Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 21.02 2008 - 22:40

Utan vallar.

Þjálfaramál HSÍ voru rædd af hita í þættinum utan vallar á sýn í kvöld. Fulltrúi HSÍ forn í skapi og hafði flest á hornum sér. Sló blaðamann moggans svo hressilega út af laginu að hann snarmóðgaðist og dró sig nánast í hlé. Þarna var líka nýdæmdur orðdólgur sem þjálfar stjörnuna í kvennahandbolta. Hann hélt upp […]

Fimmtudagur 21.02 2008 - 21:39

Slæmu dagarnir hans Össurar.

Ég hef margsagt það að félagi Össur er einn skemmtilegasti penni landsins. Orðaforðinn frábær. Hann veit þetta auðvitað enda óvenju meðvitaður um sjálfan sig. Og aðra. Skrif hans um Gísla Martein í gær gera ekkert fyrir orðspor hans. þar skrifar hann um pólitískan andstæðing með sérlega klaufalegum hroka í misheppnaðri tilraun til fyndni. Gísli Marteinn […]

Fimmtudagur 21.02 2008 - 16:47

Búinn að finna þjálfarann.

Ekki ætlar að ganga þrautalaust að finna þjálfara landsliðsins í bakhrindingum. Aðferðafræði HSÍ er líklega ekki að hjálpa þeim. Betra hefði verið að ræða við allan hópinn í stað þess að fá nei. Þá hefðu nei in komið frá vinnuveitanadanum sem er sterkara. HSÍ er með fínan mann á launum sem gæti tekið við þessu. […]

Fimmtudagur 21.02 2008 - 08:57

Póker.

Þuríður Bachmann þingmaður VG var í útvarpinu í morgun. Tilefnið var þátttaka Birkis Jóns þingmanns í pókerspili. Þuríður er eins og of margir þingmenn illa haldin af forsjárhyggju. Verri einkunn fá þingmenn varla hjá mér. Hræsnin í því að banna póker en leyfa allskonar fjárhættuspil önnur er furðuleg. Hvernig henni tekst að gera uppá milli […]

Miðvikudagur 20.02 2008 - 22:25

Kjarkaður Einar.

Hann er ekki alveg kjarklaus hann Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Ætlar greinilega að leggja það í vana sinn að fara að ráðum fræðinga um fiskiveiðar. Maðurinn er að vestan og þar hata allir hafró og kvótann. Og nú stoppar hann loðnuveiðar að ráðgjöf fræðimanna. Þeir sem sækja sjóinn trúa að jafnaði ekki neinu sem fræðimenn […]

Þriðjudagur 19.02 2008 - 16:58

Tvöþúsund og eitthvað.

2, eitthvað milljarðar. Við erum að verða ónæm fyrir orðinu, milljarður. Þetta þótti stór tala fyrir nokkrum árum áður en stórstjörnur viðskiptalífsins riðu hér húsum. Nú er þetta orð á allra vörum bara. Hversdagsleg tala. Jón Ásgeir er formaður stjórnar fl group og hann skilur ekki bofs í þessari tölu. Lætur eins og hún komi […]

Þriðjudagur 19.02 2008 - 12:52

Tvíburapælingar.

Lengi lifir í gömlum glæðum. Marghættir tvíburarnir ætla að slá til enn eitt árið og spila fyrir FH. Get skilið þá að vilja finna sér eitthvern hobbý fótbolta og FH liðið spilar skemmtibolta að jafnaði. Skil minna hvað Heimir þjálfari ætlar sér með drengina. Hef reyndar tröllatrú á Heimi. Mér heyrist þeir æfa heldur takmarkað […]

Þriðjudagur 19.02 2008 - 10:42

Ráðgjöf Jóns Ásgeirs.

Þá er Jón Ásgeir orðinn hagfræðingur og tekur að sér efnahagsráðgjöf handa þjóðinni. Byrjaði kannski ekki nógu vel því hann reyndi af öllum mætti að tala niður virði bankanna, gleymdi líklega að hann á eitt stykki sjálfur. Enda sendi hann fljótlega frá sér leiðréttingu sem mér sýndist hafa verið samin af sama ráðgjafanum og hefur […]

Þriðjudagur 19.02 2008 - 09:26

Kjarasamningar og kennarar.

Þeir þykja tímamóta samningar samningarnir sem voru undirritaðir nú um helgina. Þar eru aðilar að reyna að auðsýna vilja til þess að þeir sem minnsta hafa fái mest. Þykir mörgum kominn tími til. Ekki er blekið þornað þegar forystumenn þeirra sem eiga ósamið fljótlega lýsa því yfir að þetta sé nú aldeilis ekki það sem […]

Föstudagur 15.02 2008 - 00:27

Hvað veit ég um hagfræði?

Nú er ég ekki hagfræðimenntaður og ekki er ég heldur seðlabankastjóri. Rek ekki banka né aðrar fjármálastofnanir. Er bara venjulegur Jón sem reiðir sig á að góðir menn og vandaðir taki skynsamlegar ákvarðanir um sameiginlegan rekstur okkar þjóðfélags. Ég er auðvitað fyrir löngu búinn að átta mig á sérfræðikunnátta er stórlega ofmetin. Lögfræði er ekki […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur