Þriðjudagur 13.11.2012 - 10:38 - Rita ummæli

Sighvatur Björgvinsson hefur heldur betur hreyft við fólki með greinum sínum. Margir verða til þess að svara honum og sumir fullum hálsi og það fer fólki misvel.

Auðvitað eru greinar Sighvats þannig að þeir sem taka þær til sín siga erfitt með annað en að finnast duglega að sér vegið. Enda erum við öll meira og minna svo sjálfhverf!

Stíll og framsetning ráðherrans fyrrverandi kallar á þessi viðbrögð. 

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 12.11.2012 - 15:14 - Rita ummæli

Hálfnaður sigur Árna Páls

Sigur Árna Páls, sem hefur bætt sig og sinn pólitíska lestur verulega,  í prófkjörinu í kraganum eru tímamót. Hann skellir þeim arminum sem hefur ráðið för í flokknum á bakið. 

Og gerir það með yfirvegun og stæl. Hann veit að nú er ekki rétti tíminn til að höggva mann og annan, en sá tími gæti þó komið.

Honum hefði verið í lófa lagið að gera allt vitlaust þegar honum var sparkað af ráðherrastóli. Margir hefðu gert það en hann horfði lengra. Hann horfði á prófkjörið. Og hann horfði lengra en það…

Munurinn á Árna Pál og Katrínu finnst mér að hluta til vera sá að Árni Páll hefur svo augljóslega gríðarlega löngun til að vera formaður flokksins. Katrín aftur á mót virkar á mig eins og valinn fulltrúi klíkunnar sinnar frekar en kappsfullt leiðtogaefni sem ekki getur beðið eftir því að taka við.

Besti valkosturinn til þess að sigra Árna Pál. Það er alls ekki sexý og Samfylkingin ætti að vera búin að læra að þannig dugar ekki. Steinunn Valdís og Jóhanna er ágæt dæmi um þannig valkosti.

Nú tekur við slagur fram að formannskosningum. Árni Páll mun haga sér eins og sá sem valdið hefur og fyrir þá sem ekki eru innvígðir eru úrslit prófkjörsins þannig að hann er leiðtoginn.

Hann stendur fremstur í flokki hvort sem þessari klíkunni eða hinni líkar betur eða verr. Nú er það annarra að taka af honum formennskuna. Og það mun ekki gerast án átaka.

Hverjum dettur í hug að Árni Páll ætli að láta fólkið sem vængstýfði hann einu sinni gera það aftur nú þegar hann er með bestu spilin?

Röggi






Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 7.11.2012 - 00:11 - Rita ummæli

Að lesa út úr skoðanakönnunum

Galdurinn að lesa úr skoðanakönnunum er þeim hulinn sem sér fátt annað en pólitískt notagildi slíkra kannana, en þá bara ef niðurstaðan hentar pólitísku vaxtarlagi viðkomandi.

Þegar forsetinn okkar var kosinn skipti það andstæðinga hans máli að þátttaka var ekki í hámarki og atkvæði dreifðust á fleiri en hann. Slíkur forseti er ekki nógu góður forseti. Hann er ekki með nægan stuðning þjóðarinnar. Túlka varð fjarveru þess fólks sem ekki kaus án afláts sem andstöðu við þann sem flest atkvæði fékk. Auk þess sem það var talið veikja hann að hafa haft nokkra yfirburði yfir öfluga frambjóðendur.

Hún er landlæg bábyljan um að þeir séu sterkastir sem ekki fá nein mótframboð heldur eingöngu rússneskt klapp eftir að búið er að vinna að því daga og nætur baksviðs að koma í veg fyrir kosningar milli hæfra manna. 

Jóhanna er sterk af því að þar þorir enginn að taka slag sem allir vita að þarf að taka en það bara hentar ekki spunameisturunum. Og þá klappar samkoman. Bjarni Ben er veikur vegna þess að hann sigrar afar öflugan andstæðing. Merkilegt.

Svo hefur þetta fólk sumt nýja og aðra og hentuga skoðun þegar þjóðin mætir illa til leiks og afar lítill hluti atkvæðisbærra manna kýs sér stjórnlagaráð. 

Þá skipta þeir sem ekki mæta engu máli lengur. Þá er þjóðin að kjósa og fólk skreytir sig með lýðræðistali og allt er sögulegt nema auðvitað sögulega arfaslök mætingin.

Töluglöggir andstæðingar Ólafs Ragnars sem höfðu reiknað út hversu lítið hlutfall þjóðarinnar studdi hann í raun veru að teknu tilliti til þess hversu margir mættu og dreifingu atkvæða mega svo ekki heyra minnst á slíkar pælingar að aflokinni skoðanakönnun um tillögur stjórnlagaráðs.

Ég ætla mér auðvitað ekki þá dul að lesa hug þeirra sem ekki mæta og kjósa en ég gef harla lítið fyrir þá speki að það sé bara stundum sem þátttaka í kosningum skiptir máli og stundum ekki. Allt eftir pólitískri hentisemi.

Almennt er það fjandakornið þannig að lítil þátttaka veikir gildi kosninga. Það er vegna þess að hvert barn skilur að betra er að fleiri mæti en færri. 

Þeir sem ekki geta sæst á þetta sjónarmið fyrirfram hafa einir rétt til þess að vera með uppivöðslusemi þegar þeir tala út og suður allt eftir behag um svona mál. 

En það stendur upp á það fólk að skýra út fyrir okkur hinum hvaða prínsipp gilda í málinu. Önnur en pólitísk fötlun…

Röggi








Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 22.10.2012 - 14:23 - Rita ummæli

Akkúrat. Nú er búið að biðja þjóðina að hafa skoðun á skoðnakönnun um tillögur ráðgefandi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 16.10.2012 - 23:38 - 1 ummæli

Ofbeldi umræðunnar og stjórnarskrá

Okkur verður tíðrætt um umræðuhefðina. Þeir sem best bjóða í þeim efnum taka gjarnan stjórnmálastéttina sem dæmi um það hversu lágu plani sú umræða getur náð. 

Vissulega eru umræður á þingi of oft léttavarningur með ófullnægjandi innihaldslýsingum. Kannski þarf að taka tillit til þess að það alþingi sem við kusum síðast var ungt mælt í reynslu en hefur fengið að fást við sum erfiðustu mál sögunnar. 

Auk þess sem flokkar ýmsir hafa verið upp í loft meira og minna allt þetta kjörtímabilið og það verður vist aldrei góður heimamundur nokkrum manni í pólitík.

En hvernig skiptumst við hin á skoðunum? Hvers vegna ala sumir fjölmiðlar og netmiðlar einnig á fautaskap umræðunnar og næra þá sem mest hafa fram að færa í ofbeldiskenndu tali en minnst málefnalega?

Jón Magnússon hefur leyft sér að hafa eigin skoðanir á tillögum stjórnlagaráðs. Ekki hefur staðið á viðbrögðum hinna rétttrúuðu.

DV heldur úti netmiðli þar sem allt er leyfilegt ef ekki hreinlega æskilegt ef þeir sem skrifa og eða kommenta hafa réttar skoðanir og lumbra á fólki með óhentuga afstöðu.

Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar talar um illvilja Brynjars Nielssonar lögmanns sem ekki sér það sem hún sér. Þetta gerir Guðrún vopnuð hinni einu réttu skoðun og væntanlega með vottorð frá sjálfri sér um hlutleysi um eigin verk.

jonas.is hefur svo einn og sér orðið að kúltur hetju þeirra sem halda að nógu gildishlaðinn dónaskapur um persónur endurtekin nógu oft séu gagnleg umræða.   

Af hverju þarf sífellt að fara í manninn en ekki málefnin? Hvaða gagn gerir þannig nálgun til lengdar? 

