Sunnudagur 20.6.2010 - 12:16 - Rita ummæli

Pressan, málgagn útrásarvikinganna, gerir hlægileg ummæli icesave samningamannsins Svavars Gestssonar að fréttaefni. Svavar fabúlerar þar og ruglar um að Davíð Oddsson stýri Sjálfstæðisflokknum í stóru og smáu alla daga.

Þessi niðurstaða er fengin með því að skoða skopteikningar Morgunblaðsins.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 18.6.2010 - 17:03 - Rita ummæli

Merkileg „frétt“ sem ritstjóri Eyjunnar setur fram í dag. Þar er vísað í umræður í danska þinginu um hrunið hér. Þessu stórmerkilega umræða er dregin fram til þess að reyna að selja okkur þá hugmynd að stjórnmálmenn beri helst einir ábyrgðina á hruninu en ekki glæpamennirnir sem stálu bönkunum á bak við handónýtt eftirlitskerfi sem byggt er upp eftir reglum ESB.

Og auk þess bent á undir rós að ekki sé hægt að ásaka núverandi ríkisstjórn um eitt eða neitt. Hún sé eiginlega stíkkfrí.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 16.6.2010 - 13:43 - 2 ummæli

Leiðinlegur fótbolti

Flestir virðast sammála um að fótboltinn sem boðið er upp á á HM þyki bragðdaufur og þurr. Ég hef ekki séð nógu marga leiki reyndar en mig minnir að svona fari þessi mót oft af stað enda ekki gott að byrja keppnina með tapleik. Vonandi hressist Eyjólfur…

Ég velti því fyrir mér hvort hér séu á áhrif Jose Morinho að koma fram. Hann er númer eitt í bransanum og virðist ekki geta annað en unnið allt sem í boði er. Hvernig fótbolta spilar Morinho?

Hann spilar að mínu viti leiðinlegasta fótbolta mögulegan. Hjá honum snýst allt um að fá ekki á sig mark og sjá til þess að loka á andstæðinginn. Morinho gefur ekkert fyrir það að hafa boltann. Vörn vinnur mót…..

Árangursríkt er það sannarlega og árangur er vist það sem gildir. En skemmtanagildið er takmarkað nema fyrir þá sem horfa á fótbolta með vísindalegum gleraugum fagmannsins.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 10.6.2010 - 20:39 - 1 ummæli

Stjórnarandstæðingur í ráðherrabíl

Auðvitað er alveg eðlilegt að ráðherrar takist á um mál og á stundum þurfa menn að gefa eftir í stórum hjartans málum. Flokkar geta verið ólíkir og snúið að smyrja stefnuna saman. Ekki eru allir dagar góðir í svona samstarfi. Þess vegna hafa menn brugðið á það ráð að setja saman sáttmála um það sem gera skal. Ekki tekst þó alltaf að smíða þá þannig að allir séu sáttir en afar sjaldgæft er einstakir ráðherrar séu beinlínis á móti því sem ákveðið er í slíkum sáttmála. En engin regla er án undantekninga….

Hún hangir hreinlega saman á hræðslunni einni nú orðið þessi ríkisstjórn. Hræðslunni við sanngjarna og tímabæra refsingu kjósenda. það er þeirri stöðu sem Jón Bjarnason kemst upp með að vera stjórnarandstæðingur i ráðherrabíl.

Maðurinn er hreinlega á móti málum sem samið var um í stjórnarsáttmálanum. Hvaða prinsipp ráða því að hann er við ríkisstjórnarborðið? Ég veit ekki hvort þessi fáránlega staða er meira þreytandi fyrir Samfylkinguna eða VG en veit þó að þetta lýsir best stöðunni á heimilinu.

Forystumenn eru komnir á stjá og tala um breiða samstöðu en það stef þekkjum við þegar ríkisstjórnin hefur ekki þingmeirihluta fyrir því sem hún hefur ákveðið að gera. það er í raun ekkert eftir annað en að rifa seglin. það ætti þetta fólk að koma sér saman um öllum til heilla. Um það mál ætti að nást breið samstaða…

Þessi vesalings stjórn mun þó auðvitað ekki koma sér saman um neitt annað en að vera ríkisstjórn. Og vona að allt lagist bara af sjálfu sér áður en hún neyðist til að horfa framan í okkur næst í kjörklefanum.

Og á meðan geta ráðherrar eins og Jón Bjarnason verið með neitunarvald í sérmálum þvert á það sem hann samþykkti þegar hann ákvað að sniðugt væri að vera á ráðherralaunum.

En farsinn heldur líklega áfram…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 10.6.2010 - 10:23 - 1 ummæli

Árni Páll tekur frumkvæði

Venjulega taka menn ekki mikið mark á því sem Árni Páll er að segja. Mörgum finnst hann vera snotrar umbúðir utan um lítið. Hann reynir of mikið að verða alvöru leiðtogi í stað þess að láta það gerast með alvöru vinnubrögðum.

Núna kemur hann blaðskellandi með tillögur um sparnað í ríkisrekstri og ærir óstöðuga. Hin heilaga kýr sem opinberir starfsmenn eru fyrtast við þegar hann leggur til frystingu launa. Árni Páll gerir sér kannski grein fyrir því ekki verður bæði haldið og sleppt þegar kemur að hinum óhjákvæmilega niðurskurði í útgjöldum ríkissins. Mér finnst mannsbragur að þessu hjá Árna þó ekki séu tillögur hans gallalausar.

Og kjarkur sem er eiginleiki sem virðist vera að glatast hjá stjórnmálamönnum dagsins. Þarna stígur fram maður sem þorir að segja það sem honum finnst þótt hann megi búast við stormi í andlit. Mér finnst auðvelt að bera virðingu fyrir því.

Leiðtogaleitin í Samfylkingunni er leitin að nálinni í heystakknum. Dúllubossinn Dagur B virðist úr leik og dæmdur eftir niðurlægjandi útkomu í borginni. Sviðið er því opið fyrir öfluga menn með bein í nefi og mér sýnist að Árni Páll geti hugsanlega verið að taka ákveðið frumkvæði….

Ég verð seint hrifinn af pólitík Árna Páls og þá á ég bæði við stíl og innihald almennt. Og kannski segir það allt um stöðuna í Samfylkingunni að hann skuli vera orðinn einn öflugasti ráðherrann…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 9.6.2010 - 21:10 - Rita ummæli

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra er einhver mesti blaðrari stjórnmálanna í dag. Einungis dagur B kemst með tærnar það sem hann hefur hælana. Þeir geta smurt saman af miklu listfengi nokkuð áheyrilegar ræður um lítið sem ekkert.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 9.6.2010 - 10:40 - 4 ummæli

Veit Davíð af þessu?

þau eru oft óljós mörkin milli þess að vera álitsgjafi og spunaséní. Guðmundur Ólafsson er einn af þessum aðilum. Hann þykir skemmtilegur karlinn og er fenginn til að tala í útvarp vikulega um það sem honum finnst merkilegt.

Í morgun heyrðist mér hann vera að tala um leiðtogamál Sjálfstæðisflokksins en þeim málum hlýtur Guðmundur að vera sérfróður og hlutlaus algerlaga. Hann telur að nú sé hópur manna að ryðja veginn fyrir formannsendurkomu Davíðs.

Guðmundur segist nefnilega hafa þetta eftir tengiliðum sínum innan flokks. þetta myndi teljast sérlega skemmtilegur spuni á sumum heimilum. Og vel heppnuð samsæriskenningasmíð hjá spunameistaranum en algert bull auðvitað og gert til þess eins að hræra í flokknum rétt fyrir landsfund. Hvaða hagsmunum þjónar það……

Allir vita hvaðan Hannes Hólmsteinn er að koma þegar hann tjáir sig. Það er mikilvægt og hollt og sanngjarnt en vita allir hvaðan Guðmundur Ólafsson er að koma þegar hann talar um stjórnmál eins og hlutlaus fræðimaður? Skiptir það ekki máli nema þegar Hannes Hólmsteinn talar?

Ætli Davíð viti af þessu?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 8.6.2010 - 11:24 - 1 ummæli

Prnisippin hans Lúðvíks

Lúðvík Geirsson er hreint ótrúlega prinsippslaus stjórnmálamaður. Maðurinn er viðkunnanlegur í alla staði en sem pólitíkus gersamlega handónýtur. Það sannaði hann eftirminnilega þegar hann þorði ekki að standa við samning sem hann gerði um stækkun álversins í Hafnafirði. Kannski voru einhverjir búnir að gleyma því hversu Lúlli bæjó getur verið pólitískt léttvægur.

Lúðvík lagði allt undir í kosningabaráttu Samfylkingar í Hafnarfirði. Spunameistarar drógu fram alla frasana og Lúlli lagði störf sín óhræddur í dóm kjósenda. Allt annað en áframhaldandi meirihluti væri ósigur og skýr skilaboð. Barráttusætið tekið og allt var þetta stórmannlegt og strangheiðarlegt.

Söguna þekkjum við og Lúðvík var kjöldreginn og dómur féll af þunga. Engum manni flaug í hug að niðurstöðuna þyrfti að ræða frekar og næstu skref augljós enda Lúðvík lýðræðislega þenkjandi maður sem ber virðingu fyrir sjálfum sér og kjósendum.

Pólitísk og persónuleg niðurlæging Samfylkingarinnar og Lúðvíks er fullkomnuð nú þegar fulltrúi VG tryggir honum áframhaldandi starf sem bæjarstjóra næstu 2 árin.

Hvenær sigra menn í pólitík og hvenær tapa menn? Um það getum við þrasað út í hið óendanlega en í þessu máli liggur allt fyrir. Kjósendur voru hafðir að fíflum og allir tapa.

Og hér er ekki verið að grínast neitt….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 31.5.2010 - 19:09 - 5 ummæli

Dellan hjá Illuga og Hallgrími

Ég heyrði á tal þeirra Illuga Jökulssonar og Hallgríms Thorsteinssonar í ríkisútvarpinu mínu nú síðdegis. Ég veit ekki hvað þessi þáttur heitir en hann ætti að heita útvarp Samfylking enda getur Hallgrímur illa dulið það hvert hans pólitíska blóð rennur þó hann vinni hjá okkur öllum.

Hallgrímur fullyrti þar að stjórnandastaðan í þinginu hafi farið neðar í leðjuna í málflutningi sínum, öfugt við stjórnarflokkana, en áður hafi þekkst. Þarna er Hallgrímur líklega að vísa í baráttu stjórnarandstöðu og þjóðar fyrir höfnun Icesave samninganna. Kyngimögnuð söguskýring hjá útvarpsmanninum og hún verður fáránlegri með hverjum deginum.

Þegar kom að umræðum um fjórflokkinn margumtalaða opinberaði fyrrverandi ritstjóri DV delluhrokann sem hann ber til Sjálfstæðsflokksins og þess stóra hóps sem kýs þann flokk.

Hann talaði um að sá flokkur stæði ekki fyrir neitt nema þá kannski frelsi einstaklingsins og annað ekki og hann væri í raun bara fyrir öðru fólki sem hefði almennilegar hugsjónir. Auk þess væri fólk þar sífellt að takast á um hlutina eins og það sé vond staða fyrir stjórnmálasamtök. Gaman væri að heyra Illuga setja Samfylkinguna og VG inn í þetta sama mengi…

Alveg magnað hvað menn sem telja sig vera stadda í Samfylkingarkaffiboði en ekki í útvarpsþætti allra landsmanna geta missti sig í þvælu þegar pólitísk hjörtu slá fallega saman.

Og í raun stórmerkilegt að ég skuli láta þetta pirra mig því þetta er daglegt brauð og algerlega fyrirséð.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 31.5.2010 - 13:36 - Rita ummæli

Gnarr og Besti flokkurinn

það er þetta með Besta flokkinn. Hann ætlar að fara að stjórna borginni og það með húmorslausasta stjórnmálamanninum. Manninum sem er eiginlega lifandi dæmi um akkúrat það sem Besti flokkurinn vill ekki standa fyrir. Dagur B ryður út úr sér innihaldslitlum frösum í löngu máli á þann hátt að Georg Bjarnfreðarsson gæti vart betur.

Nú fer málið nefnilega að vandast. Gnarr sýndi það síðustu dagana fyrir kosningar og nú eftir þær að hann er hættur að djóka. Enda er ekkert djók að stjórna borginni. Reyndar talaði hann um að borgin byggi vel að embættismönnum og því væri öllu óhætt.

Ég hélt að flestir vildu færa völdin frá alltof valdamiklu embættismannakerfi borgarinnar og aftur til fólksins í gegnum kjörna fulltrúa. En Gnarr ætlar að láta þetta gamla kerfi taka ákvarðanir sem hann sjálfur þarf svo að bera pólitíska ábyrgð á. Byltingin lifi!

Besti flokkurinn er besti flokkurinn þegar hann er í minnihluta þó stærstur sé. Margt bendir til þess nú þegar að Jón Gnarr sé að tapa húmornum. Vissulega fékk hann innivinnuna sem hann langaði í en ég er ekki alveg viss um að hún verði svo þægileg….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur