Föstudagur 13.9.2024 - 18:04 - FB ummæli ()

Bygging Landspítala í aldarspeglinum

Jæja, eftir 4-5 ár verður kannski hægt að opna nýja bráðamóttöku á Hringbraut, margfallt stærri en sem nú er í Fossvogi (nýja Meðferðarkjarnanum á Hringbraut). Hinsvegar með fyrirséðum miklum aðgangshindrunum fyrir sjúkrabíla og sennilega enga góða aðstöðu fyrir sjúkraþyrluflug, að spítalanum!! Nú fer Hringbrautarvitleysan virkilega að fá á sig lokamynd og sem kosta mun hátt í 400 milljarða króna. Með besta staðarvali hefði mátt lækka kostnaðinn á nýju og fullkomnu þjóðarsjúkrahúsi um amk. helming sem og byggingartímanum og sem væri þá tilbúinn í dag (sem Samtöku um besta spítala á besta stað, SBSBS voru lengi búin að benda á). Með góðu aðgengi fyrir alla íbúa á stór-höfuðborgarsvæðinu, ekki bara miðborg Reykjavíkurborgar. T.d. á Keldnalandinu og sem ríkið átti og seldi síðar Reykjavíkurborg.

Að óbreyttu mun sjúkrarýmum ekki fjölga og því nýjar hugmyndir nú á síðustu metrunum að reka bara gamla Borgarspítalann áfram. Eftir þá umfangsmiklar endurbætur og kostnað. Það þurfti auðvitað alltaf að fjölga sjúkrarýmum -hvað annað?

Í upphafi var lagt í vegferðina með EITT nýtt stórt fullkomið þjóðarsjúkrahús, 2008 og reiknaðri rekstrarlegri hagræðingu með því að sameina sjúkrahúsin þrjú í Reykjavík og St. Jósepspítala í Hafnarfirði upp á 6-8 milljarða króna á ári á núvirði. Þessi hagræðingakrafa er því löngu fyrir bí og fyrirséð mikil vöntun vöntun á sjúkrarýmum næstu áratugina.

Hugmyndir hafa því þegar vaknað um nýtt héraðssjúkrahús í Reykjavík, á gamla Borgarspítalanum í Fossvogi og sem alltaf var hugmyndin þegar hann var upphaflega byggður á sjöunda áratug síðustu aldar!!  Nei, það er svo sannarlega satt, að ekki er öll vitleysan eins í íslensku stjórnsýslunni.

Það tók tæplega 30 ár að byggja gamla Landspítalann á Hringbraut (1900-1930) og sem þá var besta staðsetningin í höfuðborginni. Fjársvelti var meðal annars um að kenna, enn eins framkvæmdabyggingahraða eins og var á þeim tíma. Nýi Landspítalinn (1 áfangi, Meðferðarkjarni og Rannsóknahús) á sömu lóð tæpri öld síðar á sömu lóð mun taka um 20 ár (2010-2030) með nútíma tækni og ríflegum fjárveitingum ár hvert. Það tók tvö til þrjú ár að komast bara niður úr Hringbrautarklöppinni sjálfri.
Mikill meirihluti íbúa höðuðborgarsvæðisins búa hins vegnar nú langt fyri austan og norðan við spítalann (ólíkt því sem var þegar gamli Landspítalinn var byggður), þrátt fyrir mikla þéttingu á byggð í miðbænum og nágrenni og sem mörgum finnst nóg um. Miklar aðgangshindranir þegar augljósar og versna stöðugt. Ein af meginforsendum staðarvalsins á Hringbraut á sínum tíma voru jú samgöngubætur ÁÐUR en framkvæmdir hæfust, EKKI ÁRATUGUM Á EFTIR.
Eru stjórnmálamennirnir í dag virkilega svona huglausir miðað við forvera sína fyrir rúmlega öld síðan og sem forgangsröðuðu alltaf fyrst og fremst í þágu almannaheilla? Erum við ekki að tala um stærstu of dýrustu skipulagsmistök Íslandsögunnar?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Laugardagur 7.9.2024 - 18:12 - FB ummæli ()

Saga sem má helst ekki segja um íslenska heilbrigðiskerfið!

Engin lýsing til

Akraneshöfn í morgun

Læknisstarfið mitt hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás. Á lokakafla starfsferils er fróðlegt að líta um öxl. Í sjálfu sér hefði ég ekki getað kosið betra lífsstarf og þakklátur fyrir mín tækifæri. Starfsgleðina eining sem nær langt út fyrir venjulegan vinnutíma. En hvernig getur atvinna heltekið mann? Jú, vinna með fólki sem sýnir þakkæti og endurgjöf frá skjólstæðingum í lífsins ólgu sjó. Mikil mannleg og félagsleg tengsl, sem ristir í djúpt rætur mannlífs og þjóðfélagsins. Á stöðum þar sem þjóðarhjartað slær jafnvel oft hraðast.

Eftir doktorsnáms í heilsugæslu- og smitsjúkdómafræðum 2006 var ég klínískur dósent við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sat síðan um árabil í Sóttvarnaráði Íslands. Á þessum grunni öllum, starfi í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi ásamt BMT LSH í tæpa hálf öld vil ég eins og oft áður benda á þær miklu brotalamir sem ég sé í þróun heilbrigðisþjónustunnar sl. áratugi. Vinnuforgangsröðun og skipulagi og sem stjórnendur hampa gjarna og segja að tengist þróun til betri vegar. Enn er það svo?

Að mínu mati hefur aðgengi að venjulegri heilbrigðisþjónustu stöðugt versnað. Aukin áhersla hefur verið á vaktþjónustur hverskonar sem víða er mjög undirmannaðar. Starfsemi BMT LSH og vaktþjónustunnar víða úti á landi eru augljósustu dæmin. Unglæknar látnir stöðugt bera meiri birgðar, oft reynslulitlir. Grunnþjónustu í almennri bráðaþjónustu slasaðra og veikra jafnvel úthýst og sem enginn veit lengur hvar á sinna. Gamla góða Slysadeildin klofin í herðar niður og ungu bráðalæknarnir vilja helst bara sinna bráða- og endurlífgunarherberginu og að fá að forgangsraða innlagnasjúklingum á aðrar spítaladeildir. Endurkomur bannorð í þeirra huga á deildinni og sem aðrir eiga að sinna!

Hvernig má þetta vera? Skýringa má mestmegnis finna hjá æðstu stjórnendum og sem vilja stýra stofnunum fyrst og fremst á rekstrarlegum forsemdum og að erlendri fyrirmynd stórþjóða. Millistjórnendur spila með til að komast ofar í goggunarröðina. Álit starfsmannanna á gólfinu skiptir minnstu og helst að brugðist sé að einhverju leiti við hjá stjórnmálmönnum og fréttamiðlum ef um hópuppsagnir er að ræða. Tengt starfsálagi, skipulagsleysi á göngum og áhættu á lögsóknum vegna mistaka hverskonar. Byggingaráformum samt fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús flaggað á hátíðisdögum, en sem margir telja samt eitt mesta skipulagsslys sl. aldar með tilliti til staðsetningar, atvinnuumhverfis og rekstrarhagkvæmni. Við byggjum ekki gott íslenskt heilbrigðiskerfi bara úr steypu og járni.

Aldrei meira en í dag hef ég séð jafn sundurlausa og slitna heilbrigðisþjónustu sem stöðugt hallar undan. Mín sýn og mín reynsla. Þrátt fyrir óendanlegan starfsvilja og reynslu að gera sjálfur mitt besta og þar sem mér er eingöngu umbunað með þakklæti sjúklinganna sjálfra, ekki stofnanna eða yfirvalda sem vilja minnst af mínum skoðunum vita.

Í dag hafa læknavísindin vissulega náð mjög langt á ýmsum sviðum með hjálp hátækninnar. Miklu meira vitað um allt hið smáa. Lyfjameðferðir hverskonar og lengt líf margra um áratugi miðað við sem áður var og flóknar skurðframkvæmdir framkvæmdar. Hins vegar eru oflækningar oft til umræðu sem stefna jafnvel því mikilvægasta og lýðheilsunni í hættu. Ofnotkun sýklalyfja meðal manna og ekkert síður notkun sýklalyfja í landbúnaði víða erlendis. Þar sem lyfin eru farin að gera meira ógagn en gagn fyrir heilsu manna og dýra.

Menn gerðu mikið úr litu hér áður fyrr, en nú stundum öfugt. Markaðshyggjan ræður oft framboði á læknisþjónustu hverskonar. Jafnvel farið að bjóða upp á sneiðmyndatökur af öllum líkamanum án tilvísunar frá læknum sem getur skapað meira tjón í sjúkdómahræðslu og ofmeðhöndlun. Því meira sem ég kynni mér sögu og afrek læknisfræðinnar, því meira verð ég hissa á stöðu almennu læknisfræðinnar í dag. Heilsugæslustöðvar víða illa mannaðar læknum, jafnvel á sjálfu höfuðborgarsvæðinu og vaktsvæði stækkuð og sameinuð undir einn hatt. Fjölskyldusjónarmiðin góðu sem Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) settu í sína stefnumótun 1994 hefur verið erfitt að framfylgja í þjóðfélaginu af ýmslum ástæðum, ekki síst vegna vanmönnunar í heilbrigðiskerfinu. Geðheilsunni sífellt verr sinnt, ekki síst hjá ungu fólki. Öldrunarþjónustan sömuleiðis.

Öryggi sjúklinga og slasaðra er sífellt stefnt í meiri hættu. Umferðarþungi um landsbyggðirnar aldrei meiri. Sjúkraflutningar hanga víða á bláþræði og langar vegalengdir að fara milli landhluta og þar sem læknisþjónusta er yfir höfuð til boða. Þyrluþjónusta LHG byggir á veikum þyrlukosti, þar sem ekkert má út af bregða. Sú þjónusta auk björgunarsveita víða um land hafa samt oft bjargað því bjargað varð. Sjúkraflutningar með sjúkraflugi hins vegar nú miklu takmarkaðri í dag vegna færri nothæfra flugvalla. Aðkoma sjúkraflutninga auk sjúkra og þyrluflugs til höfuðborgarinnar og Nýj Landspítalans í fullkominni óvissu!

Almenningur er í veikri stöðu og neyðarópin oft sem í óbyggðum væri. Stjórnmálamenn eru lélegir boðberar slæmra tíðinda hvað stjórnsýsluna varðar og oft meira eins og varðhundar kerfisins. Hagmunaárekstrar liggja víða og ekki má bregðast bræðrasamkomulagi flokka á milli. Fjölmiðlar auk þess oft eins og í vösum þeirra. Sagan því ekki alltaf öll sögð, saga sem samt mestu máli skiptir fyrir okkar almenna öryggi til framtíðar og mest má læra af. Furðulegt í ljósi þess hve stórkostleg saga læknisfræðinnar síðustu alda annars er. (byggt á eldri grein fyrir 2 árum – Saga sem er ekki öll sögð.)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 1.8.2024 - 13:35 - FB ummæli ()

Okkar mikilvægasta nærumhverfi á fallandi fæti!

How It's Made: Human Microbiome Scientific Illustration Cover for Nature

Stórkostlega aukin vitneskja hefur skapast á skilning mannsins á samspili líkamsfrumanna og örvera (The human microbiome), í okkur og á. Okkar nánasta nærumhverfi og sem tengist heilsunni, ekkert síður en næringin. Gerlar okkar eru tíu sinnum fleiri en frumur líkamans og geta deilt ólíkum upplýsingum í samspili með okkar eigin erfðaefni og hjálpað til við stjórn lífrænna efnaferla. Myndun t.d. próteina og ensíma í hinum ólíku líffærum og líffærakerfum og sem getur fyrirbyggt sjúkdóma. Þar sem reiknað er með stærstu sóknarfærum læknavísindanna á næstu áratugum.

Þúsundfaldar erfðafræðilegar upplýsingar hafa orðið  til í sameiginlegri þróun mannsins og örveranna. Aðlögun að ólíkum aðstæðum og tímum, í öllum heimshlutum. Örverur sem í dag geta t.d. tekið þátt í að koma jafnvel í veg fyrir svokallaða lífstílssjúkdóma ef rétt er staðið að málum, s.s. gegn offitu og sykursýki, ásamt réttu mataræði. Eins komið í veg fyrir ákveðnar sýkingar og styrkt okkur að ákveðnu marki gegn eituráhrifum og krabbameinum. En ekki ef vantar, t.d. með röngu mataræði, mengun og kemískri eitrun í matvælum, lofti og drykkjarvatni. Eins með ofnotkun lyfjanna okkar s.s. sýklalyfja.

Samspil erfðaefnis fruma og örvera í görn er þannig talið miklu þýðingameira en áður var talið og nátengt umhverfisvernd í öllum sínum ólíku myndum. Virtustu vísindatímarit heims eins og t.d. Science og Nature hafa verið uppfull af greinum um þessi mál sl. ár. Umfangsmiklar rannsóknir eru nú gerðar á erfðamengi þessara örvera og hvaða þættir ráða mestu í samspilinu. Hvað þættir opna og loka hinum ýmsu gluggum á sameiginlegu erfðamengi, til góðs eða ills. Eins og reyndar líka er verið að rannsaka varðandi mikilvægustu þætti í okkar félagslega umhverfi, frá vöggu til grafar, jafnvel strax í móðurkviði og ég hef skrifað um áður. Heimurinn er þannig miklu flóknari en við töldum áður og við sjálf ekki jafn stór og fullkomin og margir vilja halda. En um leið í raun miklu einfaldari ogf sjálfsagðari. Gervigreindin leysir síst úr þessum vanda og sem margir eru farnir að treysta á. Eins eru sóknarfærin líka miklu fleiri ef betur er að gáð og sem við ættum að nýta betur með hjálp vísindanna.

Gott lífrænt ræktað fæði, ekki síst gróf kolvetni, hnetur, fræ og korn hverskonar, trefjar, jurtafitur, grænmeti og ávextir (með líka öllum sínum góðu ljósefnum (phytochemicals) og vítamínum), styrkja örveruflóruna okkar hvað mest. Gerlar sem eru góðri meltingu nauðsynlegir allt frá fæðingu. Probiotics (enskt orð í andstöðu við anti-biotics) er síðan náttúrulyf af hagstæðum þarmaflórustofnum sem hægt er að taka inn í stöðluðu magni eftir ákveðnum fyrirmælum, og sannreynd hafa getað gert gagn.

Sýklalyf og önnur lyf í menguðum matvælum, geta hins vegar haft mikil neikvæð áhrif á flóruna. Ýmsir gerlar og hagstæðar bakteríur geta eins framleitt sjálf sín sýklalyf, sem síðan geta hjálpað ónæmiskerfi mannsins ef utanaðkomandi árás er gerð af óvinveittum sýklum. Allt „sýklar“ sem við köllum svo á íslensku af misskilningi, enda valda ekki allir sýklar sýkingum, heldur jafnvel þvert á móti. Óvinveittum sýklum hins vegar haldið frá eða í skefjum eins og á sér stað með hættulegasta niðurgangssýkilinn, Clostridium difficile sem allt af fjórðungur okkar ber í litlu mæli, djúpt í slímhúðum garnar. Á síðustu árum er einmitt litið til vinveittu sýklana, saurgerlanna til að koma jafnvægi á meltinguna okkar eftir stranga sýklalyfjakúra og stundum í sérvöldum tilvikum eftir alvarleg veikindi, er hægt að koma í jafnvægi með að gefa heilbrigðan saur, t.d. í  hylkjaformi. Eins er með hjálp saurgerla verið að vinna að framleiðslu nýrra flokka sýklalyfja, sem t.d. actinomycetes gerlarnir framleiða, og hafa þar til nýlega verið óþekktir. Innflutningur á sýklalyfjaónæmum colibakteríum í matvælum (aðllega hráu kjöti en jafnvel líka grænmeti) eins og ESBL eða CPO er síðan enn hættulegri þróun á sl. árum á Íslandi og sem eyðileggur gott forskot Íslands í sýklalyfjanæmi colibaktería.

Sennilega á betri skilningur á öllu þessu samspili eftir að veita okkur allt aðra sýn í þróun og meðferð alvarlegustu lýðheilsusjúkdómanna í dag. Löngu er kominn tími á að við stöndum okkur betur í fæðuvalinu. Eins hvernig við getum fyrribyggt uppsöfnum kemískra efni í umhverfinunu okkar (t.d. rykefnin (nanoproducts), PFC efnin í matvæliðnaði og þalötin (hormónahermana) í plast- og fataiðnaði. Eins allskonar eiturefni og skordýraeitur í landbúnaði og sýklalyf sem frammleidd voru i upphafi til að lækna okkur, en eru nú notuð oft í allt öðrum tilgangi og til að auka á framleiðni í landbúnaði (jafnvel með genabreytingu jurta til að þola eituráhrifin t.d. með glyphosphat-samböndum). Um 75% allrar notkunar sýklalyfja í heiminum er í landbúnaði, til að auka lifun sláturdýra sem lengst og bæta kjötþyngd sem geta haft áhrif síðan á okkar eigin ofþyngd. Miklu máli skiptir að vita hvernig við ætlum að varðveita hreina og villta náttúru landsins og lítt mengaðar landbúnaðarvörur sem lengst og sem víða í veröldinni er á fallandi fæti. Stærstu vandamál framtíðar ásamt afleiðingum hlýnunar jarðar þar sem maðurinn sjálfur leikur samt mikilvægasta hlutverkið.

Genin okkar og nærflóran, tala ennþá hvort við annað, eins og þau hafa alltaf gert í þróunarsögunni. Hvernig væri að við nú sjálf færum að tala betur saman hvort við annað, m.a. um betri skipulagningu lýðheilsu- og heilbrigðismála og hvernig við ætlum að nálgast náttúruna okkar og nánustu nærflóru og umhverfi í framtíðinni en þar sem sumir eins og Samtök verslunarinnar eru alltaf tilbúnir að fórna fyrir skammtímahagsmuni og viðskiptahagnað?

(byggt m.a. á fyrri grein 28.3.2014 Þau tala náið saman, en hvað gerum við sjálf?)

http://www.nature.com/nature/focus/humanmicrobiota/

http://www.sciencemag.org/content/336/6086/1245.full.pdf

http://www.broadinstitute.org/annotation/genome/streptomyces_group/MultiHome.html

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/2/6/tilveran-og-orveran-i-skugganum/

https://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2013/10/21/hinir-osynilegu-gluggar-heilsunnar/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2010/10/12/godu-gaejarnir-a-moti-theim-slaemu/

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/1/11/arasirnar-okkur-sjalf-bak-vid-tjoldin/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 7.6.2024 - 11:09 - FB ummæli ()

Sannleiksgildi sögunnar?

Skrifaði fyrir 2 árum pistil á fésbókinni af tilefni útgáfu bókar Bergsveins Birgissonar. – Þormóður Torfason, en sem á nú betur heima á blogginu mínu og sem horfið getur síður í algleymið eins og hendi sé veifað.

Til hvers lesum við bækur? Sennilega mest til að hafa ánægju af og bæta innsýn okkar í lífið. Bæta jafnvel okkar innsæi og dómgreind. Skáldsögur eru oftast hreinn hugaburður höfundar þótt hann byggi á reynslu. Sagnaskáldsögur byggjast á heimildum, því betri sem hægt er að vísa í heimildirnar jafnóðum, en þar sem höfundur gefur sér leyfi að fylla í eyður til að skapa andrúmloft, líf og jafnvel spennu eftir best sannfæringu.

Það er ekki ónýtt að út komi bók sem samtengir forn- og miðaldabókmenntir okkar Íslendinga við ævisögu manns sem ætti að eiga okkar mestu þakkir skildar fyrir að fá að njóta sagnaarfs forfeðra okkar. Arfs sem margir telja dýrast djásnið í íslenskri menningu. Manns sem samt þjóðin gleymdi og var látinn falla í suggamyrkrið. Kannski mest til að varpa ekki skugga á þann sem sérhagsmunaaðilar og elítan töldu að ætti að eiga sviðsljósið. Svo einstakan að hann fengi einn að njóta um ókomna framtíð með t.d. nafngiftinni, stofnun Árna Magnússonar.

Hvað var það sem truflaði íslensku elítuna og ekki mátti kenna og ræða? Varð sagan og sagnaritunin að vera bara einföld og skýr, á kostnað þess raunverulega? Hverjar eru fórnir þess að skapa bara eina menningasögu sem okkur og börnunum okkar eru kenndar um forn og miðaldir? Hvað um sögu sem segir okkur meira en aðrar um hvernig sögurnar urðu til? Með litabrigðum þess samtíma þegar þær eru skrifaðar og síðan sagðar eða lesnar gegnum aldirnar, allt til okkar dags. Hvaða skuggahliðar voru skildar eftir í endursögnum eða skrifum? Hvað með mannlega þáttinn, sögu og líf þeirra sem komu menningararfinum mesta, eins vel og þeir gátu, til okkar? Hverjir áttu e.t.v mestar þakkir skyldar að bjarga fornhandritunum okkar frá tortímingu og sjá til þess að þeim væri komið til skila í örugga geymslu?

Lestur bókar Bergsveins Birgissonar um Þormóð Torfason er eins og himnaríki á jörðu niðri. Gædd lífi og mikill frásagnagleði. Vissri opinberun um horfna tíma og mannlega þrautagöngu vísinda- og menntamanns um miðja 17 öld og fram á þá 18. Og samtímasöguhetjurnar hans eru flestar þaulkunnugar, en verða persónulegar og líflegar. Hvernig getur góð saga orðið betri?

Eftir stendur jafnframt mikilvæg gagnrýni á aðra fræðimenn og vísindasamfélagið. Að vilja halda jafnvel sannleikanum og því rétta utan umræðunnar, ef hún er ekki þeim nógu þóknanleg eða rekst á þeirra hugmyndafræði. Þetta sjáum við daglega í þjóðfélagsumræðu dagsins og stjórnsýslunni. Umræða sem er metin svo að hún þoli ekki dagsins ljós. Vísindaþekking og reynslan jafnvel látin víkja með einföldustu aðferðafræði sögunnar. Þögguninni. Eða gera bara orð annarra eða kenningar að sínum af hentisemi og sem heitir þá ritstuldur.

Bók Bergsveins um Þormóð Torfason er besta kennsluefni sem hugsast getur um menningaarfinn okkar, þrautseigju einstaklings og baráttunni fyrir að fá viðurkenningu í samfélaginu og sögunni.

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 25.5.2024 - 14:13 - FB ummæli ()

Miklar blikur á lofti með öruggt sjúkraflug á Íslandi

Velheppnað sjúkraflug frá Gjörgi um daginn

Örygg heilbrigðisþjónusta er grundvöllur búsetu í dreifbýli og í uppbyggngu ferðaþjónustunnar á Íslandi sem hefur stóraukist sl. ár. Mennig þjóðarinnar og hagsæld með öflun gjaldeyristekna, liggur undir til framtíðar.

Aukinn veikleiki er hins vegar víða um land í mönnun heilbrigðisstétta, lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraflutngsmanna, auk aðstöðu og möguleika á öruggum sjúkraflutningum (fáir sjúkrabílar einkum ef hópslys verða og í fækkun flugvalla víða um landið og sem nota mátti áður til sjúkraflugs).

Þörf á sjúkraflugum hefur stóraukist sl. ár og eru nú um 1000 talsins á ári, aðallega til Landsspítalans, meginmiðstöð bráðamótöku á landsvísu og eins í minna mæli til FSA á Akureyri. Um 300 útköll eru til LHG með sjúkraþyrluflugi. Í um 60% sjúkrsflutninga getur hver mínúta í töfum skipt miklu máli, jafnvel skilið milli lífs og dauða. Þetta er hlutfall sjúklinga sem þurfa á bráðri skurðaðgerð að halda eða gjörgæsluplássi. Á síðustu misserum hefur verið mikið rætt að stórauka þyrfti þessa þjónustu með fleiri viðverustöðum sjúkraþyrla og betri mönnunar, m.a. með staðsetningu þyrlu frá LHG á Akureyri, en sem nýlega var lagt til hliðar vegna fjárskorts.

