Hvernig stjórnmálaflokkur er Samfylking? Formaður flokksins segir eitt og gerir á meðan baklandið brennur og sendir frá sér yfirlýsingar sem eru úr allt annarri átt. Ráðherrar jafnvel heimta, að vísu undir rós sumir, stjórnarslit og kosningar.
Af hverju Geir tekur ekki af skarið og krefur flokkinn um eina afstöðu er mér fyrirmunað að skilja. Þetta er orðinn hreinn farsi þar sem Ingibjörgu Sólrúnu virðist hreinlega hafa verið steypt af stóli. Geri mér grein fyrir því að hún getur ekki tekið fullan þátt í atburðum en ekki finnst mér mikil reysn yfir því hvernig hennar eigið fólk umgengst hana.
Á meðan á þessu öllu gengur heldur Geir bara sínu striki. Jafnaðargeðið gríðarlegt og yfirvegunin. Eitt er víst að ekki myndi ég hafa nennu til að starfa í þessu umhverfi. Nógu erfitt hlytur að vera að vinna í því neikvæða ástandi sem ríkir þó samstarfsflokkurinn sé ekki allur upp í loft.
Nú á Geir að taka frumkvæðið og slíta samstarfinu sjálfur enda ekkert samstarf lengur í boði. Það er engin uppgjöf, heldur bara raunsætt mat á stöðunni. Samfylkingin er óstjórnhæf og vill út. Þá er ekki eftir neinu að bíða.
Röggi.