Þessa spurningu fékk ég á göngutúrnum mínum úti í snjónum í gær þegar sól skein á skjannahvíta heiðina og maður gat ekki hugsað sér neitt fegurra og hreinna en nákvæmlega umhverfið þar sem ég stóð. Spurningu sem tengist mannanna verkum og afleiðingu viss sóðaskaps í heilbrigðismálum undanfarin ár. Vissa samlíkingu höfum við í öðru nærumhverfi og sem við höfum verið […]
Í dag er Öskudagurinn, gleðidagur barnanna. Fréttir dagsins herma engu að síður að seinkun verði á að tekin verði upp bólusetning gegn pneumókokkum, (Streptococcus pneumoniae) algengasta og einum alvarlegasta meinvaldi ungra barna á Íslandi í dag. Foreldrum finnst sjálfsagt skrítin sú tregða yfirvalda að taka upp eina gagnlegustu bólusetningu sem völ er á gegn smitsjúkdómum barna og einni […]
Umræðan í dag um bankastjóranna er ansi eldfim og púðrið er heitt og þurrt. Fólki blöskrar græðgi þeirra sem fara með og geyma þá fáu peninga sem eftir eru í landinu. Og allra mest blöskrar fólki þróun mála miðað við það sem á undan er gengið og almenna launaþróun í landinu. Hvað halda þessir menn […]
Í nótt gekk á með þrumum og eldingum meðan ég svaf svefni hinna saklausu. Á morgungöngunni fékk ég hins vegar mikið stormél í fangið, svo mér stóð ekki á sama. Síðastliðnar vikur hef ég fylgst með morgunbirtunni á austurhimninum sem varla er nema örlítil glæta svo snemma morguns. Í morgun þegar ég kom heim var hins […]
Í vikunni fór ég út að borða með konunni minni af sérstöku tilefni. Fyrir valinu varð veitingarstaður sem mig hefur lengi langað til að heimsækja og sem heitir Sjávarkjallarinn. Ástæðan var ekki sú að ég væri góðkunnugur í Geysishúsinu í gamla daga, þegar ég var eins og grár Vesturbæjarköttur að reyna að selja fréttablöð eða […]
Ég var einn af þeim bjartsýnu sem ætlaði að reyna að fá miða á opnunartónleika Hörpunnar 4 og 5. maí næstkomandi. Reyndi ítrekað þar til tölvukerfið hrundi í miðasölunni. Síðar frétti ég að aðeins hefðu verið um 800 miðar í boði fyrir þjóðina en rúmlega 2000 miðar voru þegar fráteknir fyrir boðsgesti og „fastagesti“. Ég […]
Í vikunni gekk ég upp á heiði sem klædd var að mestu dúnhvítum snjó sem var svo vinsamlegur að koma aftur nú í vetrarlokin. Engin spor eða neitt sem minnti á nýlegar mannaferðir. Aftur var ég aleinn og fótsporin mín mörkuðu landslagið svo ekki var hjá því komist að veita þeim athygli á bakaleiðinni. Og það var […]
Í dag er ég feginn að veturinn er kominn aftur og allt er orðið hvítt. Vorið var ekki tímabært og í raun algjör tímaskekkja enda margir farnir að hlaupa út undan sig eins og kálfar. Við höfum vel tíma til að fara yfir málin áður en vorið, tími væntinga og vona kemur. Vegna umræðunnar nú […]
Í Fréttablaðinu í morgun er heilsíðugrein „Í labbitúr með hjálm?“ eftir hinn ágæta pistlahöfund, stærðfræðinginn Pawel Bartoszek sem samt hefur ekki alveg áttað sig á einu auðskiljanlegasta lögmáli náttúrunnar sem kennt er við eðlisfræðinginn Newton og er um samspil aðdráttarafls jarðar, þyngdar og fallhraða og við lærðum um í barnaskólanum í gamla daga. Að minnsta kosti virðist […]
Ég hef alltaf litið upp til sauðkindarinnar, ekki síst forystusauðanna og litið á þá sem sanna Íslendinga, í dýraríkinu. Ekki síst ólátaseggina sem leita í kletta og láta ekki segjast eða bara vegrollurnar sem telja grasið alltaf betra hinum megin við veginn. Ekki má gleyma fjallalömbunum sem mergsogið hafa íslenska náttúru. Sauðkindin á þannig ótrúlega mikla samsvörun með okkur Íslandingum og […]