Illugi Gunnarsson er flottur þingmaður. Málefnalalegur en þó fastur á sínu. Það er yfir honum pólitísk ró og yfirvegun og hann virkar traustur. Og nú undir það síðasta, kjarkmikill. það þarf kannski ekki mikinn kjark til að segjast hneigjast til ESB eins vinsælt og það er í dag. En það sem hann segir um að […]
Illugi Jökulsson fer mikinn núna og heimtar skýringar á því að ritstjóri DV skuli láta menn út í bæ hafa áhrif á það hvað fer í blaðið. þetta kemur Illuga á óvart sýnist mér. Það er stórmerkilegt alveg. þetta kemur mér ekki á óvart enda fyrir löngu orðið ljóst að Reynir Traustason er kjölturakki eigenda […]
Nánast sorglegt að sjá hvernig rítstjórar Fréttablaðsins reyna að telja okkur trú um að engu skipti hver borgar þeim kaup. Blindur maður sér að aðalfréttin er hvernig ekki er skrifað í þetta annars fína blað. Engu skiptir hvort um er að ræða fréttstjóra stöðvar 2 eða fréttablaðsins. Alltaf er hlaupið til þegar eigandinn þarf að […]
Jón Daníelsson var í silfri Egils í gær. Sprenglærður hagfræðingur og viðurkenndur. Áheyrilegur og sannfærandi. Og ferkanntaður…. Hann talar um að betra væri að borga ekki Icesave reikningana og ekki sé skynsamlegt að taka lán hjá IMF. Út frá hvaða forsendum talar maðurinn? Er það betra fyrir okkur sem þjóð til framtíðar í ljósi þess […]
Nú er komið að því að Davíð verður að hætta í Seðlabankanum. Trúnaðarbrestur milli hans og ríkisstjórnar er orðinn svo mikill og opinber að ekki verður við unað. Það er endapunktur að mínu mati. Lengi hélt hann sjó. Lét ekki hafa sig út í hanaat í fjölmiðlum. Bankinn stóð fastur á sínu þrátt fyrir stanslausa […]
Lýðræði er merkilegur hlutur. Mótmælendur styðjast að jafnaði við þetta hugtak. Þegar fólk safnast saman á Austurvelli er hrópað á lýðræði. Þeir sem þar koma saman telja sig vera hina einu og sönnu fulltrúa lýðræðis hér. Hvenær er tími til kominn fyrir lýðræðislega kjörin stjórnvöld til að fara frá. Er það þegar 5 þúsund manns […]
Nú er þetta að vera smart. Hundtryggur lögmaðurinn Hreinn Loftsson er nú kannski að eignast skuldir Moggans og þar með eignir. Þá er þetta þægilegt. Fjölmiðlar eru þá á tveimur höndum hér. Því hlýtur að vera fagnað allt frá Bessastöðum til höfuðstöðva Baugs. Í því þjóðfélagi sem við byggjum erum fjölmiðlar eiginlega ekki fjórða valdið. […]
Nú berast fréttir af uppsögnum nánast daglega. Kreppan verður varla meiri hjá einstaklingum en þegar uppsagnarbréfið berst. Sultarólin herðist og fáir finna ekki fyrir því. þannig er ástandið. Fólki hefur verið sagt upp hjá 365 eða hvað það fyrirtæki heitir í dag, eða ætti ég kannski að segja , hét í gær svo ört er […]
Jón Steinsson skrifar reglubundið frábærar greinar um Íslenskt viðskiptalíf í moggann. Í gær varaði hann okkur við því að láta menn komast upp með þær æfingar sem hafa átt stóran þátt í að koma okkur í þá skuldastöðu sem við erum í. Þá er hann að tala um brellur tengdra aðila sem selja sjálfum sér […]
Katrín Oddsdóttir varð hetja á svipstundu um síðustu helgi þegar hún hélt þrumandi ræðu yfir reiðum Íslendingum á Austurvelli. Þar fullyrti lögfræðineminn að stjórnvöld hefði brotið lög á borgurnum en þessi málflutningur var hrakin eftirminnilega í mogganum í fyrradag. Fólkið var aftur á móti ánægt með messuna. katrín þessi er víst að læra lögfræði en […]