Vor, er stutt orð. Kalt vor, er stutt setning. Sumrin á Íslandi eru líka stutt og nú er aðeins um mánuður í sumarsólstöður. Hvernig má þetta vera? Við bíðum og bíðum og áður en við vitum af er aftur farið að snjóa fyrir norðan og dýrin komin í hús. Og áður en maður veit af […]
Spennan er okkur í blóð borin, Íslendingum, hvernig ætti annað að vera. Blóðþrýstingur er okkur líka, eins og öllum öðrum, hjartans mál og afar mikilvægt að hann sé ávalt sem bestur. Í ólgu lífsins er spennan samt oft við suðumark og stundum sýður upp úr. Í lífsins leik getur spennan líka verið óbærileg, jafnvel bara […]
Það þarf ekki stórglæsilega Hörpu til að geta notið. Hljómlistar, litadýrðar eða menningar yfirhöfuð, allt hvernig á það er litið. Jöklaævintýri er t.d. aðeins hluti þess sem íslensk náttúra sjálf býður upp á. Maður þarf aðeins að vera tilbúinn að þiggja, vera með, ganga, horfa og hlusta. Með erfiðari göngum sem ég hef farið á lífsleiðinni var ferð […]
Síðdegis fór ég með konunni í síðdegisgöngu á Esjuna. Á fyrsta sumardeginum, ef svo má segja. Í 17° hita og drottningin skartaði svo sannarlega sínu fegursta. Kórónan sjaldan fallegri og tignarlegi, svo hvít og stór en samt svo fínleg. Það var eins og hún gréti gleðitárum þar sem lækjasprænurnar fossuðu fram úr giljunum. Á toppnum […]
Nýlega fjallaði ég um framtíðarfyrirmynd að sjálfbærni í landbúnaði og plönturæktun hverskonar hér á landi í Draumnum um aldingarðinn Eden. Önnur sjálfbærni sem snýr að samfélagi fatlaða er ekki síður mikilvæg, þar sem Íslendingar hafa verið í fararbroddi í bráðum öld. En nú eru blikur á lofti með áframhaldið. Í allri ljósadýrðinni sem naut sín […]
Í gær gerði ég og konan mín tilraun með félögum okkar í Út og vestur að komast á topp Snæfellsjökuls. Eftir 4 tíma göngu játuðum við okkur sigruð í þetta sinn. Í 1200 metrum og þegar ekki sást lengur úr augum og aðeins rúmlega 200 metrar eftir, var upphaflegt takmark tilgangslaust. Ferðin var engu að […]
Til að einfalda vandamálið sem snýr að sýklalyfjaónæmisþróun hér á landi og aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn henni, sem ég og ýmsir aðrir teljum mjög alvarlega þróun, vil ég aðeins taka út eina spurningu frá Siv Friðleifsdóttur til velferðarráðherra, Guðbjarts Hannessonar frá 15. mars sl. og svar hans frá því á mánudaginn og sem ég tilgreini hér […]
Í dag, 14. apríl er bókasafnsdagurinn. Dagur sem á sér gamlar og góðar minningar um staði sem í dag gegna nýju og breyttu hlutverki miðað við þá gömlu góðu daga þegar lestur bóka einskorðaðist að mestu við lán á bókum. Í bókasöfnum þar sem bókaormarnir komu nánast daglega og átu allt upp. Í dag á tölvuöld, ef til […]
Það eru ekki allar fréttir jafn ömurlegar þessa daganna. Það var að minnsta kosti gleðilegt að fá staðfestingu á því um helgina að hefja ætti bólusetningu gegn pneumókokkasýkingum barna sem fædd eru 2011. Helst hefði auðvitað átt að bjóða öllum börnum til 3 ára aldurs bólusetninguna ókeypis, til að ná upp sem fyrst hjarðónæmi gegn […]
Ekkert er meira rætt þessa daganna en kosningarnar á laugardaginn. Já eða Nei. Úrslit sem geta skipt þjóðina afskaplega miklu máli. Jafnvel hvort búandi verði hér á landi við nútímaleg lífkjör á allra næstu árum. Réttlætiskennd og þjóðarstolt blandast þó inn í umræðuna og sitt sýnist hverjum. Þrátt fyrir allan undirbúninginn og umræðuna síðastliðna mánuði virðast tilfinningarnar ætla […]