Föstudagur 19.8.2011 - 11:42 - Rita ummæli

Hvort sýnir það styrk eða veikleika að þora og kunna að skipta um skoðun? Líklega er ekkert eitt svar til við þessum pælingum og örugglega hægt að gera vísindalega úttekt báðum sjónarmiðum til stuðnings.

Viðskiptaráðherra Árni Páll, hugsið ykkur ástandið!, hefur gert talningu á því hversu oft hann telur formann Sjálfstæðisflokksins hafa skipt um skoðun á afstöðunni til ESB. Árni Páll telur þetta alvarlegt mál og fullyrðir að allt hófsamt geti þar með ekki átt samleið með flokknum. Ráðherrann er ekki þjakaður af auðmýkt fyrir skoðunum annarra….

Árni Páll er sannfærður maður og það er stundum gaman að hlusta á slík fólk tala en í tilfelli ráðherrans er slík skemmtan ekki möguleg. Auk annarra galla verður það honum alltaf til vandræða í kapphlaupi sínu í formannsstólinn hversu stóryrtu og hrokafull náttúra hans er.

Vissulega er vingulsháttur ekki góður fylgifiskur þeirra sem ætla sér að stunda stjórnmál heldur miklu frekar skapfesta og djörfung. En allt er afstætt segja þeir og það þarf líka styrk til að þora og geta lagað sig að breyttum aðstæðum og forsendum. Stundum eru þeir sem fastast sitja við sinn keip mestu gungurnar…

Yfirgengileg taugaveiklun Samfylkingarinnar skýrir það hvers vegna Árni Páll ákvað að taka þetta saman með þessum hætti. Ráðherrann sem sagði okkur að það eitt væri nóg að hefja viðræður og þá myndu vestir lækka og allt horfa til betri vegar er ekki líklegur til að geta séð nein hættumerki hjá ESB þó fjölmiðlar og sérfæðingar allra landa tali í risafyrirsgöngum um vána sem er fyrir dyrum hjá ESB.

Það eru til rök fyrir því að skynsamlegt sé að draga okkur út úr viðræðum á þessum tímapunkti þó ég sé þeim ekki sammála en hinn sannfærði Árni Páll sér bara sinn málsstað og kann ekki að bera virðingu fyrir annarra jafnvel þó mikill meirihluti þjóðarinnar eigi þar í hlut.

Þjóðin er fífl og líka þeir sem skipta um skoðun. Þeir einir eru hófsamir skynsamir og góðir sem kunna að hafa sömu skoðun á Árni Páll.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 17.8.2011 - 20:49 - 2 ummæli

Er Illugi traustsins verður?

Illugi Jökulsson sem sat í stjórnlagaráði ræðir í dag áhugaverðan punkt þegar hann bloggar um það hvort eðlilegt sé að þingmenn sem ekki njóta mælanlegs trausts séu að véla um tillögur ráðsins sem Illugi sat í.

Nú má vissulega velta því fyrir sér hvort vægi þings eigi almennt að minnka í hlutfalli við niðurstöður skoðanakannana og hvort ekki eigi hreinlega að aftengja löggjafarsamkomuna ef capacent mælir ekki traust yfir ákveðinni prósentutölu.

Við getum tekið þetta lengra og íhugað það hvort hæstirétt eigi ekki að svipta rétti til að dæma í málum mælist traust til hans minnkandi. Hvort fjölmiðill sem selst lítið eigi að fá að hafa skoðun. Þessi listi er endalaus….

Sumir myndu jafnvel velta því fyrir sér hvort stjórnlagaráðið sem Illugi sat í naut nægjanlegs trausts yfirleitt. Illugi fékk reyndar sæti í þessu ráði þegar meirihluti þingsins sem hann bendir nú á að nýtur ekki trausts sniðgékk lög og rétt með eftirminnilegum hætti.

Löggjafar og dómsvald er ekki til skraust eða notkunar eftir smekk eða pólitískum hentugleika þó núverandi ríkisstjórn hafi reyndar stundað þann leik.

Við búum við ákveðið stjórnarfar og til þess að það virki er best að halda sig við prinsippin svo ekki sé hætta á að ríkjandi valdhafar (framkvæmdavald) hverju sinni geti leikið sér með fjöreggið sem lýðræðið er allt eftir hentugleika.

Ætli Illugi hefði sérstakar áhyggjur af trausti þings ef hann hefði fulla sannfæringu fyrir því að þingið gerði eins og honum finnst rétt að gera?

Ó nei….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 17.8.2011 - 10:52 - 14 ummæli

Hvar er Hörður Torfa núna?

Þeir eru margir sem hafa virkan áhuga á seðlabanka Íslands. Hörður Torfason er einn þeirra og Bubbi bloggari líka. Þessi kappar fóru mikinn fyrir hrun í „faglegri“ gagnrýni sinni á bankann og stóðu fyrir allskyns uppákomum og mótmælum við bankann. Þeir voru umboðsmenn sannleikans og þjóðarinnar…

Nú hlýtur Hörður Torfason og hans fólk að fara að róta í búsáhaldaskápum sínum og strunsa að bankanum og mótmæla dellunni sem núverandi bankastjóri stendur fyrir. Már Guðmundsson fann upp peningamálstefnu þá sem fylgt hefur verið frá því löngu fyrir hrun. Það er bara þannig…

Og hann framfylgir henni enn í fullkomnum friði. Hann var munstraður í djobbið og bullið í kringum launin hans í upphafi alger farsi. Klassíska pólitíska skítalykt lagði af málinu hátt til himins.

Már Guðmundsson var að hækka vexti á stórskuldug heimili og lamað efnahags og atvinnulíf.

Hvar er Hörður núna?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 16.8.2011 - 15:45 - Rita ummæli

Aðildarviðræðurnar

Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda um þá hugmynd að draga okkur út úr aðildarviðræðum við ESB. Ég hef verið þeirrar skoðunar að best sé að fá samninginn og klára þetta stóra mál eins og menn og una niðurstöðunni. Hinn kosturinn er að þrasa um málið um ókomin ár þar sem trúarleiðtogar beggja megin víglína halda sínu fram.

Og það þras snýst nefnilega einmitt um efni hugsanlegs samnings við þetta heimsmet í miðstýringu sem ESB er. Ég veit að á málinu eru ýmsar hliðar og til eru ágæt rök með og á móti þvi að hætta á þessum tímapunkti.

Samningsstaða okkur er veik og sundurlaus ríkisstjórn með málið á sinni könnu og hvorki þjóð né þing með nokkra sannfæringu fyrir aðild og jafnvel ekki viðræðunum sjálfum.

Kannski má halda því fram að það þjóni hagsmunum þeirra sem vilja inn að draga sig út núna því alls ekkert bendir til þess að hægt verði, í fyrirsjáanlegri framtíð, að koma með nokkurn þann samning sem fengi brautargengi þjóðarinnar.

Á sama hátt væri mögulega hægt að halda því fram að andstæðingar aðildar gætu séð hagsmuni í því að drífa óvinsælt málið í gegn og kolfella það með hraði.

Það er margt í mörgu….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 16.8.2011 - 09:37 - Rita ummæli

Hún verður sífellt flóknari staða Samfylkingarinnar. Ekki nóg með að flokkurinn sitji í dauðagildru VG í ríkisstjórn heldur verður ekki betur séð en að eina baráttumál flokksins, inngangan í ESB, sé að verða æ fjarlægari draumur.

Þjóðin bara vill ekki þarna inn ef eitthvað er að marka skoðanakannanir en reyndar er það þannig að fylgjendur inngöngunnar taka ekkert mark á slíku. Þær eru bara til brúks þegar niðurstöðurnar eru hagstæðar. Þetta er að verða plagsíður hjá þessum lýðræðiselskandi flokki sem tekur ekki heldur mark á niðurstöðum úr þjóðaratkvæðagreiðslum nema það henti. Við erum víst ekki þjóðin…

Þetta er ekki einasta vandmálið því langur vegur er frá því að aðild að ESB eigi möguleika á þingi og fylgið við slit viðræðna eykst og gildir einu þó ræstir séu út allir mögulegir og ómögulegir bloggraftar landsins til að níða þá skoðun niður.

Það er vissulega þreytandi þegar grjótvitlaus meirihlutinn ætlar að fá að hafa eitthvað um mál að segja og það sést á viðbrögðum þeirra sem vilja inn í ESB. Í stað þess að berjast fyrir málsstaðinn er farið í gamla leikinn sem gengur út á það að níða niður þá sem hafa gagnstæða skoðun.

Sem í þessu tilfelli er meirihluti þjóðar og þings hvorki meira né minna. Stundum hefði slíkt ekki verið léttvægt fundið…

Eins og mál eru að þróast er ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkur geti myndað ríkisstjórn með Framsókn eftir næstu kosningar en það er mynd sem fáum datt í hug að draga upp fyrir bara nokkrum mánuðum síðan. Sú tilhugsun eykur varla á hugarró félaga Össurs…

Annars er komin upp sú sérkennilega staða að andstæðingar aðildar ættu kannski að fagna því ef kosið yrði um málið sem fyrst og fylgjendur að vona að viðræður dragist á langinn í von um betra veður í ófyrirsjáanlegri framtíðinni.

Kannski skýrist óþol Samfylkingarinnar og þeirra sem vilja skilyrðislaust inn í ESB gagnvart skoðunum meirihlutans í málinu af þeirri klemmu sem flokkurinn og málsstaðurinn er í. Ekki er í fljótu bragði að sjá að úr rætist í bráð….

…hvort heldur sem litið er til ESB afstöðu þjóðarinnar eða í samstarfi vinstri flokkanna í þessari Albaníuríkisstjórn.

Kannski verður það valkostur fyrir Samfylkingu að sprengja þetta samstarf og kjósa sem fyrst til að lágmarka skaðann. Getur verið að hagstæðara sé að berjast fyrir inngöngu í ESB í stjórnarandstöðu en í þeirri vonlausu stöðu sem Samfylkingin situr í verandi í þessari ríkisstjórn.

Það skyldi þó ekki vera

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 15.8.2011 - 11:44 - Rita ummæli

Ekki er að spyrja að hamaganginum í umræðunni um ESB. Trúarhitinn ber marga af leið og eyjan.is gerir hverjum þeim sem hefur sömu skoðun og ristjórinn eins hátt undir höfði og mögulegt er. Ekkert kemur þar á óvart.

Fylgjendur aðildar geta ekki þolað formanni Sjálfstæðisflokksins að hafa skoðun á málinu og sumir eiga reyndar bágt með að þola þjóðinni sjálfri að vera andsnúna aðild og eða viðræðunum. Það er gott að vita sannleikann….

Ég hef verið þeirrar skoðunar að best sé að ljúka viðræðunum og taka svo afstöðu til þess sem samningurinn hljóðar upp á. Þessa skoðun hef ég haft þrátt fyrir að ég sé í prinsippinu á móti aðild að þessu heimsmeti í miðstýringu sem ESB er.

Ég er bara orðinn þreyttur á þrasi um málið á meðan andstæðir pólar skiptast á skotum um eitthvað sem ekki liggur á borðinu, nefnilega samningurinn. Ef við drögum okkur út nú mun þessi della halda áfram engum til heilla.

En ég skil þó þá sem tala um að líklega hefðum við ekki getað valið verri tímapunkt til þess að reyna að samninga. Sundurlaus og ósamstíga ríkisstjórn er með málið á sinni könnu. Þar hamast hver í horni sínu með eða á móti og þingið er svo örugglega nei megin líka.

Auk þess sem skoðanakannanir sína yfirburðaandstöðu þó ég viti vel að skjótt geti skipast veður í því loftinu.

Nýjustu tíðindi af þessu apparati eru ekki beinlínis til að draga fólk til fylgis og allt þetta verður til þess að brýna þá sem andsnúnir eru.

Og hvað með það? Af hverju má fólk ekki hafa þá afstöðu að vera á móti aðildarviðræðum? Er það ekki ágætlega rökstutt? Sumir halda því fram að það þjóni hagsmunum þeirra sem vilja inn að hætta viðræðum núna því ekki verði með neinum hætti hægt að koma með samning sem þessi þjóð samþykkir. Það er margt í mörgu…

Meirihluti þjóðarinnar vill ekki þarna inn og nú er það allt í einu þannig að skoðanakannanir eru aukaatriði og kannski skoðanir þjóðarinnar líka. Stórskemmtilegt að fylgjast með því hvernig fólk notar kannanir hægri vinstri allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 13.8.2011 - 20:55 - Rita ummæli

það sætir eiginlega furðu að fólk skuli ekki æða út á götu með búsáhöldin sín og krefjast kosninga. Eina rökrétta skýringin á því að það gerist ekki er að búsáhaldabyltingin var pólitík og ekkert merkilegra en það.

