Mikil umræða hefur verið á árinu um brothætta byggð í Árneshreppi á Ströndum. Eins um fyrirhugaða virkjun Hvalár í Ófeigsfirði í næsta nágrenni og sem sumir telja að geti tryggt varanlega búsetu í Árneshreppi. Ég hef fengið tækifæri sem “höfuðborgarbarn” og “tíðan gest í héraði” og afleysingalæknir á Ströndum til tveggja áratuga, að leggja persónulegt […]
Myndin sýnir nýjar aðstæður á þyrlupalli á 5 hæð nýja þjóðarsjúkrahússins í Þingholtunum eftir nokkur ár og aðatæður sem við höfum í dag á þyrluflugvellinum við BMT LSH í Fossvogi og sem þykir til fyrirmyndar, þótt að sé farið að þrengjast!!! Ógn við þjóðaröryggi ef illa fer á sjálfu nýja þjóðarsjúkrahúsinu, en sem ekki hefur […]
Endurritun greinar sem ég skrifaði fyrst fyrir 8 árum, nú í tilefni alþjóðadags fórnarfórnarlamba umferðaslysa í gær. Á leið minni í vinnuna á Slysó, eins og Slysa- og bráðamóttakan í Fossvogi er oft kölluð, keyri ég yfirleitt eins og leið liggur vestur Vesturlandsveginn og síðan suður Háaleitisbrautina. Brautina mína þann daginn, en sem er leið […]
Varla líður sá dagur að ég velti ekki fyrir mér hvað réð eiginlega för hjá ráðamönnum upp úr aldarmótunum síðustu og þegar svo lokaákvörðunin var tekin á Alþingi 2014 að nýi þjóðarspítalinn skildi reistur á Hringbrautarlóðinni. Allir vildu góðan nýjan þjóðarspítala enda sá gamli að úreldast og starfsemin komin í ótal byggingar um allt höfuðborgarsvæðið. […]
Ein megin forsenda hugmynda með sameiningu Landspítalans á Hringbraut, Landspítalans í Fossvogi (gamla Borgarspítalans), Landakotsspítala og jafnvel St. Jósefsspítala í Hafnarfirði upp úr aldarmótunum, var hagræðingin að geta haft alla starfsemi bráða- og meðferðartengdar lækninga á einum og sama staðnum. Reiknaður var út 2 milljarða króna sparnaður á ári hverju hvað þetta varðar. Ekki var […]
Dags daglega er þjóðlífið ekki brothætt á Ströndum eins og síðasti pistill ber vel með sér og mannlífið þar afskaplega gott. Brotalamir eru þó í aðgengi að neyðarþjónustu þegar mest liggur við, eins og reyndar víða á landbyggðinni. Jafnvel má stundum tala um afturfarir í því sambandi. Óöryggi sem frekar er til þess fallið að […]
Það var skemmtileg tilviljun að ég fór í sunnudagsgöngutúr á Strákatanga í Hveravík á Ströndum, rétt nýbúinn að lesa bókina hans Kim Leine Spámennina í Botnleysufirði sem gerist seint á 18 öld og reyndar hálfnaður með Rauður maður, svartur maður sem gerist á svipuðum slóðum hálfri öld áður, í nýlendum Dana á suðurhluta Grænlands. Þar […]
Við höfum verið rækilega minnt á hættuna sem skapast getur með smiti í sameiginlegri flóru manna og dýra með faraldrinum á STAC E. coli O26 sem virðist hafa átt upptök sín í Efstadal II þar sem ég átti góða kvöldstund með fjölskyldu minni og barnabörnum 28.6 sl. Grunur vaknaði um smit tæpum 2 vikum síðar […]
Umræðan nú um STAC E-Coli í íslensku kjöti og sem er í sjálfu sér athyglisverð sem MAST birti í gær, virðist af mörgum vera notuð nú til að afvegaleiða umræðuna um kjötmálið svokallaða og sem mótsvar við varnaðarorðum um hættuna sem getur skapast með frjálsum innflutningi á hráu kjöti erlendis frá. Kjöt og grænmeti sem […]
Sú var tíðin, rétt fyrir aldarmótin síðustu, að Íslendingar fengu yfir sig faraldur fjölónæmra pneumókokka sem lagðist verst á börn og gamalmenni, m.a. alvarlegum lungnabólgum. Flórubaktería sem annars finnst gjarnan í nefkoki flestra barna, en getur valdið algengustu bakteríusýkingum í loftvegum s.s. eyrum og lungum. Nú var hins vegar kominn fjölónæmur stofn sem aðeins sterkustu […]