Þetta er skemmtilegt. Hirðin í kringum Egil Helgason hefur sett af stað væluherferð og talar um einelti í hans garð og ritstjóra Eyjunnar finnst þetta merkilegt allt saman og gerir mikið úr.
Af hverju má ekki gagnrýna Egil? Egill er ekki óskeikull frekar en aðrir menn er það?. Hver eru efnisatriðin? Er það sérstakur glæpur í sjálfu sér að vera ósammála Agli og benda á hvernig hann snarsnýst í skoðunum af ástæðum sem ekki eru alltaf ljósar?
Egill er opinber starfsmaður og þiggur laun frá okkur öllum til að halda úti sjónvarpsþætti sem fjallar um þjóðmál og pólitík í víðum skilningi í hinu hlutlausa ruv.is. Hann heldur úti gríðarvinsælu bloggi og hefur skoðanir á flestu. Til eru þeir sem voga sér að benda á að hann dregur taum ákveðinna skoðana og stjórnmálaflokka. Af hverju má ekki ræða það?
Stuðningslið Egils er með gagnrýnendur hans á heilanum og eyða engu púðri í málefnalega afstöðu og umræður. Hvernig væri að taka þátt í pælingunum i stað þess að fá sífelld krampaköst yfir þvi hver setur gagnrýnina fram og hversu oft eða hvar.
Þetta væl er óþarft og ómálefnalegt.
Röggi