Vanhæf ríkisstjórn hét slagorðið. Sú upphrópun nær engan veginn yfir þá ríkisstjórn sem nú situr og getur hvorki verið né farið. Þessi vesæla ríkisstjórn er verri en engin því þau gerðu mun betur í því að gera ekkert í stað þess sem þau aðhafast.

Stjórnin situr í umboði byltingarinnar og flestra fjölmiðla sem hafa hvorki faglegt né pólitískt þrek til að standa þá vakt sem fjölmiðlar sem skilja hlutverk sitt ættu að gera. Fjölmiðlar sem áttu ekki lítinn þátt í búsáhaldabyltingunni en eyða nú mestu púðri í að veita stjórnarandstöðu aðhald.

Afturhald og uppgjöf eru orðin sem koma upp í hugann. Stjórnin er í gíslingu manna eins og Ögmundar og Þráins auk Jóns Bjarnasonar en það er á alra vitorði að hann er óhæfasti maður sem nokkru sinni hefur gengt ráðherraembætti.

Sumir hafa talað um að stjórnmálin séu ekki lengur hægri vinstri stjórnmál og lengi vel var ég á því. En nú er það bara þannig að þessi grjótharða Albaníuríkisstjórn hefur skerpt skilin milli hægri og vinstri.

Ég er ekki að tala um ótrúleg afglöp, sérhagsmunagæslu eða pólitískar ráðningar því við þau hlunnindi höfum við búið alla tíð hér á landi og sér ekki fyrir endann í þeim efnum. Ég er að tala um hugmyndafræði í efnhagsmálum. Það skiptir víst máli hverjir eru við völd…

Við vitum það í raun öll að það fólk sem nú ríkir veit ekkert hvert skal haldið né hvernig. Ráðherrarnir róa hver í sína áttina og reyna að vinna áróðurssigra í fjölmiðlum eftir behag. Það eina sem þessi hópur á sameiginlegt er óttinn við að missa ráðherrastólana.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 4.8.2011 - 14:21 - 1 ummæli

Ólund fótboltaþjálfara

Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera fótboltaþjálfari. Meira að segja á hinu litla Íslandi er gríðarpressa og álag. Reyndar er pressa á öllum hvort sem um er að ræða stjórnarmenn, leikmenn eða dómara. Þetta er orðinn alvöru bransi og peningar skipta máli.

Umfjöllun um fótbolta eykst stöðugt og fyrir því eru góðar ástæður. Fótbolti er vinsælasta greinin og sú stærsta. Í fótbolta verða til stjörnur á innlendan mælikvarða sem verða svo fyrirmyndir íþróttaæskunnar hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

Þetta gildir líka um þjálfarana. Mér sýnist að hér sé að verða til merkilegur kúltúr sem gengur út á það að þjálfarar mæta með ólund og útúrsnúninga að vopni í viðtöl eftir leiki. Reyndar þó helst leiki sem tapast….

Ég kaupi það alveg að eitthvað sé hægt að gera skemmtilegra eftir sára tapleiki en að fara í fimm viðtöl þar sem misgáfulegum spurningum er beint að þjálfurum. En er þetta ekki hluti af starfinu? Nú orðið er það að verða einn spennuþátturinn enn í kringum fótboltann hvernig sumir þjálfarar hegða sér í viðtölum eftir leiki.

Orðhengilsháttur, pirringur og allt að því dónaskapur er ekki góð auglýsing fyrir fótboltann. Og varla er það viðhorfið sem við viljum að íþróttamenn framtíðarinnar tileinki sér þegar á móti blæs.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 3.8.2011 - 10:56 - Rita ummæli

Björn Valur þingmaður VG skilur hvorki upp né niður í því að Sjálfstæðisflokkurinn skuli mælast með mikið fylgi nú um stundir. Við hin föttum alls ekki af hverju VG mælist með það fylgi sem flokkurinn þó mælist með.

Þingmaðurinn rökstyður þetta skilningsleysi sitt með tilvitnunum í rannsóknarskýrsluna góðu enda þykir honum einsýnt að hún sýni fram á að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki tilverurétt. Ég ætla ekki að bera í bætifláka fyrir þau mistök sem flokkurinn hefur gert en langar til að

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 27.7.2011 - 14:24 - 4 ummæli

Smjörklípa.is

Hafið þið heyrt hver borgar Ólafi Arnarsyni bloggara og rithöfundi fyrir skrifin og skoðanirnar?

Nú. það eru…………….

Hann mun mögulega reyna að neita því en…….

Kv McCarty

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur