Stundum kemur læknisfræðin manni svo sannarlega á óvart, sérstaklega þegar hún flokkast ekki undir hin sannreyndu vísindi. Meðferðir sem þó áttu rætur til alþýðuvísinda gegnum aldirnar. Jafnvel árþúsundir aftur í tímann, en sem við týndum einhvers staðar á leiðinni. Í dag notum við enda oftast lausnir sem vísindin ein segja okkur að séu bestar. Oftast […]
Nú eru margir farnir að hlakka til sumarsins og þegar tekið fram hjólin sín úr geymslunum eftir langan vetur, ekki síst börnin. Ekkert kemur hins vegar betur í veg fyrir hjólaslysin en að varlega sé farið fyrstu daganna og að fullorðnir sýni börnunum gott fordæmi. Hjól séu vel yfirfarin og bremsur athugaðar. Hjólreiðar njóta auk […]
Mikið hefur verið fjallað um falsaðar kjötvörur og rangar merkingar á matvörum hverskonar sl. vikur. Ekkert virðist koma manni lengur á óvart, en hver fréttin reynir þó alltf að toppa þá fyrri og ganga lengra í að sýna hvað neytandinn hefur látið teyma sig lengi á asnaeyrunum. Hrosskjötsát úr oft nær sjálfdauðum dýrum sem blandað […]
Um jól hugsar maður oft langt og til ferðalaganna á árinu sem er að líða. Eins allra ferðanna sem maður á enn eftir að fara, óloknum köflum í lífinu. Í jólastressinu er líka fátt betra en hugsa til sveitasælunnar og nálægðar við fjöllin. Halla sér jafnvel upp að þeim, horfa á bleiku jólaskýin fyrir vestan […]
Í dag er Umferðaþing þar sem umræða um umferðaöryggi er megin málið. Í gær var fórnarlamba umferðaslysanna hér á landi minnst á Bráðamóttöku LSH og sem eru allt of mörg. Ekkert öryggistæki er hjólreiðamönnum jafn mikilvægt og hjálmur á hausinn. Allt annað tengist síðan vel útbúnu hjóli og góðum aðstæðum í umferðinni sjálfri sem getur komið í […]
Í velheppnaðri gönguferð á fjöll er fátt skemmtilegra en að hugsa um tindana. Ekki síst þegar maður er staddur í Norður-Afríku og ófært er vegna snjókomu og ísingar í yfir 4000 metra hæð. Hæsti tindurinn, Toubkal toppurinn sem ferðinni var heitið á, var einmitt í 4167 metra hæð. Í góðra manna hópi undir öruggri farastjórn. […]
Hvað gerist þegar sálin er brotin og langþreyttur líkaminn er búinn að fá meira en nóg? Þegar einskonar hrun verður innra með okkur og við fáum ekki alltaf skilið, en skiljum þó. Hver ertu duldi djöfull?, spyrjum við þá gjarnan okkur sjálf. Vefjagigt (fibromyalgia) er sállíkamlegur sjúkdómur í vöðvum, stoðkerfinu almennt og taugakerfinu, án vefrænnar eða […]
Göngur á ókunnugum slóðum er mitt uppáhald, ekki síst til að geta séð landið frá nýjum og ólíkum sjónarhól. Þegar tindarnir á fjöllunum reynast upphafið að nýju ævintýri og heimurinn tekur á sig nýjar myndir. Ég man vel daginn 21. júlí 1969 þegar ég var í sveit og fréttir bárust um alla heimsbyggðina að Ameríkani […]
Það hefur ávalt verið talinn mikill ósiður að gera smátt sem stórt í sundlaugarnar og sem eru okkar þjóðarstolt um land allt. Sömu sundlaugar og sundfólkið æfir síðan oft í, á kvöldin og um helgar. Jafnvel þótt klórinn nái að heft vöxt örveira sem borist geta með óvæntum úrgangi, í takmörkuð magni, og sem aðallega […]
Mikið er rætt um íþróttir alla daga sem er vel, enda vekja þær upp hvata til meiri hreyfingar og minna á hvað mannlegur líkami getur áorkað og hvar við getum sótt þróttinn. Líka áminning um óskina að fögur sál fylgi hraustum líkama og að maður er oftast manns gaman í leik. Ekki þarf heldur að efast um hvatninguna sem íþróttir vekja […]