Mikill skjálfti virðist kominn í lyfjaframleiðendur erlendis ef marka má fréttir síðustu daga. Haft er eftir framkvæmdastjóra lyfjarisans Roche að íslenski örmarkaðurinn sé það lítill að hann skipti fyrirtækið ekki máli og það íhugi að hætta sölu lyfja til landsins vegna óstöðugs lyfjaverð á algengustu lyfjum. Eins er farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti […]
Það er ekki laust við að maður fyllist ákveðinni svartsýni og kvíða á þessum svarta föstudegi þegar yfir okkur rignir eldi og brennisteini og sem nú nálgast sjálft höfuðborgarsvæðið. Sumir hafa þurft að yfirgefa húsin sín á suðurlandi sl. vikur, ekki síst undir Eyjafjöllum. Mikill fjöldi húsa og íbúða standa hins vegar yfirgefin og tóm þessa daganna […]
Mikil öskumengun eins og íbúar í Vík í Mýrdal og öðrum stöðum undir Eyjafjallajökli og Vestur-Skaftafelssýslu mega nú þola getur breytt degi í nótt auk þess að geta valdið miklum búsifjum. Landlæknisembættið hefur gefið út ráðleggingar varðandi hugsanlegt heilsutjón sem kann að hljótast af öskumengun sem leggst ílla í öndunarfærin og augun. Auk þess getur […]
Það hefur lengi blundað í mér að koma orðum að því og lýsa hvernig manni líður í og eftir hafa verið viðstaddur jarðarför ættingja, vins eða samferðarmanns. Undanfarið hefur þessi tilfinning ,eða réttara sagt hughrif, sótt meira og meira á mig, einkum hvað samferðarmennina varðar. Það er ekki vegna þunglyndis heldur dapurleika þess hvernig komið er fyrir þjóðfélagi sem ég átt […]
Mjög einkennilegs tóns gætir nú hjá bloggurum eyjunnar og reyndar þjóðarsálinni. Pólitísk upplausn og vantrú. Stjórnmálaforustunni í dag virðist ekki ætla að takast það ætlunarverk sitt að blása til nýrrar sóknar. Nú er af fullri alvöru rætt um sjálfsprottið stjórnlagaþing og nýja stjórnaskrá. Að eiga sér ekki rætur er eitthvað sem fæstir Íslendingar kannast við. Við […]
Loks grillir í bólusetningu gegn algengasta heilsumeini barna á Íslandi, miðeyrnabólgunni. En að mörgu þarf að hyggja þar sem aðeins er verið að tala um bólusetningu gegn alvarlegustu meinvöldunum og meðhöndlun miðeyrnabólgu þarf að vera miklu markvissari en hún hefur verið hingað til. Flestir foreldrar kannast við þann vanda sem fylgir því að eiga eyrnaveikt barn. Ætla má að um […]
Ég hlustaði á athyglisvert viðtal við Dr. Huldu Þórisdóttur, félagssálfræðing í mannlegri hegðun í gær, í Kastljósþætti RÚV. Þar var fjallað um hugsanlegar skýringar á því sem gerðist fyrir hrun og sem reyndar var komið inn á í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hjarðhegðun var mikil hjá einsleitinni og fámennri þjóð sem auk þess var stoltust allra Evrópuþjóða. Það var […]
Á köldum vormánuði þegar öskuský liggur yfir landinu og allt flug liggur niðri um ótiltekinn tíma er sennilega best að leggjast undir feld eins og Þorgeir Ljósvetningagoði gerði þegar hann þurfti að hugsa sitt ráð. Nóg er af vandamálum fyrir alla. Forsetinn hefur þó þrátt fyrir allt verið að reyna að blása í menn kjark og […]
Sum mál er erfiðara að tala um en önnur. Kynferðisglæpir eru því miður allt of algengir í okkar þjóðfélagi, ekki síst kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Tölur á Íslandi ná aðeins til um 10-20% allra barna og þá frekar stúlkna en drengja. Ofbeldið er greinilega svínslegt í allri sinni ómynd og nær ógerningur er að átta sig á […]
Við hjónin áttum einu sinni þrjá Trabanta í röð. Þetta var fyrir meira en þremur áratugum. Góðir bílar og á góðu verði. Bílinn kostaði aðeins sem samsvaraði 3-4 mánaðarlaunum. Flestir höfðu þannig efni á þeim. Þeir voru mjög sparneytnir á eldsneyti og nokkuð öruggir. Einkunnarorð þessara bíla báru orð með rentu, „Skynsemin ræður“. Aðrir hefðu […]