Ég hef skrifað þessa grein áður. Það var reyndar að moggablogginu. Nenni ekki að fletta henni upp þannig að ekki er víst að ég muni hana orðrétt. Þið fyrirgefið. Þá var umfjöllunarefnið mótmæla ofbeldi saving Iceland. Þar sem ruðst er inn á vinnusvæði og vinnustaði og efnt til mótmæla gegn einhverju sem mótmælendur telja ólöglegt […]
Pétur Gunnarsson skrifar grein um heilsufar Ólafs borgarstjóra og umræðuna. Frábær pistill. Geri hvert orð að mínum. Röggi.
Eitt orð er meira notað en önnur þegar vitringarnir tjá sig um atburði daganna í pólitíkinni. það er að nýji meirihlutinn gangi á svig við lýðræðið. Í hverju liggur það? Hvernig er það reiknað? Getur meirihluti orðið ólýðræðislegt fyrirbrigði. Var meirihlutinn sem Björn Ingi sprengdi lýðræðislegur, eða sá sem hann stofnaði? Hvað ræður í þessu. […]
það er nefnilega það. Björn Ingi segist hættur í pólitík. Það þýðir væntanlega að hann sé hættur og ætli ekki annað. Er samt ekki viss um það… Hitt er ég viss um og það er að framsóknarflokkurinn mun finna fyrir brotthvarfi hans. Sjálfseyðingarhvöt þess flokks er viðbrugðið. Auðvitað er slegist í öllum flokkum og það […]
Nú verður spennandi að sjá hvort nýji meirihlutinn kemst úr sporunum og lifir til loka. Eins og vænta mátti er brekkan brött. Aðstæðurnar bjóða ekki upp á annað. Fjölmiðlar kynda undir og trúa öllu sem Dagur segir eins og nýju neti. Segi hann Villa hafa boðið Svandísi eitthvað þá hlýtur Villi að hafa boðið henni […]
Þær eru nú þegar farnar að heyrast raddirnar um að Ólafur eigi ekki skilið að vera borgarstjóri. Á þeim forsendum að hann hafi ekki nema rúm 10% atkvæða á bak við sig. Hver er heimspekin í því? Framsóknarmenn hafa þurft að búa við þennan söng árum saman. Þeir hefðu svo mikil völd þrátt fyrir lítið […]
Þá fer rykið að setjast. Mesti móðurinn af og raunveruleikinn fer að sýjast inn. Þetta fer misjafnlega í fólk. Ég er einungis ánægður með að vera kominn í meirihluta aftur. Aðferðin sem var notuð finnst mér jafn óforskömmuð og síðast, hvorki meira né minna. Þetta er sjálfsagt stöðluð aðferð. Villi er eftir sem áður afleitur […]
Hvernig er það, skiptir engu máli hvað íþróttafréttamenn láta út úr sér við lýsingar? Frægt varð það í sumar þegar Adolf Ingi sagði fáránlegan brandara um þeldökkan spretthlaupara sem heitir Gay að eftirnafni. Þessi sami maður missti sig enn og aftur þegar hann reyndi að lýsa leik Íslands og Þýskalands á EM í dag. Nú […]
Nú er líf og fjör. Sárafáir sem ég hef heyrt eða lesið virðast geta fjallað um atburðarásina í borginni án þess að vera með pólitísk gleraugu á nebbanum. Ég sennilega engin undantekning. Allir halda með einhverjum og svo taka menn sig til við heilagar réttlætingar. Sumir þykjast sjá eðlismun á þessari atburðarás og þeirri sem […]
Það skyldi þó ekki vera að þjösnagangurinn í kringum heilsu Ólafs og efasemdir um að hann geti klárað það að fá Margréti til liðs við sig endi með því að Ólafur skili sér heim á ný? Gangi bara í sjálfstæðisflokkinn. það er engin leið til baka fyrir hann ekki ósvipað og með Björn Inga sem […]