Er ég eini maðurinn sem læt sleifarlag í opinberum rekstri fara í taugarnar á mér? Embættismenn virðast sumir halda að skattarnir okkar standi þeim til boða eins og þeim sjálfum kann að henta hverju sinni. Aftur og aftur, ár eftir ár lufsast menn áfram og láta eins og fjárveitingar og rekstrarrammi sé eitthvað ofan á […]
Ég þyki fremur ferkanntaður maður. Fer ekkert sérstaklega mikið út fyrir kassann. Reglur eru reglur og undantekningar fáar. það er oftast best í opinberri stjórnsýslu því þá aukast líkurnar á gagnsæi og að allir séu jafnir. Þess vegna hlýt ég að skilja vel að Árni fjármála hafi nú kært ljósmæður. Augljóst virðist að þær hafi […]
Ég botnaði hvorki upp né niður þeirri ákvörðun 365 á sínum tima að láta Denna hafa fréttastofuna. Hann var þá blogggasprari eins og ég og margir og umdeildur nokkuð. Auk þess framsóknarmaður sem er að jafnaði verra… Ég man vel hvar ég var þegar flogið var á turnana tvo. Man einnig vel hvar ég var […]
Ég hef auðvitað aldrei skilið Ögmund Jónasson til fullnustu. Geri mér þó grein fyrir því að hann er ekki illa innrættur og eldhugi er hann klárlega. Hann er núna að þrasa við Sigurð Kára í silfri Egils um þá ákvörðun Ögmundar að misnota sjóði BSRB í pólitískum tilgangi. Ögmundur skilur alls ekki þessa umræðu. Ekki […]
Hermann Hreiðarsson fyrirliði landsliðsins í fótbolta er einstakur náungi. Glerharður og skemmtilegur eins og Vestmannaeyingar eru almennt. Veit ekki um nokkurn mann sem ekki ber mikla virðingu fyrir Hermanni. Hress og hreinskiptinn og baráttumaður umfram allt. Eitthvað svo mikið Íslenskur hann Hemmi. Frægur fyrir uppátæki sín og ærsl. Lífið og sálin í hverjum hópi. Þorgrímur […]
Horfið á landsleikinn við Skotland í gær. Get vart orða bundist því starfsmenn íþróttadeildar rúv allt að þvi eyðilögðu leikinn. Þeir lýstu nær eingöngu störfum dómarans og ég leyfi mér að fullyrða að leitun sé að sjónvarpsstöð sem býður upp á svona amatörisma. Getur verið að rúv ætli að bjóða upp á það í framtíðinni […]
Datt fyrir tilviljun inn í umræður um heilbrigðismál í þinginu á kvöld. Held að málið hafi verið umræða um sjúkratryggingamálefni en þegar ég kem að er rifist um grundvallaratriði í heilbrigðismálum, hvort einkarekstur er hollur eður ei. Alveg er fullkomlega geggjað að heyra hvernig VG lætur ef einhver segir „einka“ um nokkurn skapaðan hlut. Minnir […]
það hlaut að koma að því. Ólafur landsliðsþjálfari er búinn að taka sóttina. Finnur þrýstinginn og pressuna og verður einhvern veginn hálf vanmáttugur. Hann er smátt og smátt að tapa sínum áður sjarmerandi einkennum og hljómar nú nánast eins og langþreyttur landsliðsþjálfari. Nú skal stigið varið. það er að segja stigið sem hann telur að […]
Dögg Pálsdóttir kom sér í fréttirnar vegna bloggs um FL Group myndböndin. Merkilegt að hún skuli komast í fréttirnar fyrir það að blogga um fáránlega þögn fjölmiðla um viðskipti þessara manna. Við sem höfum allan tímann reynt að benda á framkomu þessara manna höfum almennt verið talin með þessa menn á heilanum. Líklega persónulega í […]
Sit hér og horfi á fótboltaleik í kassanum. Spenna í undanúrslitum á fínum velli í flottu veðri. Allt gott og blessað þannig séð. Eitt finnst mér þó undarlegt. Valtýr Björn hefur sér til fulltingis gæðapiltinn Kristján Guðmundsson. Hann hefur að sönnu mikið vit á fótbolta og sér margt sem við leikmenn sjáum ekki. Akkúrat þannig […]