Færslur fyrir flokkinn ‘Menning og listir’

Þriðjudagur 01.02 2011 - 10:12

Hvað má heilsan kosta?

Þessa vikuna stendur Lýðheilsustöð í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og barnatannlækna fyrir tannverndarviku. Tilefnið er ærið enda tannheilsa barna hvergi verri á Norðurlöndunum. Tannglerungsskemmdir barna eru taldar miklar hér á landi meðal annars af mikilli neyslu kolsýrðra  og sætra drykkja. Rétt er að benda á frábært veggspjald til að átta sig á óhollustu drykkja sem við bjóðum […]

Mánudagur 22.11 2010 - 20:37

Vegir liggja til allra átta

Listin eins lífið er sífelt að koma manni skemmtilega á óvart. Síðastliðið föstudagskvöld var farið á vídeóleiguna til að ná í barnaefni fyrir barnabörnin, en um leið tekinn diskur fyrir okkur eldra fólkið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu. Fyrir valinu varð, með semingi að minni hálfu, myndin Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. Í sjálfu sér […]

Laugardagur 06.11 2010 - 22:33

Samráð

Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að sitja fundi þar sem allt er fyrirfram ákveðið. Frekar verið að boða en leita ráðgjafar og samráðs. Ég sjálfur óska þess heitast að til mín sé leitað eftir ráðgjöf, sérstaklega í þeim efnum sem sérfræðiþekking mín nýtist best. En áhuginn virðist oft takmarkaður og sennilega er […]

Sunnudagur 26.09 2010 - 13:33

Íslensku fossarnir og bankarnir

Sala listaverka til að borga upp skuldir gömlu bankanna erlendis er dálítið táknrænt fyrir stöðuna í dag. Og sem betur fer er kreppan ekki allsstaðar. Í gær var seld á uppboði hjá Sotheby´s í New York ljósmyndasería af íslensku fossunum eftir Ólaf Elíasson sem var áður í eign Lehman Brothers fyrir tæpl. hálfa milljón dollara […]

Fimmtudagur 16.09 2010 - 01:11

Þrjú hjól undir bílnum

En áfram skröltir hann þó, er byrjun sönglagatexta sem allir Íslendingar þekkja og sem gæti verið lýsing á þjóðfélaginu okkar í hnotskurn þessa daganna. Ómar, hinn fyrsti eins og nafnið þýðir lætur hins vegar engan bilbug á sér finna. Hann hefur leitt þjóðina gegnum súrt og sætt með bros á vör í hálfa öld. Í dag er kallinn 70 […]

Sunnudagur 05.09 2010 - 10:23

Helgafellið

Mikið er rætt um trúmál þessa daganna. Mest hefur verið rætt um stjórnunarvanda kirkjunnar og afleiðingarnar á íslenskt þjóðfélag. Minna er rætt um þýðingu trúarinnar. Sennilega höfum við sjaldan verið í meiri þörf fyrir trú en einmitt þessa daganna. En hvað er trú og fyrir hvað stendur trúin? Trúum við á guð eða eitthvað annað? Sumir […]

Fimmtudagur 01.07 2010 - 16:55

Slá þú hjartans hörpustrengi

Fátt veldur meiri gleði og eftirvæntingu meðal þjóðarinnar en Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa sem nú er að rísa við Reykjavíkurhöfn. Jafnframt verður húsið alla tíð minnisvarði um það sem það sem við höfðum ekki efni á en langaði alltaf svo mikið í og fengum fyrir rest, jafnvel eftir fjármálahrun. Menning og menntun verður aldrei metin […]

Laugardagur 12.06 2010 - 10:18

Sagan endalausa

Tjáningarfrelsið og er sennilega eitt það dýrmætasta sem við eigum. Það frelsi er hornsteinn lýðræðisins, en vandmeðfarið. Aðgát skal í nærveru sálar og orð geta sært. Frásögnin er líka  hluti af tjáningunni og það geta orðið til sögur. Börnin eru sérstaklega góðir hlustendur og ævintýr er þeirra uppáhald. Með sögum er lagður grunnur í  þroska þeirra og tjáningu síðar. Þetta köllum við nauðsynleg […]

Þriðjudagur 25.05 2010 - 09:02

Að búa í borg en lifa í sveit

Í gærkveldi fór ég í minn venjulega göngutúr með hundana mína. Það sem var e.t.v frábrugðið því venjulega var að veðrið var einstaklega gott. Kvöldsólin í vestri yfir Snæfellsnesinu og það grillti í tunglið yfir Úlfarsfellinu. Blankalogn og sól á heiði en klukkan samt tveimur tímum fyrir miðnætti. Mikil óveðursblika hefur verið í lofti í […]

Sunnudagur 28.03 2010 - 17:35

Ávaxta og grænmetisverslun Ríkisins (ÁGVR)

Um daginn ætlaði ég að kaupa jarðaber fyrir konuna mína til að skreyta afmælistertu. Sex jarðarber í bakka kostuð 800 kr. Ég lét þau eiga sig og konan sleppti að skreyta marenskökuna en sem því miður jafnframt dró þá úr hollustu hennar og fegurð. Rétt og gott mataræði er einn mikilvægasti þátturinn í að viðhalda góðri heilsu. Þarna […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn