Miðvikudagur 7.5.2008 - 16:05 - 2 ummæli

Hvenær má segja fólki upp störfum?

Hvenær má segja fólki upp störfum? Og hvernig á þá að standa að því? HB grandi sagði upp fólki og sumum þykir það nánast eiga að vera ólöglegt en til vara að fullnægjandi skýringar skulu fylgja uppsögninni. Hvaða skýringar teljast svo fullnægjandi er látið liggja milli hluta.

Vinnuveitendur eru vont fólk. Fólk sem gerir sér það að leik að reka fólk. Nei, þannig er það varla. Hverjir er betur í stakk búnir til þess að ákveða hverjir starfa hjá fyrirtækjum en þeir sem eiga það og reka? Hver ber ábyrgð á rekstrinum gagnvart hluthöfum ef formið er þannig?

Ákvörðun um að láta fólk fara er örugglega ekki tekin nema af yfirvegun. Stundum þarf jafnvel að láta fólk fara þó það hafi langan starfsaldur. Og stundum bara vegna þess að viðkomandi stendur sig ekki. Allt getur þetta verið eðlilegt. Eru ekki til lög um hópuppsagnir? það hjálpar klárlega.

Mér finnst margir fastir í eldgamalli hugsun fastráðningakerfis ríkissins. Við höfum séð hvernig það kerfi virkar. Ekki er nokkur einasta leið að segja upp starfsmanni nema hann gerist brotlegur við hegningarlög. Engu skiptir hvort aðilinn stendur sína plikt eður ei. Þannig system þjónar að mínu viti hvorki hagsmunum vinnuveitenda né launþegans og er ekki hagkvæmt.

Við ættum kannski að snúa þessu á haus og skikka fyrirtæki til að ráða fólk. Held að flestir skilji að það er út í hött, af viðskiptalegum ástæðum og reyndar fleirum. Rökin gilda í báðar áttir.

Uppsagnir eru grafalvarlegur hlutur og engin ástæða til þess að gefa neitt eftir í því að menn standi löglega að þeim. Og aldrei verður eða má verða hægt að skylda menn til að hafa fólk í vinnu ef eigendur telja sig ekki geta það eða þurfa.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 7.5.2008 - 08:49 - 5 ummæli

Meira fé til íþrótta.

Ég varð þess heiðurs njótandi að fara ásamt fríðum hópi á NM ungmenna í í körfubolta í svíþjóð um daginn. Fjórir dómarar og fjögur lið. Frábær ferð í alla staði og það verður seint logið upp á svía að þeir kunna að skipuleggja viðburði af þessu tagi.

Þeir sem vilja verðleggja árangur af svona ferðum eftir verðlaunapeningum hafa kannski orðið fyrir vonbrigðum en við sem þarna vorum vorum að rifna af stolti yfir okkar fólki. Mikill fjöldi foreldra horfi á íslensku liðin standa sig frábærlega.

Öll framganga íslenska hópsins til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Og það er í þessu samhengi sem ég er að hugsa um það af hverju íþróttir eru hálfgert olnbogabarn þegar kemur að fjáveitingum ríkisins. Getur verið að það sé einhverjum hulið að íþróttir eru bráðhollar og þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting?

Reyndar er það ekki nýtt að störf með manneskjur séu ekki talin sérlega mikilvæg sé tekið mið af launum. Heilbrigðis og ummönnunarstéttir allra landa kvarta sáran svo ekki sé minnst á fólkið sem tekur að sér uppeldi barna okkar að stórum hluta hvort heldur um er að ræða kennara eða leikskólafólk. Umsýsla með peninga fyrir framan tölvuskjái tekur þesu öllu fram.

Og vinna með börn og unglinga hjá íþróttafélögum. Litlu virðist skipta þó kannanir sýni að íþróttir eru líklegri en ekki til að forða unglingum frá óreglu eða að þeir sem leggja stund á íþróttir sýni betri námsárangur. Útgjöld ríkisins til málaflokksins eru hlægileg í raun.

Hef á tilfinningunni að sveitarfélögin séu að reyna að koma til móts við félögin í auknum mæli en betur má ef duga skal því eins og kröfurnar eru orðnar í dag þá rísa félögin varla lengur undir rekstri enda að stórum hluta byggð upp á vinnu sjálfboðaliða. Stundum held ég að þeir sem ekki þekkja vel til haldi að íþróttafélög séu stofnanir eins og háskólinn. Það sé lögmál að þau séu til staðar.

þannig er það ekki. Íþróttafélög eru ekki sterkari en þeir sem tilbúnir eru að fórna öllum sínum frítíma og meira til eru. Veit mætavel að í mörg horn er að líta hjá fjárveitingavaldinu þegar kemur að því að útdeila fé. Margir munnar að metta. Og ófá og oft misgáfuleg gæluverkefni flokksgæðinga úr öllum flokkum þurfa sitt.

Þá virðast málaflokar eins og íþróttir sitja hjá. Samt er það þannig að þau eru ekki mörg samtökin sem telja fleiri félagsmenn en samtök íþróttafólks. Hvernig stendur á því að ekki virðist hægt að setja nægan þrýsting á aukinn skilning fjárveitingavaldsins? Það fatta ég ekki.

En kannski er von. Þorgerður Katrín er bæði yfirmaður íþróttamála og á kafi sjálf í íþróttum. Ef einhver gæti og ætti að ná mælanlegum árangri þá er það hún. Mig rekur hreinlega ekki minni til þess að við höfum haft svona íþróttasinnaðan menntamálaráðherra áður.

Kannski væri ráð að bjóða Ingibjörgu og Geir á næsta NM að ári. það er nefnilega víðar unnið magnað starf en hjá bönkum sem bjóða í ferðir til tunglsins til að vera viðstaddur kokkteilstund með fyrirmennum. Á hvejum einasta degi eru að vinnast stórsigrar í starfi íþróttafélaga.

Getur verið að þetta fari framhjá fólkinu sem við höfum kosið til að stjórna landinu?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 7.5.2008 - 00:15 - Rita ummæli

Heftandi útgangspunktar.

Það er eins og við manninn mælt. Nú spretta fram menn sem hafa kallað úlfur úlfur í hvert einasta skipti sem stjórnvöld hafa gert nokkurn skapaðann hlut síðustu tvo áratugina liggur mér við að segja. Ég vissi það hrópa menn í taumlausri gleði liggur mér við að segja yfir eigin visku.

Tækifærismennska oft segi ég. Það er bara þannig að flest orkar tvímælis sem gert er. Þeir sömu og garga núna vegna aðgerðaleysis garga líka þegar eitthvað er gert. VG hefur líka rétt fyrir sér af og til og yfirleitt þegar allt stefnir á versta veg enda sjá þeir glitta í ragnarrök í hvert einasta skipti sem skipt er um kúrs. Hvenær skyldi einhverjum detta í hug að gera úttekt á því sem þeir höfðu ekki rétt?

Guðmundur Gunnarsson bloggari með meiru er í stuði núna. Hann vissi alveg að allt færi til fjandans auðvitað. Það er vegna þess að vondir öfgamenn til hægri flæmdu hann úr sjálfstæðisflokknum og tóku hann gíslingu. Og hafa upp frá því unnið sleitulaust að því að eyðileggja íslenskt efnahagskerfi. Og það sem er verra.

Þeir hafa beitt blekkingum og líklega lygum til þess að árangur þeirra yrði sem mestur og bestur við meðvitaða niðurrifsstarfsemina. Ég verð nánast orðlaus við lestur svona greina. Hvernig dettur nokkrum manni annað eins í hug?

Getur verið að hér séu við völd menn og konur sem beinlínis hafi illan ásetning? Við höfum orðið vitni að því undanfarin ár að ýmsir hér halda svona löguðu fram. Baugsmenn riðu á vaðið og hófu að níða niður lögreglu og dómsvald og aðrir hafa svo tekið við því keflinu. Sá tími virðist liðin að fólk trúi á að ráðamenn geti gert heiðarleg mistök. Nú er allt mannvonska.

Frjálshyggja með stóru effi upphaf og endir alls sem nú hrjáir okkur. Barnalegt finnst mér. Kannski sakna Guðmundur og þeir gömlu tímanna þegar allt var gegnsósa í alvöru pólitískri spillingu. Liðónýtir stjórnmálamenn voru bókstaflega allsstaðar og allt í kring. Haftatímabilið í algleymi. Fólk grátbað senditíkur flokkanna sem plantað var í banka um lán en þeir voru þá uppteknir við henda peningum í flokksgæðinga hægri vinstri og skila bönkunum frá sér án hagnaðar. Það voru öðruvísi erfiðir tímar.

Þá var hægt að tefla fram fræðingum um allskyns hyggjur og isma eins og í dag. Allir eru og voru með töfralausnina. Nú sóttu menn atvinnumann frá skóa í chicago í því að spá fyrir um það sem búið er að gerast. Glænýr messias sem stjórnarandstæðingar taka fegins hendi. Hann segir það sem þeir sem borguðu farið fyrir hann vilja heyra. Reyndar röflar hann eitthvað um að evran sé ekki lausnin en enginn tekur sérstaklega eftir því. Hvernig stendur á því? Örugglega velviljaður maður og góður.

Nei, vel má vera að Guðmundur og hans fylgismenn hafi rétt fyrir sér. Kannski hafa þeir sem hafa valist til þess að stjórna einir manna ekkert vit á því hvernig á að gera það. Og hugsanlega hefði verið betra að halda hér í gamla systemið með slæmum stjórnmálamönnum og slæmum verkalýðsleiðtogum sem reyndu án afláts áratugum saman að tryggja verklalýðnum mannsæmandi kjör algerlega án árangurs.

það voru tímarnir þar sem þjóðin missti gersamlega trú í því góða fólki öllu saman. Ég engin undantekning en aldrei datt mér þó í hug að öll þau endalausu msitök sem þá voru gerð við samningaborð ítrekað væru neitt annað en heiðarleg mistök.

það er nefnilega svo heftandi fyrir hugann að trúa á hitt.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 24.4.2008 - 12:51 - Rita ummæli

Pólitísk fötlun.

Pólitík getur verið lamandi. Ég berst sjálfur við það að detta ekki í það að tengja allt og alla við pólitík. Gengur misvel. Nú lifum við tíma þar sem mörgum finnst öllu til fórnandi til að reyna að koma pólitísku höggi á menn.

Bloggarar þar á meðal. Hver á fætur öðrum hamast nú við að nota eðlilegar aðgerðir lögreglunnar gegn skríl sem hefur talið sig starfa í nafni þjóðarinnar sem tæki til að koma höggi á Björn Bjarnason.

Þegar kemur að pólitískri rétthugsun er bara allt leyfilegt. Hvaða máli skiptir það þá að grafa undan lögreglunni? Auka á virðingarleysið. Kannski endar þessi leikur með því að við þurfum ekki lengur að flytja inn fólk sem misþyrmir lögreglunni.

Pólitíkin getur verið lamandi og ég reyni eftir fremsta megni að vera á varðbergi gangvart sjálfum mér. Ef ég sofna á verðinum gæti ég endað eins og Jónas Kristjánsson! Og margir fleiri reyndar, og sumir allajafna öndvegis, en þegar kemur að helv.. pólitíkinni þá fer allt úr skorðum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 24.4.2008 - 00:25 - Rita ummæli

DV að gefast upp?

Nú fer væntanlega að styttast í að útgefendur DV gefist upp. Það kæmi mér vissulega ekki á óvart. Veit ekki hver kaupir blaðið og eins og staðan er orðin núna þá þurfa menn ekki lengur að eiga svona fjölmiðil.

Nú fæst blaðið ekki lengur í sjoppunni minni. Þar er linnulitil traffík en nú þykir ekki lengur svara kostnaði að aka blaðinu þangað af því að ekki seljast fleiri en 10 eintök.

Fyrstu merki þess að endirinn sé í augsýn…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 23.4.2008 - 13:26 - 8 ummæli

Lögreglan loks farin að sinna skyldum sínum.

Hvernig gat þetta endað öðruvísi spyr ég? Menn með einbeittan brotavilja hljóta á endanum að verða teknir úr umferð. Allt annað er lögleysa. Vörubílstjórar eða pólverjar, allir búa hér við sömu löggjöf og ber skylda til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu. Þeir sem ekki sjá þetta grundvallaratriði eru í mínum huga á rangri leið.

Hvaða hvatir eru það hjá fólki sem grýtir grjóti í annað fólk? Að ég tali nú ekki um lögreglu sem er í fullum rétti við að halda hér upp lögum og reglu. Hver getur varið svona framkomu?

Enginn auðvitað en fjölmargir telja samt að þessi lögbrjótar og nú ofbeldismenn hafi svo góðan málsstað að þetta sé rétt mátulegt á þessa andskota. Sem eru þá væntanlega, lögregla, olíufélög og stjórnvöld.

Ég fagna eindregið því að lögreglan hafi nú ákveðið að sinna skyldum sínum og stöðva þessa ósvinnu. Í okkar þjóðfélagi er fullt málfrelsi og tjáningar. Hver einasti þegn getur komið skoðunum sínum á framfæri á alla hugsanlega vegu. Þeir sem af einhverjum ástæðum telja sig þurfa að brjóta lög í leiðinni eiga að mínum dómi að svara til saka fyrir það.

Nú reynir á styrk stjórnmálamanna. Ekki er vafi í mínum huga að nú rjúka upp til handa og fóta grútslappir pólitíkusar sem gagnrýna lögregluna og framgöngu hennar. Populistar sem ekki geta eða þora að sjá stóru myndina. Því miður nær það fólk alltof oft eyrum almennings og það sem verra er, fjölmiðlamanna.

Hvernig væri nú að taka vörubílstjórana út úr jöfnunni og líka málsstaðinn þeirra, sem snýst auðvitað ekki um bensínverð, og setja í staðinn pólverja eða lítháa með einhvern málsstað sem þeir telja heilagan og hafin yfir guð og aðra. Ekki spurning að þá vildi almenningur setja stopp og beita til þess nauðsynlegri hörku.

Það er mergurinn málsins. Lögbrot ber að stöðva og ítrekuð skipulögð lögbrot ekki síst. Óháð því hver fremur þau og hvað viðkomandi segist vilja hafa sem málstað þegar lög eru sniðgengin.

Hver skilur þetta ekki?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 20.4.2008 - 00:01 - 2 ummæli

Orðdólgurinn jonas.

Ég var búinn að gleyma Jónasi Kristjánssyni. Magnað alveg því maðurinn er ógleymanlegur. Síðustu ár hans sem ritstjóra DV verða lengi í minnum höfð, hélt ég. Lágkúran sem hann birti í blaði sínu nánast daglega var þannig að menn trúðu vart eigin augum.

Hann var látinn hætta því. Dró sig í hlé, löngu verðskuldað hlé og fór á hestbak held ég,. Heldur snautleg burtreið gamla meistarans. Ég fann ekki fyrir söknuði.

Og nú bloggar hann af mikilli innlifun. Bloggarinn jonas er bitur maður og reiður og man aldrei eftir neinu jákvæðu. Hann er sérfróður sem aldrei fyrr og hann er líka orðljótur og stóryrtur. Hálfgerður orðdóni.

En hann er lesinn öfugt við það sem gerðist síðast þegar hann hafði lifibrauð sitt af því að skrifa. Ætli það sé vegna þess sem hann er að reyna að koma til skila eða vegna stóryrðanna sem hann velur frekar en ekki?

Umbúðir umfram innihald. Okkur lesendum er að fara aftur því ekki hefur jonasi farið neitt fram.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 19.4.2008 - 10:15 - 1 ummæli

Lögfræði Lúðvík bæjó.

Skrifaði um þetta um daginn og geri það aftur núna. Samkeppnistofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að kaup OR á hlut hafnarfjarðarbæjar í HS sé ólöglegur gjörningur. Hef ekki kynnt mér þennan úrskurð en geng barasta út frá því að hann sé eðlilegur.

Bæjarstjórinn minn hann Lúðvik Geirsson hefur nefnilega tjáð sig um þetta mál fyrir nokkru. Þar tók hann afdráttarlaust þá afstöðu að honum kæmi úrskurður samkeppnisstofnunar hreint ekkert við. Hann væri með kaupsamning þar sem ekki væru fyrirvarar um úrskurð þessarar stofnunar. Síðast þegar ég tjáði mig um þessa heimspeki þótti mér hún á jaðri siðferðis.

Barnalegt hjá mér að halda að svoleiðis leiðindi vegi þungt í afstöðu stjórnmálamanns. Hætti því að hugsa um það en velti því fyrir mér hvurskonar lögfræði það er sem skyldar menn til að standa við samning sem klárlega þarf að fá úrskurð samkeppnisyfirvalda sem kemst svo að þeirri niðurstöðu að téðjur samningur sé ólöglegur.

Lúðvík vill fá aurinn og það get ég skilið en eitthvað er stórlega bogið við systemið ef OR verður að borga honum fyrir eitthvað sem ekki fæst keypt. Forsendubreytingar, skipta þær engu? Er það bara skylda kaupanda að samningur sé vel og löglega úr garði gerður?

Það er svo margt sem ég ekki skil.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 18.4.2008 - 23:37 - 1 ummæli

Útlendingaraus.

Er ekki stórhættulegt að skrifa um útlendinga? Og hið meinta vandamál sem þeim fylgir. Hér opnar enginn munninn nema Jón Magnússon en hann segir það sem fjandi margir hugsa í þessum efnum. Ætti kannski að hætta hér svo ég eigi ekki yfir höfði mér málshöfðum fyrir dómstóli götunnar.

Fyrir þeim dómstól tapa hinir ákærðu ávallt og alltaf án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Hver vill dæmast til hæstu refsingar; annað hvort frjálslyndur eða rasisti nema hvoru tveggja sé.

Það er bara þannig hvort sem mér líkar það betur eða verr að mjög mörgum er orðið illa við útlendinga og þó sér i lagi Litháa og Pólverja. Svörtu sauðirnir úr þeim hópi virðast svartari en við eigum að venjast frá öðrum. Það er ömurlegt fyrir allt það góða fólk frá þesum löndum sem hér býr.

Schengen tryggir okkur að við getum illa fylgst með því hvort hingað koma misyndismenn í hópum til illra verka. Veit ekki mikið um landamæravörslu þannig séð en það veitir mér talsvert öryggi að vita til þess að fylgst er garnnt með því hvort leikfimifólk frá Kína eða stripparar séu að dandalast hingað okkur til ama.

Á meðan árvökulir verðirnir hafa ekki augun af listdönsurum frá austur evrópu labba hingað til lands að mér virðist að mestu óáreyttir ótýndir glæpamenn sem hefja fljótlega blómlegan rekstur og laganna verðir horfa svo bara á og ætlast til þess að þeir leysi sín mál sjálfir.

Veit að þetta er einföldun en ég er ekki einn um að skilja hvorki upp né niður í þessu. Er ekki eitthvað bogið við þetta hjá okkur?

Við kannski stefnum í að verða það sem félagi Shirinovsky lagði til um árið…..

Hvað var það nú aftur?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 18.4.2008 - 23:06 - Rita ummæli

Illa launuð flugstörf.

Hvernig má það gerast aftur og aftur að starfsfólk í flugbransanum getur ekki samið við vinnuveitendur sína öðruvísi enn með látum? Gríðarlega eftirsóknarverð störf og fram til þessa hef ég haldið og heyrt að þau séu vel launuð. Launin fæla allavega ekki nokkurn mann, eða konu, frá svo mikið er víst.

Þessar starfstéttir eru eiginlega þær einu sem nýta sér verkfallsréttinn til gagns. Enda finnur ferðaóð þjóðin fyrir því ef flugmenn vanhaldnir í launum ákveða skyndilega að vinna samkvæmt kjarasamningi sínum. Það gera þeir eins og kunnugt er helst ekki nema þeir séu þvingaðir til þess af ósveigjanlegurm vinnuveitendum! Hver skilur svona system?

Svoleiðis kalla þeir reyndar ekki aðgerðir. Þó er það þannig að þetta undarlega háttarlag þeirra setur allt úr skorðum. Þetta nægir venjulega til þess að þeir fá óskir sínar að mestu uppfylltar. Þá taka þeir að sjálfsögðu til við að vinna eftir gamla kerfinu sem er ekki samkvæmt kjarasamningi þeirra! Hjálp.

Þeir nefnilega standa ekki bakvaktir nema þeir séu ánægðir. Þegar þeir verða óánægðir með kjör sín er bakvakta fyrirkomulagið ómanneskjulegt og slítandi. Samt vita það allir er það ekki að ekki er hægt að reka flugfélög án þessa kerfis.

Auðvitað er ekki hægt að kenna einum um þegar tveir deila. Mér er þó enn í fersku minni fyrr í vetur þegar flugmenn neituðu að fá félagsdóm til að úrskurða um ágreining þeirra vegna kjarasamnings þeirra við Icelandair. það var kostuleg uppákoma sem í mínum huga veikti þeirra málatilbúnað allan verulega.

Flugfreyjur eru líka óánægðar. Þó vilja allir vinna þau störf líka, enda alkunna að þau störf þykja vel launuð og fríðindi talsverð. Stefnir í verkfall. Þá man ég skyndilega eftir árvissri ólund flugumferðastjóra með sín kjör. Flestum þykja laun þeirra skítsæmilega samanburðarhæf við önnur.

En þessum stéttum dugar þó að jafnaði ekki þær kjarabætur sem bjóðast almennt. Hvurslags er það.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur