Færslur fyrir mars, 2011

Miðvikudagur 16.03 2011 - 13:02

Mottumarsinn, líka fyrir viðkvæma

Marsmánuður er fyrirboði vorsins. Sól hækkar hratt á lofti og við njótum útiverunnar meir en á köldum og dimmum vetrarmánuðunum á undan. Við gleðjumst í hjartanu og hlökkum til sumarsins. Staðreyndir sem breyta samt ekki lífins gangi hjá okkur strákunum og sem erum hvort sem er oftast glaðir. Við tökum allir þátt í mottumarsinum á […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 12:51

Brestir og vonir

Barátta árstíðanna stendur nú yfir og í gær lá vorið í loftinu, og andvarinn bæði kaldur og hlýr í senn. Klakaböndin slitnuðu í móunum á heiðinni minni og margir lækir urðu til, þar þeir undir öðrum kringumstæðum áttu alls ekki heima. Drulluslettur komu á buxnaskálmarnar sem eru kunnuglegar frá því gamla daga, þegar maður var lítill drengur og […]

Mánudagur 14.03 2011 - 13:02

Vanmetnar tölur vegna hjólaslysa barna

Vegan umræðu um að hjálmar séu ekki nauðsynlegir við hjólreiðar er rétt að benda aftur á grein eftir Einar Magnús Magnússon fulltrúa hjá Umferðarstofu í Fréttablaðinu um helgina og þá sérstaklega á tölur (mynd) frá Rannsóknanefnd umferðarslysa sem nær aðeins til slysa sem tilkynnt voru til lögreglu. Flest slys vegna barna sem detta á hjóli eru þarna ekki meðtalin […]

Laugardagur 12.03 2011 - 12:34

Flug og fall, á hjóli

Það er margt furðulegt í heiminum og eftir því sem maður verður eldri, því gáttaðri verður maður oft á dægurumræðunni. Málefnin dagsins hafa líka legið mis hátt undanfarið en fátt toppar umræðu sem hefur verið gegn lögleiðingu almennrar notkunar höfuðhjálma á hjólum. Ekki síður málflutning þeirra sem ná að tengja lögin við verri lýðheilsu og sem hefti áhuga […]

Fimmtudagur 10.03 2011 - 12:13

Eru sýklalyfin hætt að virka?

Þessa spurningu fékk ég á göngutúrnum mínum úti í snjónum í gær þegar sól skein á skjannahvíta heiðina og maður gat ekki hugsað sér neitt fegurra og hreinna en nákvæmlega umhverfið þar sem ég stóð. Spurningu sem tengist mannanna verkum og afleiðingu viss sóðaskaps í heilbrigðismálum undanfarin ár. Vissa samlíkingu höfum við í öðru nærumhverfi og sem við höfum verið […]

Miðvikudagur 09.03 2011 - 07:59

Enn dregst bólusetning gegn miðeyrnabólgu barna á Íslandi

Í dag er Öskudagurinn, gleðidagur barnanna. Fréttir dagsins herma engu að síður að seinkun verði á að tekin verði upp bólusetning gegn pneumókokkum,  (Streptococcus pneumoniae) algengasta og einum alvarlegasta meinvaldi ungra barna á Íslandi í dag. Foreldrum finnst sjálfsagt skrítin sú tregða yfirvalda að taka upp eina gagnlegustu bólusetningu sem völ er á gegn smitsjúkdómum barna og einni […]

Þriðjudagur 08.03 2011 - 18:43

Púður á sprengidag

Umræðan í dag um bankastjóranna er ansi eldfim og púðrið er heitt og þurrt. Fólki blöskrar græðgi þeirra sem fara með og geyma þá fáu peninga sem eftir eru í landinu. Og allra mest blöskrar fólki þróun mála miðað við það sem á undan er gengið og almenna launaþróun í landinu.  Hvað halda þessir menn […]

Mánudagur 07.03 2011 - 12:39

Morgunsárið

Í nótt gekk á með þrumum og eldingum meðan ég svaf svefni hinna saklausu. Á morgungöngunni fékk ég hins vegar mikið stormél í fangið, svo mér stóð ekki á sama. Síðastliðnar vikur hef ég fylgst með morgunbirtunni á austurhimninum sem varla er nema örlítil glæta svo snemma morguns. Í morgun þegar ég kom heim var hins […]

Sunnudagur 06.03 2011 - 10:17

Sjávarkjallarinn

Í vikunni fór ég út að borða með konunni minni af sérstöku tilefni. Fyrir valinu varð veitingarstaður sem mig hefur lengi langað til að heimsækja og sem heitir Sjávarkjallarinn. Ástæðan var ekki sú að ég væri góðkunnugur í Geysishúsinu í gamla daga, þegar ég var eins og grár Vesturbæjarköttur að reyna að selja fréttablöð eða […]

Fimmtudagur 03.03 2011 - 21:57

Slitnir hörpustrengir

Ég var einn af þeim bjartsýnu sem ætlaði að reyna að fá miða á opnunartónleika Hörpunnar 4 og 5. maí næstkomandi. Reyndi ítrekað þar til tölvukerfið hrundi í miðasölunni. Síðar frétti ég að aðeins hefðu verið um 800 miðar í boði fyrir þjóðina en rúmlega 2000 miðar voru þegar fráteknir fyrir boðsgesti og „fastagesti“. Ég […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn