Andri Snær Magnason rithöfundur var í kastljósinu áðan. Hann er ekki eins skemmtilegur og mig minnti en greinilega finnst honum hann sjálfur afar skemmtilegur því sjálfsánægja var geggjuð alveg.
Honum finnst skrýtið að vera afgreiddur sem 101 eitthvað eða listaspýra sem hann þó klárlega er en veigrar sér ekki við að kalla þá sem ekki hafa sömu skoðanir og hann klikkaða eða vangefna og gott ef ekki geðveika.
Andri segist hitta menn og koma með tölur og skilur ekkert í því að þeir menn sem stundum eru sérmenntaðir í faginu skuli þá koma sínar eigin tölur. Hvurslags ósvinna er það?? Hann talar flott hann Andri og segist hafa hitt „strákana“ á stórum fundum og spurt þá hvort þeir séu vangefnir en þó halda þeir áfram.
Rithöfundurinn bendir á það sem afvega hefur farið og ætlar sér að stöðva alla nýtingu á auðlindum landsins með tilvísan í þannig mál. Hann gleymir því að nú er tekin við ríkisstjórn sem hefur lagt stein í götu framkvæmda sem stundum var búið að heimila og undirbúa og telur þá sem heimildina höfðu stundum vera geðbilaða að hafa farið af stað….
Þeir eru komnir aftur til byggða bændurnir að mótmæla símanum. Í þetta sinnið í líki sjálfumglaðs rithöfundar. Andri Snær er afturhald nútímans og segir sögur af rússneskri mafíu og vondum mönnum erlendum sem enginn vill vinna með. Stórhættulegt fólk sem hefur búið til stór alþjóðleg fyrirtæki sem ætli sér að eyðileggja landið okkar. Þessu kastar hann fram í kastljósi og kannski telja sumir að þetta sé staðreynd af því að viðmælendurnir geta ekki hrakið fullyrðinguna. Þekkt aðferð sem hefur verið misnotuð af mun verra fólki en Andra Snæ með mælanlegum árangri.
Andri Snær er öfgmaður eins og við höfum stundum séð í kringum veiðarnar okkar. Hann elur á hræðslu sem aldrei hefur verið auðveldara og spilar svo fallega á tilfinningar fólks gagnvart sérfæðingum og opinberum aðilum.
Fólk trúir því að það eigi að virkja ALLT sem mögulega hægt er að virkja og byggja endalaust af álverum og það EITT eigi að bjarga okkur úr vandanum og að vonda fólkið hirði hvorki um hagfræðina í kringum málið né umhverfisþáttinn. Vonda og heimska fólkið. Þetta stef hefur aldrei átt meiri hljómgrunn en nú og skáldið góða rær til sjós….
Og nýtir sér skáldaleyfið til að búa til rússneska mafíu og norræn en þó alþjóðleg glæpafyrirtæki til að krydda söguna.
Er maðurinn klikk??
Röggi