Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 19.02 2011 - 09:20

Hver ertu duldi djöfull?

Við búum í landi öfga, elds og ísa. Sannkölluðum hulduheim og margir eins og undir álögum. Ég er enda aðeins hjátrúarfullur, hvernig ætti annað að vera. Vísindin ráða auðvitað miklu um hvernig ég vinn dags daglega sem heimilislæknir, en ekki sem maður. Þar kemur reynslan oft að meira gagni. Og vísindin vita því miður oft svo mikið um lítið. Lífið sjálft er oft stærsti skólinn […]

Fimmtudagur 17.02 2011 - 12:23

45 heimilislækna vantar á höfuðborgarsvæðið.

Í vikunni var greint á mbl.is frá fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur til velferðarráðherra, Guðbjartar Hannessonar, um hvað margir heimilislæknar starfi á landinu, í hversu mörgum stöðugildum og hvað vanti marga lækna til að fylla í stöðugildin? Fyrirspurnin var ágæt og svaraði hann því þannig til að miðað við laus stöðugildi vanti 26 heimilislækna. En ef til vill hefði mátt […]

Miðvikudagur 16.02 2011 - 08:05

Arðvænlegar vísindarannsóknir!

Fyrir rúmlega 10 árum síðan sótti ég og félagar mínir um styrk í Rannsóknarsjóð Íslands (RANNÍS) (áður Rannsóknarráð Íslands-Vísindasjóður) og sem sætti sjálfur rannsókn nýlega sem stofnun vegna gruns um hlutdrægni í úthlutunum. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við úthlutanir á styrkjunum og mælist nú til þess að sjóðurinn fái erlenda aðila til að sitja í fagráðum sem ákveða hvert styrkirnir fara í […]

Mánudagur 14.02 2011 - 12:34

Verðleikar læknismenntunar á Íslandi

Til umræðu hefur verið mikið vinnuálag lækna sem farið er að segja til sín með andlegri vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn sem gerð var á andlegri líðan lækna og vinnuumhverfi þeirra sem nýlega var kynnt. Nú er svo komið, sem lengi hefur verið spáð, að ekki fást lengur læknar til […]

Miðvikudagur 09.02 2011 - 13:04

Íslendingar fyrr og nú

Það er áhugavert að velta fyrir sér breytingum á íslensku þjóðfélagi á einni öld. Í Kastljósþætti á mánudaginn var sagt frá einum fyrsta atvinnuljósmyndara landsins, Bárði Sigurðssyni sem tók flestar sínar myndir í Þingeyjarsýslunni í byrjun síðustu aldar. Ómetanlegar myndir sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu sem m.a. sýndu háa heimilismenningu á Íslandi í upphafi 20. […]

Laugardagur 05.02 2011 - 13:05

Beyglan mín og 2000 slasaðir.

Hvort skyldi vera verðmætara á Íslandi, efnið eða andinn, veraldagæðin eða mannauðurinn? Svar við spurningunni um líf og dauða fer þó varla á milli mála. Ég er heimilislæknir og starfa líka sem sérfræðingur á Slysa- og bráðamóttöku LSH, 4-5 vaktir í mánuði á kvöldin og um helgar. Ég er með 16 ára sérnám í læknisfræði […]

Þriðjudagur 01.02 2011 - 22:27

Kemur vorið í ár?

Uppi á heiði var frosin jörð, aldrei þessu vant. Réttara sagt, rétt yfirborðið enda sökk maður stundum niður í drulluna sem undir lá. Ýmislegt minnir þó á að vorið ætti að vera á næsta leiti. Dagurinn er orðinn lengri og bjartari og eftirvæntingin að heyra fuglasöng og kvak vaknar. Ég er jafnvel farinn að sakna […]

Þriðjudagur 01.02 2011 - 10:12

Hvað má heilsan kosta?

Þessa vikuna stendur Lýðheilsustöð í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og barnatannlækna fyrir tannverndarviku. Tilefnið er ærið enda tannheilsa barna hvergi verri á Norðurlöndunum. Tannglerungsskemmdir barna eru taldar miklar hér á landi meðal annars af mikilli neyslu kolsýrðra  og sætra drykkja. Rétt er að benda á frábært veggspjald til að átta sig á óhollustu drykkja sem við bjóðum […]

Mánudagur 31.01 2011 - 12:46

Um ofnotkun og misnotkun lyfja á Íslandi

Í framhaldi af umræðu um misnotkun Rítalíns hér á landi er rétt að ræða aðeins um hugsanlegar orsakir ofnotkunar lyfja almennt og sem í sumum tilfellum getur leitt til misnotkunar. Í orðinu misnotkun fellst að einhverjum er gert eitthvað til miska og höfðar til neikvæðrar verkunar. Það á ekki bara við um einstaklinginn sem slíkan heldur þjóðfélagið allt. Mælanleg […]

Laugardagur 29.01 2011 - 09:01

Alvarleg misnotkun Rítalíns meðal fullorðinna á Íslandi

Vandamál tengt misnotkun lyfja sem eru ávísuð af læknum í oft góðri trú en sem eru síðan misnotuð til vímuefnanotkunar er alvarlegt heilbrigðisvandamál hér á landi, því miður. Jafnvel algengara en í ýmsum öðrum löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ofnotkun metýlfenidatlyfja (Rítalíns og skyldra lyfja) voru til umræðu á læknadögun í vetur. Upp undir […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn