Miðvikudagur 29.9.2010 - 12:07 - Rita ummæli

Uppgjöri klúðrað

það hefur verið óhemju áhugavert að sjá og heyra þingmenn Samfylkingar reyna að selja hugmyndafræðina á bak við atkvæðin sín í gær. Önnur eins afhjúpun hefur ekki sést í sögunni og er þó af ýmsu að taka.

Skúli Helgason vill líklegast bara leggja landsdóm niður en þó ekki fyrr en hann hefur sent einn mann þangað áður. Hvernig verður þetta toppað? Liðið sem sendi Geir fyrir landsdóm er nú það alharðasta í því að það fyrirbrigði sé ónýtt…

Pólitísk fötlun og vandræðaástand á klíku núverandi og fyrrverandi formanns flokksins voru sett öllu öðru ofar. það átti að „róa“ þjóðina eins og leiðtoginn orðaði það en þó bara þannig að hinir yrði ákærðir. Reynsluleysi og skammtímahugsun réði aðgerðum og nú er of seint í rassinn gripið og verður afar skemmtilegt að fylgjast með spunanum sem hreinlega hlýtur að fara í gang svo lýðurinn gleymi þessu máli.

það mun ekki duga því margir trúðu því í raun og veru að Samfylkingin meinti það sem hún segir. Það fólk er nú orðlaust og þögult. Það fólk finnur að núna var of langt gengið og að málsstaðurinn sem átti að vera uppgjör við hrunið hefur beðið mikinn skaða.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 28.9.2010 - 23:20 - 3 ummæli

Afleikur Samfylkingar

Það var augljóst frá upphafi að alþingi myndi ekki geta unnið í landsdómsmálinu af neinni reisn hvorki pólitískri né persónulegri. Nú eftir atkvæðagreiðsluna er dauðaþögn. Góður maður og reyndur sagði mér að svona myndi þetta fara. Ég hélt í mínum barnaskap að meira að segja Samfylkingin hefði ekki svona aðferðir í vopnabúri sínu.

Ég held hreinlega að ekki nokkur einasti Íslendingur telji að Geir verðskuldi að vera dreginn einn til pólitískrar ábyrgðar með þessum misráðna hætti. Plottið gékk upp hjá spunameisturunum gott fólk. Þetta er væntanlega skilgreint sem sigur á einhverri af klíkum Samfylkingarinnar. OKKAR fólk slapp!!!

En þannig verður þetta því miður ekki. Réttarhöldin yfir Geir verða þannig að mesta athyglin mun fara í að tala um þá sem hefðu þá átt að vera með honum á þessum mjög svo hæpna sakamannabekk.

Sumt af því fólki vélaði um hlutina í dag á löggjafarþinginu og skömm þess verður ævarandi. Samfylkingin hefur tekið margar ákvarðanir undanfarna mánuði sem eingöngu eru teknar til að halda ráðherrastólum. Dagurinn í dag er bara enn einn slíkur dagur…

…nema, að nú held ég að Samfylkingin hafi eiginlega gengið fram af sjálfri sér. Svipurinn á Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöldi sagði allt. „Hvernig gat þetta gerst?“

Hvernig gat þetta orðið niðurstaðan? Búsáhaldabyltingin hefur étið börnin sín og skaði Samfylkingarinnar af málinu verður ekki auðbættur.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 28.9.2010 - 18:43 - Rita ummæli

það fór eins og ég spáði. Löggjafarþingið pikkfast í klóm framkvæmdavaldsins setti alvarlega niður við atkvæðagreiðsluna yfir fjórmenningunum. Þeir sem héldu að ríkisstjórn búsáhaldanna myndi leiða okkur inn í nýtt Ísland hljóta að vera með böggum hildar.

Margir munu sjálfasagt telja það sigur að Geir verði ákærður fyrir landsdóm þó ég hafi mínar stóru efasemdir. Spunameistarar Samfylkingar settu saman áætlun til þess að hanna þesa niðurstöðu. Plottið gékk upp.

Mér segir svo hugur að hér sé um skammgóðann vermi að ræða hjá þessu flokki. Það er hreinlega leitun að fólki hvar í flokki sem það er sem ekki finnur óþefinn af vinnubrögðum Samfylkingar í málinu. Ekki mun líða á löngu áður en vopnin snúast í höndum flokksins.

Þegar Geir mun svara til saka fyrir landsdómi mun það kristallast enn frekar hversu fáránlegt er að hann einn sé í þeirri stöðu. Þar mun Geir mæta eins og honum ber og rækja skyldur sínar á meðan Samfylkingin forðaði sínum.

Ég er ekki frá því að það verði aðalmálið þegar frá líður. Af hverju bara Geir? Samfylkingin er flokkur sem kolféll á prófinu í dag. Samfylkigtin er ekki á móti því að réðharraábyrgð og landsdómur sé til staðar.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 24.9.2010 - 17:44 - Rita ummæli

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar telur að ríkisstjórnin sem hún styður hafai ekkert við Sjálfstæðisflokk Bjarna Ben að gera. Ólína telur stjórnina eiga mörgum stórum og miklvægum verkum ólokið og ekki verður betur séð en að Ólína telji að þessi ríkisstjórn sé fær um það.

Það alvarlegasta í þessu er að Ólína er ekki að grínast eins og sumir aðrir stjórnmálamenn. Þingmaðurinn er tilheyrir síminnkandi hópi Íslendinga sem heldur að þessi ríkisstjórn sé fær um nokkuð annað en að ríghalda í ráðherraembætti.

Ég hef ekki tíma í það núna að tíunda allt sem hefur farið úrskeiðis og afvega hjá þessum ósamstæðasta hópi sem nokkru sinni hefur myndað ríkisstjórn. Ósamlyndi og grundvallarágreiningur í hverju máli blasir við öllum, nema Ólínu.

Það er þó léttvægt fundið þó vinstri menn sameinist um að nota ráðherrastóla og bústaði til að vera ósammála um alla hluti miðað við skaðann sem verið er að vinna í atvinnu og efnhagsmálum á vegum þesara stjórnar.

Ólína og hennar flokkur….eða allavega sá hluti hans sem hún tilheyrir þessa dagana, hefur með fulltingi VG tekist að nokkru að koma óorði á allt sem heitir samkeppni og einkarekstur eftir bankahrunið. Jarðvegur fyrir þannig tal var frjór og því var látið vaða og nú stefnir hér allt í áttina að Albaníu…

Ólína er refur í bransanum og veit eins vel og ég að þessi ríkisstjórn er ónýt en tímasetningin hentar ekki Samfylkingunni. Um leið og Samfylkingin sér til lands í skoðanakönnunum mun hún losa sig við VG og reyna að fá Bjarna Ben til liðs við sig og til vara að stefna á kosningar.

Þannig liggur nú í þessu enda sjá þeir sem vilja að flokkurinn hennar Ólínu gerir hvað sem er bara ef hægt er að fá áfram ráðherrastóla….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 21.9.2010 - 22:52 - 1 ummæli

Tækifæri VG

Hversu mikil þarf pólitísk örvæntingin að vera til þess að Jóhanna Sigurðardóttir taki þá ákvörðun að snúa baki við vikugömlum skoðunum sínum og leggjast á augabragði eins og maðurinn sagði gegn Atla nefndinni og allri hennar vinnu?

Hversu hryllilegt er ástandið innandyra í Samfylkingunni? Helmingurinn sem mætti til að hlýða á Ingibjörgu ræður í dag? Hvað gerir hinn helmingurinn á morgun? Nú þarf ekki lengur að „róa“ almenning eins og leiðtoginn sagði hnarreyst í ræðustólnum fyrir viku eða svo. Nú skiptir flokkurinn einn máli. Þar þarf að vera ró hvað sem hún kostar. Ráðherrastólarnir ofar öllu…

Og VG er í þeirri stöðu að geta eignað sér alveg skuldlaust uppgjörið við hrunið. Þrýstingurinn á Steingrím um að slíta þessu handónýta samstarfi hlýtur að vera óbærilegur. Staðan hefur algerlega snúist VG í vil með þessu pólitíska útspili Jóhönnu.

Vandinn er þó sá að Steingrímur hefur týnt öllum pólitískum metnaði og prinsippum öðrum en að hækka skatta og borga Icesave upp í topp. Hann mun án efa reyna allt til að fá Atla Gíslason til að fara heim aftur að mála svo troða megi þessari hneysu ofan í hólkvítt og sístækkandi kokið á VG.

Svar órólegu deildar VG er að slíta samstarfinu og neyða Samfylkingu í kosningar þrátt fyrir bestaflokksóttann. Samfylkingin er ekki í nokkurri stöðu til þessa að ganga til kosninga. Leiðtogi er þar ekki neinn sjáanlegur hvert sem augað eygir og eina baráttumálið ESB á sáralítinn hljómgrunn. VG getur ekki haldið þessu áfram án þess að eiga það á hættu að klofna í herðar niður og tækifærið dettur hér upp í hendurnar á þeim.

Stundin er runnin upp…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 21.9.2010 - 22:42 - Rita ummæli

það sýnir hversu örvænting Jóhönnu Sigurðardóttur er stórfelld að hún skuli taka 100% Reykás snúning á einni viku og snúa baki við Atla nefndinni og stofna samtarfinu við VG í hættu. Samfylkingin er 5 mínútum frá því að springa í loft upp vegna málsins og því litlu að tapa að reyna að traðka á VG einn ganginn enn til að þjóna flokkshagsmunum Samfylkingar.

Nú þarf ekki

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 21.9.2010 - 22:21 - Rita ummæli

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki fædd í gær. þegar hún tók algera kúvendingu í afstöðunni til vinnu Atla nefndarinnar vissi hún vel að í venjulegu árferði væri slíkt politískt sjálfsmorð og ávísun á stjórnarslit. En hér er ekkert venjulegt árferði þegar kemur ríkisstjórninni og prinsippum.

Steingrímur Sigfússon neitar hreinlega að taka afstöðu til fyrirskipana Jóhönnu um að ekki skuli ákæra vinkonu hennar Ingibjörgu Sólrúnu. Hann bara ætlar að láta eins og þetta sé ekki að gerast. Hvernig Jóhanna gat lesið þessi viðbrögð er mér hulin ráðgáta enda held ég að hún hafi samið um þetta við Steingrím J Sigfússon.

Steingrími hefur tekist að henda fyrir róða fast að því öllum pólitískum stórmálum VG til þess eins og fá að vera ráðherra. Hann hefur beygt þingflokkinn æ ofan í æ. Sent Atla Gíslason heim að mála þegar greiða átti atkvæði um séráhugamál sitt, Icesave, en eins og öllum er ljóst hefur Steingrímur grátbeðið um að fá að borga allt upp í topp.

Þetta skildi eftir sig sár sem eru ekki gróin og þau rifna nú upp með látum. Atli Gíslason og félagar munu ekki láta gamla foringjann sinn komast upp með þennan pólitíska aulaskap aftur. Og bíðið góðir vinir. Félagi Ögmundur þegir þunnu hljóði. það verður vart lengi…

Margir tala um sprengjur innan samfylkingar og þes vegna greip Jóhanna til þessa Reykáss tilþrifa og gerði sig og flokkinn hreinlega handónýtann í augum almnennings sem átti að „róa“ með ákærum fyrir viku síðan. En hún getur stolt sagt við sitt fólk að hún hafi get það sem hún mögulega gat fyrir flokkinn og gamla vinkonu.

Tækifæri VG til að ganga hreinlega milli bols og höfuðs á leiðtogalausri Samfylkingu verður aldrei betra. Þrýstingurinn á Steingrím að slíta þessu fáránlega hræðslusambandi flokkanna er klárlega óbærilegur.

Svo er auðvitað hugsanlegt að Atli fari aftur heim að mála og skötuhjúin haldi áfram siglingunni til

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 21.9.2010 - 00:33 - Rita ummæli

Skrípaleikurinn

Það fór eins og mig grunaði. Þingið, það er að segja framkvæmdavalds hluti þess, er að heykjast á því að þola þinginu, það er að segja löggjafanum, að senda ráðherra fyrir landsdóm! Leiðtoginn sjálfur sem stýrir öllu í þinginu hefur nú komist að því að nefndin sem hún bjó til var ónýt…

..og þar er ég henni að vísu fullkomlega sammála. Ég fullyrði þó hér að afstaða Jóhönnu Sigurðardóttur til vinnu nefndarinnar hans Atla Gíslasonar snýr eingöngu um það að nefndin hyggst draga Ingibjörgu Sólrúnu fyrir landsdóm.

Ruglandaháttur þessarar ríkisstjórnar hefur frá fyrsta degi verið Íslandsmet í hverju stórmálinu á eftir öðru. Í þessu máli er Jóhönnu að vísu vorkun að nokkru leyti. Útfærslan á hugmyndinni virðist gölluð og vinnuumhverfi nefndarinar þannig að enginn skilur til fullnustu á hvaða forsendum skal ákært.

Og svo gamla sagan. Framkvæmdavaldið mun koma í veg fyrir að „einhverjir“ þingmenn eins og Atli Gíslason séu að ákæra ráðherra rétt sí svona. Það er skrípaleikur að að ríghalda í þetta system gott fólk. Engu skiptir hverjir sitja í ráðherrastólum.

Kerfisvillan kemur í veg fyrir að þetta muni nokkru sinni ganga upp. Þingið hefur ekkert sjálfstæði gagnvart framkvæmdavaldinu. Og það jafnvel þó um sé að ræða nefnd sem framkvæmdavaldið skipaði sjálft til handa löggjafanum!

Hvenær skyldi okkur lærast að sjá það sem augljóst er í þessum efnum?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 20.9.2010 - 19:57 - 4 ummæli

Er maðurinn klikk?

Andri Snær Magnason rithöfundur var í kastljósinu áðan. Hann er ekki eins skemmtilegur og mig minnti en greinilega finnst honum hann sjálfur afar skemmtilegur því sjálfsánægja var geggjuð alveg.

Honum finnst skrýtið að vera afgreiddur sem 101 eitthvað eða listaspýra sem hann þó klárlega er en veigrar sér ekki við að kalla þá sem ekki hafa sömu skoðanir og hann klikkaða eða vangefna og gott ef ekki geðveika.

Andri segist hitta menn og koma með tölur og skilur ekkert í því að þeir menn sem stundum eru sérmenntaðir í faginu skuli þá koma sínar eigin tölur. Hvurslags ósvinna er það?? Hann talar flott hann Andri og segist hafa hitt „strákana“ á stórum fundum og spurt þá hvort þeir séu vangefnir en þó halda þeir áfram.

Rithöfundurinn bendir á það sem afvega hefur farið og ætlar sér að stöðva alla nýtingu á auðlindum landsins með tilvísan í þannig mál. Hann gleymir því að nú er tekin við ríkisstjórn sem hefur lagt stein í götu framkvæmda sem stundum var búið að heimila og undirbúa og telur þá sem heimildina höfðu stundum vera geðbilaða að hafa farið af stað….

Þeir eru komnir aftur til byggða bændurnir að mótmæla símanum. Í þetta sinnið í líki sjálfumglaðs rithöfundar. Andri Snær er afturhald nútímans og segir sögur af rússneskri mafíu og vondum mönnum erlendum sem enginn vill vinna með. Stórhættulegt fólk sem hefur búið til stór alþjóðleg fyrirtæki sem ætli sér að eyðileggja landið okkar. Þessu kastar hann fram í kastljósi og kannski telja sumir að þetta sé staðreynd af því að viðmælendurnir geta ekki hrakið fullyrðinguna. Þekkt aðferð sem hefur verið misnotuð af mun verra fólki en Andra Snæ með mælanlegum árangri.

Andri Snær er öfgmaður eins og við höfum stundum séð í kringum veiðarnar okkar. Hann elur á hræðslu sem aldrei hefur verið auðveldara og spilar svo fallega á tilfinningar fólks gagnvart sérfæðingum og opinberum aðilum.

Fólk trúir því að það eigi að virkja ALLT sem mögulega hægt er að virkja og byggja endalaust af álverum og það EITT eigi að bjarga okkur úr vandanum og að vonda fólkið hirði hvorki um hagfræðina í kringum málið né umhverfisþáttinn. Vonda og heimska fólkið. Þetta stef hefur aldrei átt meiri hljómgrunn en nú og skáldið góða rær til sjós….

Og nýtir sér skáldaleyfið til að búa til rússneska mafíu og norræn en þó alþjóðleg glæpafyrirtæki til að krydda söguna.

Er maðurinn klikk??

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 17.9.2010 - 09:54 - 9 ummæli

Predikarinn Andri Snær

Andri Snær Magnason er svona Gunnar í krossinum. Hann sýður saman gríðarlega skemmtilegan orðgraut og söfnuðurinn hlustar dolfallinn. Predikarinn Andri Snær kann að setja saman frasa og orð. það er víst.

Eins og aðrir predikarar segir Andri Snær það sem söfnuðurinn vill heyra. Það er vissulega stór hópur sem telur iðnað á Íslandi mikinn óþarfa. Virkjanir einnig. Andri Snær er litlu betri en þeir sem telja álver upphaf og endi alls lífs. Hann er bara öfgamaður í hina áttina.
Jarðvegur fyrir spámenn er frjór um þessar mundir og Andri sáir akurinn…

Andri Snær er nákvæmlega eins og höfuðsnillingarnir sem góðærið flutti hingað inn aftur og aftur til að messa yfir hinni hjörðinni í fokdýrum hádegisverðum. Hann er bara með annan markhóp. Og passar sig á að segja það sem lýðurinn vill heyra.

Álvers og virkjanaþráhyggja rithöfundarins er magnað fyrirbrigði sem leggst á listamenn helst. Eitthvað segir Andra að 3 álver sé nóg og við virkjum meira en sumir aðrir og það er ótækt. Af hverju er þetta vandamál í sjálfu sér?

Kannski rennur sá dagur upp að við þurfum ekki að framleiða neitt annað en beservissera í líki rithöfunda. Lifum af því að lesa bækur og halda fyrirlestra í háskólum og horfa á bíó. Það væri draumur….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur