Ég var einn af þeim bjartsýnu sem ætlaði að reyna að fá miða á opnunartónleika Hörpunnar 4 og 5. maí næstkomandi. Reyndi ítrekað þar til tölvukerfið hrundi í miðasölunni. Síðar frétti ég að aðeins hefðu verið um 800 miðar í boði fyrir þjóðina en rúmlega 2000 miðar voru þegar fráteknir fyrir boðsgesti og „fastagesti“. Ég […]
Í vikunni gekk ég upp á heiði sem klædd var að mestu dúnhvítum snjó sem var svo vinsamlegur að koma aftur nú í vetrarlokin. Engin spor eða neitt sem minnti á nýlegar mannaferðir. Aftur var ég aleinn og fótsporin mín mörkuðu landslagið svo ekki var hjá því komist að veita þeim athygli á bakaleiðinni. Og það var […]
Í dag er ég feginn að veturinn er kominn aftur og allt er orðið hvítt. Vorið var ekki tímabært og í raun algjör tímaskekkja enda margir farnir að hlaupa út undan sig eins og kálfar. Við höfum vel tíma til að fara yfir málin áður en vorið, tími væntinga og vona kemur. Vegna umræðunnar nú […]
Ég hef alltaf litið upp til sauðkindarinnar, ekki síst forystusauðanna og litið á þá sem sanna Íslendinga, í dýraríkinu. Ekki síst ólátaseggina sem leita í kletta og láta ekki segjast eða bara vegrollurnar sem telja grasið alltaf betra hinum megin við veginn. Ekki má gleyma fjallalömbunum sem mergsogið hafa íslenska náttúru. Sauðkindin á þannig ótrúlega mikla samsvörun með okkur Íslandingum og […]
Það er margt sameiginlegt með umræðunni í dag og myglunni. Hún lyktar illa og það getur verið erfitt að greina skemmdu eplin í körfunni nema taka þau öll upp og skoða þau vel og vandlega. Ef til vill kemur myglufnykurinn samt annars staðar frá, jafnvel að utan. Sjálfur tel ég mig næman að finna myglulykt, ekki síst þegar […]
Við búum í landi öfga, elds og ísa. Sannkölluðum hulduheim og margir eins og undir álögum. Ég er enda aðeins hjátrúarfullur, hvernig ætti annað að vera. Vísindin ráða auðvitað miklu um hvernig ég vinn dags daglega sem heimilislæknir, en ekki sem maður. Þar kemur reynslan oft að meira gagni. Og vísindin vita því miður oft svo mikið um lítið. Lífið sjálft er oft stærsti skólinn […]
Í vikunni var greint á mbl.is frá fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur til velferðarráðherra, Guðbjartar Hannessonar, um hvað margir heimilislæknar starfi á landinu, í hversu mörgum stöðugildum og hvað vanti marga lækna til að fylla í stöðugildin? Fyrirspurnin var ágæt og svaraði hann því þannig til að miðað við laus stöðugildi vanti 26 heimilislækna. En ef til vill hefði mátt […]
Fyrir rúmlega 10 árum síðan sótti ég og félagar mínir um styrk í Rannsóknarsjóð Íslands (RANNÍS) (áður Rannsóknarráð Íslands-Vísindasjóður) og sem sætti sjálfur rannsókn nýlega sem stofnun vegna gruns um hlutdrægni í úthlutunum. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við úthlutanir á styrkjunum og mælist nú til þess að sjóðurinn fái erlenda aðila til að sitja í fagráðum sem ákveða hvert styrkirnir fara í […]
Til umræðu hefur verið mikið vinnuálag lækna sem farið er að segja til sín með andlegri vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn sem gerð var á andlegri líðan lækna og vinnuumhverfi þeirra sem nýlega var kynnt. Nú er svo komið, sem lengi hefur verið spáð, að ekki fást lengur læknar til […]
Það er áhugavert að velta fyrir sér breytingum á íslensku þjóðfélagi á einni öld. Í Kastljósþætti á mánudaginn var sagt frá einum fyrsta atvinnuljósmyndara landsins, Bárði Sigurðssyni sem tók flestar sínar myndir í Þingeyjarsýslunni í byrjun síðustu aldar. Ómetanlegar myndir sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu sem m.a. sýndu háa heimilismenningu á Íslandi í upphafi 20. […]