Miklar blikur hafa verið á lofti með áframhaldandi viðveru Reykjavíkurflugvallar til framtíðar og þar sem flest sjúkraflug enda. Löngu er búið að loka neyðarbrautinn NA-SV og sem hugsuð var líka sem aðflugsbraut fyrir sjúkraþyrluflug að Nýjum Landspítala. Reykjavíkurborg hefur reyndar viljað allan flugvöllinn sem fyrst burt, jafnvel þótt hann hafi verið ein meginforsenda í staðarvali Nýs Landspítala við Hringbraut á sínum tíma og sem Reykjavíkurborg sjálf lagði eindregið til að yrði valin.

Um 60-100 lendingar þyrlu LHG enda á þyrluflugvelli við LSH í Fossvogi í dag og þar sem aðstaða hefur til skamms tíma verið til fyrirmyndar. Nýjustu heimildir herma að hætt hafi verið við áætlaðan þyrlupall á 5 hæð Nýs Landsspítala við Hringbraut, enda öll aðstaða til þess mjög varasöm og allir ættu að sjá. Þar til nýlega hefði hins vegar mátt gera ráð fyrir þyrluflugvelli við spítalalóðina á gamla BSÍ reitnum, en sem Reykjarvíkurborg hefur þegar ráðstafað til íbúða- og þjónustubygginga. Í upphaflegum plönum um Nýjan Landspítala á Hringbraut var sú lóð reyndar frátekin fyrir stækkunarmöguleika síðar fyri spítalann, enda spítalanum öllum mjög þröngur stakkur búinn. Allt aðflug að spítalasvæðinu hefur eins verið gert mjög erfitt með uppbyggingu á gömlu Valslóðinni, og hringurinn þannig í raun lokaður. Nýjustu hugmyndir stjórnvalda er því bygging þyrluflugvölls við Nauthólsvíkina og sem þyrlulæknar BMT LSH og LHG hafa með aðsendri grein á Vísi í dag bent á að sé alls ófullnægjandi með tilliti til öruggs lágmarksflutningstíma bráðveikra og alvarlegra slasaðra. Á tækniöld og nútímalegrar hönnunar á nýjum bráðasjúkrahúsum um víða veröld.

Þetta allt er með ólíkindum og sem varað var við í upphafi áætlana á staðarvali Nýs Landspítala, löngu áður en framkvæmdir hófust á Hringbrautarlóðinni fyrir meira en áratug.

Allt nú nýjar aðstæður og raunverleiki sem bladir við og sem gerir allt sjúkraflug miklu óvissaraog óörggura en áður og sem við höfumst vanist sl. áratugi. Enn og aftur frestast líka að framkvæmdum ljúki yfir höfuð, en fyrsta áfanga meðferðarkjarna með rannsóknahúsi hefði átt að ljúka á þessu ári, en stefnt nú að þeim ljúki 2029-2030.

Aðgangur landveginn að spítalanum hefur heldur ekki verið leystur, en sem átti samkvæmt forsendum upphaflega að vera lokið áður en framkvæmdir hæfust. Ef sjúkraflutningar flug-og vegleiða á yfirborði borgarinnar er ómöguleigir má allt eins gera ráð fyrir að skipulagsyfirvöld leggi til jarðgöng og sem nú virðast í tísku á teikniborðinu. Hluti af mestu skipulagsmistökum 21. aldarinnar.

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/11/13/vanhugsad-thyrlusjukraflug-yfir-thingholtin-og-a-nyja-landspitlann/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2023/11/28/nytt-bradasjukrahus-a-hringbraut-med-skertu-og-haettulegu-adgengi-sjukraflutninga/

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 4.5.2024 - 17:44 - FB ummæli ()

Nafnar á Ströndum og þjóðarspegillinn góði

Engin lýsing tilSl. ár hef ég reglulega hitt nafna minn á Ströndum og jafnvel fylgst með afkomendum hans taka fyrstu flugtökin. Í morgun sem oftar þótt í meiri fjarlægð sé. Virðulegri fugl finnst vart, jafnvel um víða veröld. Heldur sig frá öðrum og passar vel upp á sitt. Í læknisstarfi hér á Ströndum í rúman aldarfjórðung hef ég að mestu verið einn. Gefist mikið ráðrúm að hugsa minn gang og þjóðfélagsins alls. Ekki bara tengt heilbrigðiskerfinu og sem er kapituli út af fyrir sig, heldur meira mannlífinu og tengsl þess við náttúruna. Um þessa þætti hef ég svo sem skrifað oft áður.

Í gærkvöldi í aðdraganda forsetakosningar fylgdist ég með kappræðum í sjónvarpssal og var ágætur fyrir þær sakir að þöggunartilburðir RÚV ohf. á almennri þjóðfélagsumræðu voru víðs fjarri og allir frambjóðendur sem stefna að æðsta embætti Íslands fengu að viðra óhindrað sín sjónarmið. Suma þekkti maður ágætlega til en annarra ekki eins vel. Þetta er lýðræði.

Ég er auðvitað enginn haförn sem er jú konungur fuglanna, heldur embættismaður sem er nátengdur vitneskju um mestu veikleika okkar þjóðlífs. Ætti að kallast einskonar vaktari og sem ég tel mig vera. Ótal pistla hef ég skrifað um það sem mér hefur fundist miður ganga í mannlífinu. Oft um miklar breytingar sem orðið hafa nútímavæðingu hverskonar og lífsskilyrðum í okkar fallega landi. Á Ströndum tvíeflist maður allur í tímaspeglinum, það sem var og er orðið. Innviðauppbyggingu er oft talað um, en sem í mínum huga tengist oft innviðaeyðingu. Meira óöryggi í atvinnuháttum og þjónustu. Hvergi speglast þetta betur en í svokölluðum brothættum byggðum landsins og þar sem einu úrræði til atvinnu tengjast í vaxandi mæli túrisma, stóriðju eða fiskeldi í fjörðunum okkar. Allt sem tekur sinn toll af náttúrunni og menningunni.

Vissulega hefur mikið breytts með svokölluðu fjölmenningasamfélagi og þar sem um 20% Íslendinga eru nú aðfluttir erlendis frá, frá mörgum ólíkum löndum og af mismundandi ástæðum í stríðshráðum heimi. Spurningin þar er mest hvernig við aðlögum okkur að þeim og þeir að okkur. Stöðu íslensk samfélgas og sem við viljum sem mest standa vörð um. Breytingarnar gerast bara svo hratt. Annað sem stendur mikil ógn að, jafnfram að eiga að þjóna okkur er net- og tölvuvæðingin.

Í náttúrunni eru engin vistkerfi í sögunni sem standast sambærilegar breytingar án þess að fórna miklu. Rafræn samskipti eru alls ekki sama og samskipti augnliti til augnlits og við sem lífverur höfum þróast til hundruð þúsunda ára. Á hálfri öld eru samskiptin að megninu til gjörbreytt. Tímaleysið eins og við upplifum það samt aldrei meira. Hvernig við eyðum frístundum, veikari. Tölvu- og samfélgasmiðlarnir aldrei samt sterkari og sem móta okkar væntingar og hegðun í mjög svo vaxandi mæli.

Persónufriðhelgin er jafnfram fótum troðin á margan hátt. Samkvæmt nýjustu fréttum hafa 6% þjóðarinnar verið hakkaðir í mismiklum mæli á netinu. Aukningin er gígantígsk á allra síðustu árum. Netöryggið þannig stöðugt veikara og bankaviðskiptin ótryggari. Peningar streyma jafnvel með peningaþvætti úr bönkunum til þjófa erlendis.

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar kom fram í kappræðunum í gærkvöldi með skýra sýn á þessi mál varðandi vaxandi fjölda brota á persónufrelsi og netöryggi. Stjórnmálamennirnir hafa ekki látið þessi málefni sig mjög miklu varða. Það hefur hún gert í sínu embætti sl. 8 ár – og með hennar tilstuðlan og embættis hennar er von á nýju lagafrumvarpi sem á að skerpa á örygginu í dag. Sama gildir með heilsufarsupplýsingar sem margir falast eftir. Sumir með einstaklingsmiðaða heilsuvernd í huga og kortlagningu erfðaefnis okkar að markmiði. Margt sem getur valdið meira kvíða og óöryggi en til bættrar heilsu þegar upp er staðið og ekki farið varlega með jafnvel svokölluð vísindagögn.

Helga sagði að sem forseti og ef hún yrði kosin til þess embættis, myndi hún nýta sína þekkingu og áhrif til að standa fyrst og fremst vörð um persónufrelsið/persónuvernd og jafnræðið í íslensku þjóðlífi. Hver vill ekki eiga slíkan forseta á tímunum sem nú við lifum. Persónufrelsið er svo nátengt þjóðfrelsinu og sem er okkur flestum heillagt. Á Ströndum og þar sem maður lítur ofan í Steingrímsfjörð og sér örninn, konung fuglanna,  speglast í yfirborðinu, vin minn til margra ára, er eins og maður sjái aðeins glitta í þjóðarspegilinn langt aftur í tímann. Hvar okkar mesta virðing liggur fyrir náttúrunni og sjálfu þjóðlífinu.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 12.4.2024 - 13:05 - FB ummæli ()

Hættuleg stjórnsýsla hjá VG

Í stjórnartíð VG hefur margt farið á versta veg í heilbrigðismálum. Loforð hafa ekki staðist, þrátt fyrir fögurð orð um uppbyggingu. Grunnþjónustan hrunið niður, í heilsugæslunni og á BMT LSH. Óafturkræfar skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu sem hefur fært okkur aftur um jafnvel öld. Við þessu hefur verið endurtekið varað, en stjórnvöld ófús að hlusta.
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svarsdóttir á þarna stærstan hlut að máli. Aðallega að vilja ekki hlusta á grasrótina og hundsað endurtekin varnaðarorð sem beint hefur verið til hennar. Hlustaði heldur ekki á þau orð frá sínu eigin ráði, Sóttvarnaráði Íslands, í heimsfaraldri Covid-19 og þar sem margt gat farið á betri veg en raun varð á. Ef við tölum saman og gerum þetta saman. Þann vilja vantaði.
Um alla þess hluti hef ég skrifað um áður, en fjölmiðlar feimnir að ræða. Kannski vegna eigin hagsmuna. Við sitjum á rústum kerfis sem fyrir nokkrum áratugum var með því framsæknasta sem þekkist í heiminum. Ábyrgðin er fyrst og fremst á VG og sem fyrir tvær síðustu alþingiskosningar lofaði að standa vörð um almannaheill. Slíka pólitíska hreyfingu, flokk, ættum við að forðast að fenginni reynslu.Þar sem jafnvel ber á hroka og valdbeitingu gagnvart lýðræðinu og stjórnskipun landsins í fleiri málaflokkum. Fyrst og fremst til að halda áframhaldandi völdum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 24.2.2024 - 14:15 - FB ummæli ()

Vaxandi sýklalyfjaónæmi baktería í sameiginlegri flóru manna og sláturdýra á Íslandi

Landamæri Íslands bakdyrameginn eru galopin fyrir einni alvarlegustu heilbrigðisvá mannkyns samkvæmt mati WHO – Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar- Sýklalyfjaónæmum flórubakteríum!!!
Á sama tíma er nú áætlaður kostnaður ísl. stjórnvalda til ársins 2030 samkvæmt nýútkominni skýrslu heilbrigðisráherra um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi sýkingarvalda meðal manna og dýra um 1,7 milljarða króna.  https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Aðgerðaáætlun%20gegn%20sýklalyfjaónæmi.pdf
Sumir vilja meina að stefni í alvarlegri heimsfaraldur en við höfum áður kynnst – í raun ekki faraldur heldur varanlegt ástand. ESBL colibakeríum hefur t.d. fjölgað úr 1-10% sl. áratug og stefir nú óðfluga í > 20% á næstu árum. Orsakana er f.o.f. að leita til túrisma og kjötinnflutnings erlendis frá til landsins og þar sem eftirlit er mjög takmarkað með flórubakteríum (nær aðeins til eftirlits með svoköllum matareitrunarbakteríum, Salmonellu og Kampýlobakter). Óhjákvæmilega smitast alltaf eitthvað af flórubakteríum sláturdýs í kjötið og sem síðan berst með því í flutningi eins og t.d ESBL bakteríur.
Sýklslyfjaónæmi meðal sameiginlegra flórubaktería en sem jafnframt eru helstu sýkingarvaldar manna, eykst hröðum skrefum í heiminum, sérstaklega sýklslyfjaónæmum colibakteríum eins og E.coli (ESBL) sem þegar í dag eru orsakavaldir 10% slíkra coli blóðsýkinga. Gert er ráð fyrir að slíkum sýkingum fjölgi mikið á komandi árum og með jafnvel enn ónæmari stofnum (CPO) (sjá mynd að neðan) og útbreiðsla þessarra bakería verði jafnvel ráðandi í flóru landsmanna (lifa þar vel og lengi eftir að hafa haslað sér völl). Slíkar bakteríur finnast í dag mest í erlendu kjúklingskjöti. MÓSA sem eru sýklalyfjaónæmir klasakokkar í sláturafurðum erlendis, er einnig vel þekkt vandamál, mest í erlendu svínakjöti.
Óheyrilegur kostnaður verður af þessum sýkingum, svo ekki sé talað um dauðsföl. WHO telur sýklalyfjaónæmi vera eina helstu heilbrigðisógn framtíðar hjá mannkyninu og skynsamlegri notkun sýklalyfa gefi besta sóknarfærið til að stemma stigum við þróunina. Eins hreinlæti, ekki síst í matvælaframleyslu og síðari flutningi sem hefur til skamms tíma gefið Íslendingum einstakt forskot á flestar aðrar þjóðir. Forskot sem er á nú hröðu undandaldi í boði markaðsafla og veslunarinnar. Skerðir á sama tíma sjálfbærni íslensks landbúnaðar.
Þessar sýklalyfjaónæmu flórubakteríur koma nefnilega sennilega mest með innfluttum matvælum, aðallega kjöti og þar sem allt af helmingur kjöts er smitaður af ónæmum flórubakteríum í erlendum landbúnaði. Eins og áður sagði er lítið sem ekkert eftirlit er með þessum flórubakterium í kjöti á landamærum Íslands.
Íslenskur landbúnaður hefur til skamms tíma verið laus við sýklalyfjaónæmi, þökk sé skynsamlegri sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði til langs tíma. Hins vegar flytjum við nú vandsmálið tilbúið erlendis frá bakdyrameginn með erlendum innflutningi, í kjötborðið hjá kaupmanninum og á hendur okkar og barnanna. Að lokum jafnvel til íslenskra dýra. Auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir þessa þróun með meiri höftum og eftirliti á innflutningi hrárrar kjötvöru erlendis frá, ekki síst frá löndum jafnvel sem vitað var/er um landlægan faraldur slíkra baktería og að Íslendingar og íslensku landbúnaður fengi að njóta eitthvað lengur forskots hvað þetta mjög svo mikilvæga lýðheilsumál varðar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 17.2.2024 - 18:12 - FB ummæli ()

Sjálflægur þankagangur gamlingja á Ströndum.

Gæti verið mynd af arctic

Hólmavík 17. febrúar 2024

Í lok 19. aldar fluttu/flúðu um 15.000 Íslendingar til Vestursheims. Um 20 % þjóðarinnar frá þá fátækasta landi Evrópu. Um 20% þjóðarinnar höfðu þegar látist áður af völdum hungurs, smitjúkdóma og hamfara hverskonar öldina áður og síðarn í byrjun 20 aldarinnar. Ungbarnadauðinn var hvað skelfilegastur. Sagan og annálar geyma þessa sögu vel og sem ég hef aðeins kynnt mér hér á Hólmavík og Ströndum sl. rúman aldarfjórðung. Spjallað við gamalt fólk sem man tímanna tvenna. Frásagnir af lífinu á Ströndum áður en svokölluð velferð fór að blómsrta á Íslandi, tengt jafnvel tveimur heimstyrjöldum og við fengum að mestu að vera í friði ognutum jafnvel góðs af. Sterk skynjun á þróun mannlífsins á Ströndum og þó ég geti aldrei kallast Strandamaður sjálfur. Hins vegar reglulegur gestur og starfið mitt að veita heilbrigðisþjónustu eins og best má vera úr litlu og ég hef oft skrifað um áður.
Á síðustu áratugum hefur Íslendingum fjölgað aftur um 20% vegna aðfluttra og flóttafólks erlendis frá. Vísir má segja að fjölmenningarsamfélagi sem styrkir einsleitt þjóðfélag, menningarlega og atvinnulega. Við erum eftir sem áður bara lítil örþjóð sem búum á harðbýlu landi. Nauðsynleg innviðauppbygging á mesta góðæristímabili Íslandssögunnar í upphafi 21. aldarinnar var látin sitja á hakanum. Nú eru gömlu fúnu innviðirnir víða að bresta og daglega eru í fréttum, m.a. í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Heilbrigðiskerfið vil ég segja að sé víða að hruni komið og sem formaður ljósmæðrafélagsins lét líka hafa eftir sér í vikunni í fréttum á RÚV. Löggæslan stendur höllum fæti og menntakerfið sveltur. Ríkisfjármálin í erfiðri stöðu og niðurskurður blasir við.
Ferðaþjónustan sem hefur haldið uppi þjóðartekjum sl. áratugi stendur á veikum grunni, m.a. vegna óöryggis í ferðamálum í heiminum. Ný atvinnugrein sem skapað hefur ómælt álag á heilbrigðiskerfið og sem komið var að þolmörkum. Aðeins þurfti síðan einn heimsfaraldur veirusýkingar til að leggja hana og þjóðfélagið allt á hliðina svo árum skiptir. Kostnaður sem af hlaust sem hlutfall landsframleiðslu var hvergi hærri í hinum vestræna heimi. Sjálfbærni íslensk landbúnaðar hefur staðið höllum fæti, aðalega vegna erlendra markaðsafla og sem geta snögglega brugðist. Gull sjávar, sjávarútvegurinn, er sýnd veiði en ekki alltaf gefin og silfur jarðar, heita vatnið og raforkuframleiðsla, miklum takmörkunum háð og kemur ekki til með að anna eftirspurn almennings í framtíðinni.
Í dag eru um 4000 Íslendingar landflótta í eigin landi vegna eldgosa á Reykjanesi sem engan enda sér á að ljúki á næstu áratugum og sem geta teygt sig að sjálfu höfuðborgarsvæðinu. Mikill húsnæðisskortur hafði þegar verið viðvarandi vandamál og unga fólkið oft á hrakhólum.
Hversu aflögufær erum við Íslendingar í dag að teknu tilliti til innviðanna að taka við allt að óheftum straumi flóttafólks frá hörðum og því miður víða versnandi heimi eins og aðstæður eru á Íslandi í dag? Hvar liggja þau mörk við þúsundin eða tugþúsundin og hvaða áhættu vill þjóðin taka þegar svo margt þarf hér að bæta og laga? Til að geta gefið þurfum við að eiga. Eins ef við vonandi á annað borð gætum gefið okkur þá dýrmætu gjöf að tryggja afkomendum okkar gott þjóðfélag að búa í náinni framtíð. Í dag skilgreinum við það sem vestrænt velferðaþjóðfélag, svipað og á hinum Norðurlöndunum. Í versta falli samt og vonandi mikið betra þjóðfélag en var fyrir aðeins rúmri öld síðan. Þegar Íslendingar voru í svipuðum sporum og hrakinn heimur er í dag.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 28.11.2023 - 14:51 - FB ummæli ()

Nýtt bráðasjúkrahús á Hringbraut með skertu og hættulegu aðgengi sjúkraflutninga.


Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem lá upphaflega til grundvallar staðsetningu Nýja þjóðarsjúkrahússins á Hringbraut, var áréttuð nauðsynleg þörf sjúkraþyrluflugs. Allt var gert af þeirra hálfu að halda í stærsta vinnustað landsins á Hringbrautinni og öllu fögru lofað. Lögð var blessun yfir fyrirhuguðum þyrlupalli á 5 hæð nýja rannsóknahússins. Gert var ráð fyrir stórum þyrlum svipuðum og LHG hefur nú yfir að ráða. Ekki var hlustað á viðvörunarorð margra sem best þekkja til um slysahættu með slíku flugi við óörggar aðstæður. Öruggar aðflugsbrautir vantaði (opin svæði á jörðu fyrir nauðlendingar), auk mengunaráhrifa á nærliggjandi umhverfi og hávaðatruflunar.

Eftir að byggingaframkvæmdir hófust og með nýju Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, úthlutaði Reykjavíkurborg svo nýju byggingahverfi til íbúabyggðar sunnan við spítalasvæðið og sem gera mun allt aðflug að fyrirhuguðum þyrlupalli en hættulegra. Í raun nú algjör forsendubrestur miðað við upphaflegar áætlanir og sem samt voru vafasamar eins og áður sagði og sem kallar auðvitað á nýja öryggisúttekt flugmála- og heilbrigðisyfirvalda. Í raun er þegar verið að ræða bak við tjöldin að afskrifa möguleikann á þyrlupalli á 5 hæð nýju Landsspítalabyggingarinnar.

Í dag er þannig búið að byggja mikið og þröngt upp á gömlu Valslóðinni og á landsvæði við NA-enda gömlu neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. Allt venjulegt sjúkraflug í misjöfnum veðrum og í ákveðnum vindáttum mikið erfiðara og hættulegra, og dæmi um að slíkum flugum hefur verið snúið á síðustu stundu, allt til Akureyrar eins og nýlegt dæmi er um. Stefna borgarinnar er síðan að leita allra leiða til að losna við flugvöllinn fyrir fullt og allt og fá enn meira byggingasvæði í Vatnsmýrinni, Skerjafirði og jafnvel í Öskjuhlíðinni!

Ein af meginforsendum staðarvals Nýs Landspítala auk nálægðar við HÍ var nálægðin við Reykjavíkurflugvöll og þar sem endastöð allt að 1000 sjúkrafluga er staðsett í dag. Sjúkraþyrluflug eru þegar um 300 og eykst sífellt með vaxandi ferðamannastraumi og lélegri mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. Um sextíu flug á ári talin í það miklum forgangi að lenda þarf á þyrluvelli BMT LSH í Fossvogi. Stór hluti sjúkrafluga er enda bráðamál og þar sem hver mínúta getur skipt máli, jafnvel skilið á milli lífs og dauða. Einn mikilvægast þáttur BMT Landspítala var að tryggja örugga aðkomu þangað með sem minnstu töfum. Skipulagið í dag er hins vegar stórhættulegt og forsendubrestur algjör með væntanlegt þyrluflug á spítalann við Hringbraut. Auk þessa hefur verið svínað á annarri forsendu staðarvals Nýja Landspítalans á Hringbraut og sem voru samgöngubætur landleiðina að ÁÐUR en framkvæmdir hæfust. Ekki áratugum á eftir.

Þessa staðreyndir eru nú ræddar aftur og aftur meðal almennings og þegar farið er að sjá fram á verklok fyrstu áfanga Nýs Landspítala eftir nokkur ár. Menn eru farnir að horfa til einhverra reddinga eftir á, eins að koma þyrlupalli/velli fyrir við Fossvoginn (Nauthólsvík verð nefnd) og þar sem hann á reyndar heima í dag í nálægðinni. Eins að bæta umferðaraðgengi með Borgarlínunni og Miklubrautina í stokk í framtíðinni og sem reyndar voru forsendur byggingaframkvæmda upphaflega fyrir næstum tveimur áratugum. Ekki löngu eftir á ef af verður!

Reykjavíkurborg hefur að mínu mati svikið þjóðina í græðgisvæðingu á eigin landi á kostnað þjóðaröryggis og almannaheill. Stjórn Nýs Landspítala ohf. stöðugt með hausana í Hringbrautarklöppinni og hugsa mest um stál og steypu. Hvar liggur hins vegar ábyrgð stjórnvalda á þessu klúðri? Stærstu og alvarlegustu skipulagsmistökum Íslandssögunnar að mínu mati. Að ekki sé talað um aukakostnaðinn tengt skipulagi á framkvæmdunum öllum frá upphafi upp á hundruðir milljarða króna. Ætlar stjórnsýslan ekkert að læra og biðja þjóðina afsökunar á mistökum sem margir voru búnir að benda á og hefði mátt fyrirbyggja með meiri opinni umræðu, í stað þöggunar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn