Ég var að lesa frétt um mann sem gékk berserksgang hjá umboðsmanni skuldara.
Ég var að lesa frétt um mann sem gékk berserksgang hjá umboðsmanni skuldara.
Flokkar: Óflokkað
Það eru vissulega mikil gleðitíðindi að stjórnmálamenn skuli sestir niður til að ræða skuldavanda heimilanna. Sérvaldir ráðherrar funda með sérvöldum fulltrúum stjórnarandstöðu og helstu tíðindi af þessum fundum er að andrúmsloftið er ekki alslæmt. það er þó byrjun….
Skjaldborgin um heimilin er til umræðu og ríkisstjórnin hefur því miður engar hugmyndir og ráðherrar ósammála þvers og kruss. Þeir virðast þó sammála um að þeim hafi ekki mistekist ætlunarverkið. Þá niðurstöðu skrifa fáir undir.
Vandinn er ótrúlegur og hann var fyrirséður og þetta fólk hefur ekki gert annað en að bíða og vona að einhver annar leysti hann. Öllum tillögum hefur verið hafnað enda fór mikil orka í að reyna að flytja skattana okkar í vasa þeirra sem töpuðu peningum í Icesave spilavítinu góða.
Vonandi tekst að búa til eitthvert samráð og samstarf í þinginu um aðgerðir enda til mikils að vinna.
Flokkar: Óflokkað
Orðið á götunni segir Framsókn á leið í ríkisstjórn. það væri líklega það eina sem gæti lengt ömurlegt líf ríkisstjórnar sem hefur ekki náð neinum árangri og virðist ekki líkleg til afreka. Kannski væri það viðeigandi að Framsóknarflokkurinn sem kom þessu öllu á koppinn fái far með flokkunum tveimur sem mynda stjórnina síðasta spölinn fram að kosningum og taki út refsinguna sem fyrirséð er.
Ég er ekki viss um órólega deildin í VG muni sætta sig við afvopnun og áhrifaleysi eða afsal þess neitunarvalds sem þau hafa haft.
Flokkar: Óflokkað
Ég er nefnilega aldrei þessu vant algerlega sammála Ólínu Þorvarðadóttur sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu til neinar töfralausnir handa skuldugri þjóð. Pólitíkin sem forsætisráðherrann hennar er að spila núna eru sjónhverfingar.
Vinstri stjórnin sem nú situr skilur ekkert af hverju staðan er orðin eins og hún er. Kannski trúðu vinstri flokkarnir þvi að hægt væri að leysa þjóðina úr snörunni með einhverjum sértækum aðgerðum stjórnmálamanna. Þar er vinstri mönnum reyndar rétt lýst. Þeir trúa allra helst á mátt stjórnmálamanna.
Núna hefur þessi stjórn eytt tveimur árum í að rífast innbyrðis og meðfram því komið í veg fyrir að atvinnulíf geti blómstrað með fjölmörgum hamlandi aðgerðum. Heilt ár fór í að fá Steingrím ofan af því að gefa Bretum og Holendingum stóran hluta af óinnheimtu skattfé barnanna hans.
Vandann átti að leysa með því að gera allt ríkis eitthvað og skattleggja svo allan pakkann fyrir skuldunum. Þetta var og er gersamlega vonlaus aðferðafræði og nú er svo komið að meira að segja Indriði getur varla fundið nýja skattstofna og því fátt annað eftir en að draga úr útgjöldum.
Ef haldið hefði verið öðruvísi á málum en gert var gagnvart atvinnulífinu væri kannski að skapast jarðvegur fyrir fólk og fyrirtæki til sköpunar og frumkvæðis og þá væri kannski einhver möguleiki á rísandi kaupmætti og minna atvinnuleysi.
Það fólk sem situr í ríkisstjórn er svo sannarlega ekki verra fólk en ég eða hver annar. Það bara trúir á mátt stjórnmálamanna og ríkisins. Og vegna þess að bankakerfi heimsins hrundi hefur því tekist að koma óorði á einkaframtak og frelsi. Og afleiðingarnar eru að koma í ljós.
Stjórnmálamennirnir ráða ekki við neitt og þeir bara skilja ekki af hverju öll þeirra góðu ráð og allar þeirra góðu aðgerðir virka ekki. Hvernig stendur á því að við sem höfum skattlagt allt nema hugsanir fólks og fyrirtækja eigum ekki fyrir skuldum?
Kúrsinn sem var tekinn var rangur alveg eins og kúrsinn sem fyrri ríkisstjórnir tóku í góðærinu var líka rangur. Skattaæðið hefði hentað vel í góðæri en drepur allt niður í hallæri. Þarna liggur meinið meðal annars og því fyrr sem við hverfum frá þessari stefnu því betra.
Það er engin alsherjar töfralausn að lækka skatta og ýta þannig undir framkvæmdir atvinnulífs og einstaklinga. En það er örugglega alrangt að standa í veginum eins og VG og Samfylking hafa komið sér saman um að gera.
Hættum að reikna með því að Jóhanna Sigurðardóttir eða einhver annar forsætisráðherra birtist okkur einn daginn og segist hafa reddað málinu. Það mun ekki gerast. Stjórnmálamenn eru ekki töframenn. Þeir geta sett okkur reglur og lög og þeir marka stefnuna. Það erum við, þjóðin sem vinnum okkur út úr vandanum en þá þurfum við ríkisstjórn sem rambar á rétta leið handa okkur.
Það hefur þessi stjórn ekki gert og Ólína hittir naglann á höfuðið. Þau eru ráðþrota og þau eru líklega verr stödd en ég hélt ef þau halda að hægt sé að draga kanínu úr hattinum núna til lausnar á skuldavanda heimila og fyrirtækja.
Við þurfum öðruvísi stjórn með aðra stefnu.
Röggi
Flokkar: Óflokkað
Ég sit hér og horfi á Jóhönnu Sigurðardóttir tala frá alþingi í fréttatíma. Hún er reynslubolti hún Jóhanna og ætlar sér ekki að fara frá. Hún talar um að hún ætli sér að taka mótmæli alvarlega en þá með því að reyna að fá stjórnarandstöðuna að borðinu til að leysa vandann. Hún treystir á að hinir flokkarnir séu jafn lafhræddir við kosningar og hennar eigin og þannig muni þessi sameiginlega hræðsla þrýsta flokkunum saman. Það kann að vera rétt mat og margt er til þess vinnandi að koma góðum verkum í gang. En kosningar verða vart umflúnar….
Þetta er því snilldarbragð atvinnustjórnmálamannsins Jóhönnu. Takist ekki að fá stjórnarandstöðuna til liðs mun hún reyna að kenna henni um að ekki tekst frekar en fyrr að leysa nokkurn vanda.
Jóhanna virðist ekki átta sig á að þjóðin hefur glatað tiltrú á ÞINGINU en ekki bara ríkisstjórninni. Þessa tiltrú hef ég ekki trú á að verði hægt að kaupa með sjónhverfingum eða töfralausnum sem allt í einu virðast til en hafa í raun bara beðið samþykkis stjórnarandstöðunnar!
Hver dagur sem þingið og ríkisstjórnin mun taka sér í að stinga hausnum neðar í sandinn mun bara kosta meira á endanum. En svo hlýjir eru ráðherrastólarnir að ekkert annað kemst að en að sitja þar hvað sem á dynur. Og spila pólitík, pólitík sem svo margir eru orðnir þreyttir á.
Röggi
Flokkar: Óflokkað
Hún Heiða vinkona mín á DV bloggar í dag um mótmæli og ofbeldi. Við verðum seint sammála við Heiða um skilgreininguna á ofbeldi og ég verð að leggja orð í belg einu sinni enn um þessi mál.
Mótmælendur skýla sér oftast á bak við réttinn til tjáninga þegar þeir telja málsstað sínum best þjónað með ofbeldi. Ekki megi undir neinum kringumstæðum banna fólki að tjá sig hvort heldur það er gert með truflandi uppivöðslusemi eða eggjakasti að ég tali nú ekki um rúðubrot og svo framvegis…..
Réttur til þess að tjá skoðanir sínar nær ekki út yfir allt og allan annan rétt sem borgurum og eða opinberum aðilum er einnig tryggður. Kannski finnst Heiðu í lagi að ég og þeir sem eru mér sammála geri mér ferð á klukkustunda fresti eða svo og tjá skoðanir mínar á DV með eggjakasti og rúðubrotum eftir mínum eigin smekk.
Lærdómurinn sem draga má á af búsáhaldamótmælunum var meðal annars sá að besta leiðin er að mótmæla friðsamleg. Stigvaxandi ofbeldi eins og við sáum þar endar bara með hörmungum þar sem slagsmál við lögreglu, öryggisverði eða þingverði verður markmið en auðvitað alls engin nauðsyn.
það sem oft einkennir þá sem telja að eðlilegt sé að beita ofbeldi sem tjáningu er hentistefna. Ofbeldi sem á sparidögum er stundum kallað borgaraleg óhlýðni er alltaf réttlætanlegt ef málsstaðurinn er „góður“ en skilgreiningin á því hvað er góður málsstaður er svo handahófskennd eðlilega.
Kannski má hártogast um það eitthvað hvort hin eða þessu hegðunin sé alvarlegt ofbeldi eða ekki alvarlegt en eggjakast og rúðubrot er ofbeldi og um það ætti ekki að þurfa að rökræða.
Hugsum okkur að til væru hagsmunasamtök eiturlyfjainnflytjenda sem teldu að réttindi þeirra til að afla sér lífsviðurværis væri skertur mjög í hérlendri löggjöf. Hvernig ætli Heiðu litist á ef þeir hyggðust nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn sem borgara þessa lands til tjáningar með sama hætti og mótmælendur gerðu núna fyrir helgina? Auðvitað ýkt dæmi og bragðvont en hugsum um prinsippið….
Fer þá tjáningarfrelsið að snúast aftur um góðan málsstað eða slæman eða erum við þá kannski að tala um ofbeldi?
Þessari spurningu þarf að svara því þetta er grundvallarspurning. Ef einum er leyft að beita ofbeldi við tjáningu í hvaða formi sem það er hver ætlar þá að banna öðrum?
Svar óskast.
Röggi
Flokkar: Óflokkað
Þau válegu tíðindi voru að berast að álverið í straumsvík sé að breyta um framleiðslu og stækka. Þar hafa útlenskir menn með útlenska peninga sem líklega er vondir peningar, hugsanlega mafíósapeningar, ákveðið að fjárfesta hér á landi. Og ekki nóg með það….
..þessi hegðun mun skapa 150 ný störf. Hvernig gat þetta farið framhjá Andra Snæ og ríkisstjórninni? Vita eigendur álversins ekki að við framleiðum nóg handa okkur sjálfum af áli og álver er vondur vinnustaður? Auk þess kaupa svona fyrirtæki orku af okkur en Andri Snær vill nota þá orku í „eitthvað annað“ eins og það er gjarnan kallað þegar þarf að finna eithvað fyrir vinnandi fólk að gera.
Þetta eru skelfileg tíðindi og sýnir okkur svart á hvítu að ef ríkisstjórnin slakar á eitt augnblik er stórhætta á því að atvinnulífið reyni að koma undir sig fótunum.
Röggi
Flokkar: Óflokkað
Sjálfstæðisflokkurinn stóð sem betur fer í lappirnar í atkvæðagreiðslunni á þriðjudag. Þar héldu menn sig við grundvallarniðurstöðu í málinu áháð því hvort flokksmenn áttu hlut að máli eður ei. Samfylkingarfólk sumt telur að þarna hafi flokksagi ráðið og þingmenn ekki kosið eftir sinni sannfæringu. Kannski það…
Ég held þó ekki. Það var og er samfella í málflutningi Sjálfstæðismanna í málinu frá upphafi til enda. Menn settu sig upp á móti landsdómi og kynntu það málefnalega og án skætings. Þessu var öðruvísi farið með Samfylkinguna.
Þar höfðu þingmenn skoðun eftir því hver átti í hlut og bættu svo um betur þegar niðurstaðan lá fyrir og sögðu landsdóm ónýta aðferð! Þetta er ólýsanlega vitlaus málflutningur hjá annars óvitlaus fólki en sýnir hvað pólitík getur leikið suma grátt.
Ég læt mér í léttu rúmi liggja þó Mörður og Ólína eða hvað þau heita sem breyttu svona reyni að spinna sig út þessari glórulausu stöðu. Og það sem meira er…
…ég held að enginn reyni að koma þeim til hjálpar á undanhaldinu. Flóttanum undan eigin klúðri.
Röggi
Flokkar: Óflokkað
Ég hef haldið því fram allt frá því að þessi guðsvolaða ríkisstjórn tók við að næsta ríkisstjórn yrði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Mörgum svelgist hreinlega á þegar þetta er nefnt og þurfti ekki skandalinn á alþingi í gær til.
En þetta er nú samt verkefnið hvað sem hver segir. Það er öllum ljóst að ríkistjórnin er komin að fótum fram. Algert og fullkomið ósætti um allt sem skiptir máli. Í raun minnihlutastjórn sem þarf að reiða sig á stjórnarandstöðuna í stórum málum þvers og kruss.
Flokkarnir virðast ekki þora í kosningar og því þarf að finna millileik þangað til það verður ekki umflúið. Þetta blasir við og líklega er það þetta sem Atli Gíslason þóttist finna þefinn af í þinginu.
Við sitjum því uppi með þessa hörmung sem kallast víst norræn velferðarstjórn og ég veit ekki hvað. Lilja Mósesdóttir hefur ákveðið að segja það sem henni býr í brjósti og það er virðingar
Flokkar: Óflokkað
Þær eru margar kenningarnar sem verða smíðaaðar í kringum atkvæðagreiðsluna frá því í gær og þær verða flestar ef ekki allar ættaðar frá fólki sem vill reyna að deyfa hlut Samfylkingarinnar.
Andri Geir Arinbjarnason
Flokkar: Óflokkað