðbúið og gott og rétt hjá honum enda á forsetinn ekki að taka fram fyrir hendur þingsins, að mínu viti. Sá forseti sem nú situr hefur sýnt okkar það svo að sífellt færri efast um það lengur að ákvæðið um […]
Gunnar Helgi stjórnmálafræðingur tjáði sig um möguleikann á því að forsetinn skrifi ekki undir Icesave samninginn heldur skjóti honum til þjóðarinnar í fréttum í gær. Ég sit hér og reyni að botna í málflutningum og velta fyrir mér hlutleysi og fagmennsku fræðimannsins. Hann sagðist hafa lesið stjórnarskrá Dana og komst eftir lesturinn að þeirri niðurstöðu […]
Ég horfði á viðtal sem tekið var við félagsmálaráðherra í kastljósi. Árni Páll er um margt nokkuð ásjálegur stjórnmálamaður og honum finnst gaman að hlusta á sjálfan sig tala. Hann kemur vel fyrir sig orði en oft er þar meira magn en gæði. Í þessu viðtali hefði eiginlega þurft að texta kappann því ekki var […]
Þvílík gleðitíðindi!! Jón Ásgeir segist hafa fundið fé erlendis til að koma með inn í Haga. Nú er í uppsiglingu enn eitt snilldarbragðið á þjóðina og ef af líkum lætur munu fjölmiðlarnir hans dansa með af fullum styrk. Mér verður bumbult að lesa þetta og vona að svo sé hjá fleirum því þetta atriði má […]