Ofstækis og á stundum ofbeldistóninn hjá þeim sem gera lítið úr þeim sem ekki sjá hlutina „réttum“ augum er sorglegur. Það er sérdeilis ómálefnalagt að tala um það þessi eða hinn sé þetta eða hitt vegna skoðana sinna en ræða ekki það sem viðkomandi hefur fram að færa.

Ekki er óeðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á þjóðfundinum, ömurlegri þátttöku í kosningum til stjórnlagaráðs, ógildingu þeirra kosninga og svo því hvernig stjórnvöld kipptu dómsvaldinu til hliðar í kjölfarið og síðast en alls ekki síst á tillögum stjórnlagaráðs.

Það er beinlínis nauðsynlegt að þeir sem ekki eru sanntrúaðir fái notið sín í umræðunni. Og að um efann fáist málefnaleg umfjöllun. Þannig og bara þannig verður unnt að ná vísi að samstöðu þjóðar um stjórnarskrá.

Samstöðu sem allir viðurkenna að er svo mikilvæg þegar um slíkt plagg er rætt. Eins og málið lítur út núna eru stuðningsmenn tillagnanna helst færir um að finna samstöðu um það sem þeim finnst rétt og gera hinum upp annarlegan tilgang. 

Í þessari baráttu er allt leyft og þeim hampað mest sem minnstu hafa úr að moða þegar þarf að skiptast á málefnalegum skotum við fólk með öndverða skoðun. Og það einmitt þegar mest liggur við að hafa þrek og styrk til þess að ræða andstæð sjónarmið án upphrópana um persónur og leikendur.

Við eigum og megum hafa okkar skoðanir. Og við verðum að þola hvort öðru það. Þeir sem halda að það að breyta stjórnarskrá sé bara enn einn slagur um það að hafa pólitíska andstæðinga undir eru á villigötum. 

Um stjórnarskrá þannig hugsandi fólks verður aldrei sátt…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 16.10.2012 - 00:36 - Rita ummæli

Umræðan um kosningarnar um tillögur hins umdeilda stjórnlagaráðs tekur á sig kunnuglegar myndir. 

Lítill minnihluti þjóðarinnar tók þátt í kosningu til þessa ráðs sem svo reyndist ólögleg. Þá tók við farsakennd atburðarás sem í framtíðinni verður ekki kennd við neitt minna en Íslenska drullumallspólitík. Það var þegar ríkisstjórnin ákvað að gera þetta umboðslitla apparat andanþegið almennri löggjöf og skipa það samt.

En gott og vel. Tillögur ráðsins liggja nú fyrir og sitt sýnist hverjum. Stuðningsmenn niðurstöðunnar sem allmargir telja sig þinglýsta eigendur lýðræðislegra skoðana fara mikinn í málflutningi sínum og telja að þeir sem ekki hafa rétta skoðun séu þar með án frekari umsvifa eða umræðna óvinir lýðræðis og andsnúnir breytingum á stjórnarskrá.

Hvorki má hafa skoðun á aðferðinni sem beitt er né innihaldinu. Málefnaleg umræða meðla almennings er lítil sem engin. Þeir sem voga sér að reyna að hafa ígrundaða afstöðu sem ekki passar við rétttrúnaðinn eru skotnir í kaf án umræðu sem vondir menn með vondar skoðanir. 

Þeir eru til sem telja að það sé sniðug aðferð að breyta stjórnaskrá með hvaða hætti sem er bara ef breytingarnar henta þeirra eigin skoðunum. Hvort margir koma að því eða að sátt ríki um málið er aukaatriði víða. 

Þetta fólk sumt lítur á þetta debat sem einn einn hanaslaginn á hinum pólitíska vígvelli. Þar er sigurinn aðeins fenginn með einum hætti. Nefnilega að hafa „hina“ undir no matter what.

Og umræðan ber þessa víða merki. Með markvissum hætti höfum við komið okkur upp þeim fáránlega kúltur hér að besta leiðin til þess að rökræða sé að fara alltaf í manninn og sleppa rökræðum um það sem maðurinn segir. 

Því miður ætlar þetta stóra og umdeilda mál að verða afdalamennskunni að bráð. Það er vegna þess að þeir sem vilja fylgja tillögum hins umboðslitla stjórnlagaráðs hafa ekki þrek til þess að þola öðrum að sjá hlutina öðrum augum.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 18.9.2012 - 22:13 - Rita ummæli

Hvaða frétt er það að Baldur Guðlaugsson sé farinn að stunda vinnu? Hver fjölmiðillinn á fætur öðrum gerir sér mat úr því að hann hafi nú afplánað það sem honum ber og geti því, rétt eins og hvar annar, hafið vinnu með ákveðnum skilyrðum.


Fagmennska virðist vera aukabúgrein á sumum ritstjórnum þegar pólitíkin þarf eldsmat. Þá skulu menn eins og Baldur hundeltir og allt gefið skyn. Tóninn klárlega að eitthvað hljóti að vera óeðlilegt á ferðinni.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 16.9.2012 - 23:14 - Rita ummæli

Íþróttir eiga enga fulltrúa á þingi. Enginn stjórnmálaflokkur virðist vera með skýra stefnu í málinu. Sem er merkilegt þvi ÍSÍ er að ég held stærstu samtök landsins. Af einhverjum ástæðum verður samt enginn þrýstingum á að gera málaflokknum hærra undir höfði. 

Ráðherrar mennta og íþrótta hafa alltaf verið ráðherrar sem lítinn áhuga og skilning hafa á gildi íþrótta. Þeir hafa hins vegar haft mikinn skilning á því að það er gott mál að láta aka sér út á flugvöll og taka á móti afreksfólki okkar þegar það hefur náð árangri erlendis.

Þá vantar ekki áhuga á að stilla sér upp með krökkunum og baða sig í sviðsljósinu og halda ræður um gildin og fyrirmyndirnar og hvað það heitir nú allt sem ráðherrar halda að hljómi vel á svona stundum.






Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 16.9.2012 - 22:53 - Rita ummæli

Íþróttir eiga engan fulltrúa á alþingi. Þær eiga engan stuðning hjá neinum flokki og skilningur innan ríkisstjórnar á gildi íþrótta er varla mælanlegur.

Ég veit ekki hvort þetta er akkúrat svona en þannig lítur þetta út fyrir sumum þessi misserin. Hlutur ríkissins þegar kemur að útgjöldum íþróttasambandanna er hlægilegur. 

Listamenn fyrtast við ef fulltrúar stærstu samtaka landsins, ÍSÍ, voga sér að bera saman framlög til menningar og íþrótta. Af hverju er það ekki marktækur samanburður?

Ég legg til að stjórnmálamenn hætti að keyra út á flugvöll þegar sá hluti íþróttamenningar okkar sem heitir afreksfólk skilar sér heim með verðlaun um háls. 

Árangur okkar fólks er sannarlega afburða ár eftir ár í hverrri greininni á eftir annarri. Það gerist þrátt fyrir smánarlega aðkomu fjárveitingavaldsins að íþróttum. 










Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 12.9.2012 - 23:49 - Rita ummæli

Umsjónarmaður spegilsins Jón Guðni held ég að hann heiti nefndi það í kvöld að í gær hefði þátturinn fengið hagfræðinginn Þórólf Matthíasson til þess að lesa í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. 

Það væru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér ef speglinn hefði misst af því að fá Þórólf til verksins. Hann er svo oft kallaður til að það er í raun að verða tæknilegt álitamál hvort hann fer ekki að teljast einn af stjórnendum þáttarins.

Það er einstaklega metnaðarfullt að fá Þórólf til að gagnrýna þetta frumvarp. Líklega má halda því fram að engir tveir menn hér á landi hugsi eins um hagfræði og þeir tveir hann og Steingrímur Sigfússon.

Þórólfur væri aftur á móti kjörinn kynningarfulltrúi frumvarpsins og einarður baráttumaður fyrir flest það sem Steingrím og Indriða hefur dottið í hug.


Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur