Föstudagur 18.10.2019 - 19:10 - FB ummæli ()

Fyrsta augljósa Hringbrautarskekkjan

Miklabraut næst Hringbraut (mynd-mbl.)

Ein megin forsenda hugmynda með sameiningu Landspítalans á Hringbraut, Landspítalans í Fossvogi (gamla Borgarspítalans), Landakotsspítala og jafnvel St. Jósefsspítala í Hafnarfirði upp úr aldarmótunum, var hagræðingin að geta haft alla starfsemi bráða- og meðferðartengdar lækninga á einum og sama staðnum. Reiknaður var út 2 milljarða króna sparnaður á ári hverju hvað þetta varðar. Ekki var reiknað með þörf á aukakostnaði fyrir þjóðarbúið vegna nýrra umferðamannvirkja í höfuðborginni, Hringbrautarstaðarvalsins vegna. Jafnvel þótt að sameiginlegur spítali á Hringbrautinni yrði stærsti vinnustaður landsins með um 8000 starfsmenn og áætlaðar ferðir til og frá spítalanum nálgist að verða um 30.000 ferðir daglega og ætla mætti að þyrfti að ganga greiðlega. Neyðarflutningarnir eru síðan enn alvarlegra mál.

Síðasta staðarvalsnefnd ríkisins benti þó á þessa augljósu meginforsendu staðarvalsins á Hringbraut strax árið 2008 og sem þyrfti að uppfylla. Forsendur sem sem reiknaðar hafa verið upp á allt að 20 milljarða króna og sem átti að vera vera búið að uppfylla áður en starfsemi nýja þjóðarsjúkrahússins hæfist og sjúkrahússtarfsemi flyttist frá Fossvogi 2024-2025 (Skýrsla nefndar “Ingu Jónu Þórðardóttur” um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana, febrúar 2008, en sem var ekki opinber fyrr en 2011).

Úr niðurstöðum KPMG skýrslu Nýs Landspítala, ágúst 2015

Forsendur umferðamannvirkjagerðanna fyrir Hringbrautina sérstaklega, voru endanlega strikaðar út úr reiknisdæminu þegar Alþingi ákvað framkvæmdirnar 2014. Eins í endurskoðunarskýrslu KPMG árið eftir vegna gagnrýni á áætlunina, miðað við gefnar forsendur í samanburði við hugsanlegt nýtt besta starval, t.d. á Vífilstöðum eða í Keldnalandinu. Mál sem ekki mátti síðan ræða eða gagnrýna opinberlega m.a. í ríkisfjölmiðlinum RÚV ohf., en sem samtökin SBSBS höfðu bentu ítrekað á löngu áður. Staðreyndir umferð og aðgengi sem eru að hluta strax komin á daginn og þótt aðalbyggingaframkvæmdirnar eru ekki enn hafnar á Hringbrautarlóðinni.

Fyrir utan aukinn umferðarþunga á Miklubrautinni og fleiri aðalumferðaræðum borgarinnar og miklar umferðartafir sl. ár, hafa áformin um aðeins einn sameinaðan spítala dagað uppi. Þegar er farið að velta fyrir sér staðsetningu næsta þjóðarspítala eftir nokkra áratugi og fleiri spítala á komandi árum sem yrðu jafnvel einkareknir (samanber landsfundarsamþykkt Sjálfsstæðisflokksins 2018 um málið). Rúmafjöldinn sem áætlaður var á Hringbraut var einfaldlega vanáætlaður miðað við þörf, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Sparnaðarhugmyndin í einum sameinuðum þjóðarspítala á Hringbraut eru brostnar og ljóst að gamli Borgarspítalinn og Landakot ásamt Vífilstöðum verða í rekstri um ókomin ár.

Engu að síður verður að tryggja nýjum Landspítala á Hringbraut betra aðgengi eins og nú er rætt um. Samt sokkinn kostnaður í heildardæminu upphaflega upp á þá tugi milljarða króna. Eins með töpuðum hagræðingarsparnaði að geta haft alla starfsemi á einum stað og allaf stefnt var að, má ætla að sokkin kostnaður nálgist 50 milljarða. Þá er ekki verið að reikna sparnað sem hefði áunnist við miklu hagkvæmari framkvæmdir á betri lóð og rekstur sjúkrahúss á besta stað og sem reiknað hefur verið út að geti þá alls nálgast um 100 milljarða króna á næstu áratugum. Hagræðistapið að taka nú ekki samt strax frá lóð fyrir næsta framtíðarsjúkrahús þjóðarinnar á besta stað, hvað sem gert verður á Hringbraut endanlega, er síðan allt önnur hörmungasaga og sér í lagi grátleg ef nota á síðan þá lóð til að borga strax upp í samgöngubæturnar og sokkna kostnaðinn við Hringbrautardæmið. Allur sokkinn kostnaður við Hringbrautarframkvæmdina kemur auðvitað á næstum árum til frádráttar á raunverulegum fjárlögum til reksturs heilbrigðiskerfisins, enda allur byggingakostnaðurinn á Hringbraut reiknaður inn í þann hluta fjárlaga hverju sinni.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 14.9.2019 - 13:40 - FB ummæli ()

Hagkvæmasta „malbikið“ í samgönguáætlun stjórnvalda

Flugstöðin á Hólmavík !

Dags daglega er þjóðlífið ekki brothætt á Ströndum eins og síðasti pistill ber vel með sér og mannlífið þar afskaplega gott. Brotalamir eru þó í aðgengi að neyðarþjónustu þegar mest liggur við, eins og reyndar víða á landbyggðinni. Jafnvel má stundum tala um afturfarir í því sambandi. Óöryggi sem frekar er til þess fallið að grafa undan vilja að búa úti á landi með t.d. börn, en sem styrkja mætti með góðum og til þess að gera ódýrum ráðum í svokallaðri innviðauppbyggingu stjórnvalda.

Mest hefur verið rætt um átak til vegasamgöngubóta. Hundruð milljarða króna er áætlað í það verkefni samkvæmt vegaáætlun stjórnvalda næsta áratuginn. Með betri vegum um landið minnkar hinsvegar ekki endilega slysatíðnin í réttu hlutfalli við framkvæmdir. Reyndar, sem búast má frekar við næst þéttbýliskjörnum, sérstaklega á sjálfu höfuðborgarsvæðinu og þar sem miklar umferðartafir eru daglegt brauð og umferðarþunginn á vegakerfinu allt of þungur. Aukin umferð, meiri hraði ökutækja og stórauknar rútuferðir með túrista um allt, auk sívaxandi aukning vöruflutninga landveginn, skýrir spá um aukna slysatíðni á landsbyggðinni. Samfara aukinni umferð á þjóðvegunum þarf því a.m.k. samsvarandi innviðauppbyggingu er varðar alla öryggisþætti, en þar sem búið hefur verið við nánast óbreytt ástand sl. áratugi. Í löggæslu, heilbrigðisþjónustu og er varðar aðra bráðaþjónustu sem skilin hefur verið mest eftir á herðum hjálparsveita og sjálfboðaliða að sinna. Og allar flugsamgöngur innanvands miklu ótryggari!

Flugsamgöngur og möguleikar til sjúkraflugs sem landbyggðin treysti víða á hér áður fyrr, er víða ekki lengur til staðar. Innviðarfénu sem verja á nær eingöngu til malbiks og steinsteypu er því illa varið ef undan verða skildar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja mannlegt öryggi á landinu öllu. Ákvarðanir sem skýrist oft af sérhagsmunum sveitafélaga og pólitískum hrossakaupum þingmanna á milli á Alþingi. Staðsetning nýja þjóðarspítalans á Hringbraut með stórkostlega skertu aðgengi og sveltar samgöngubætur í og næst höfuðborginni eru skýr dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem átt hefur sér stað í sjálfri höfuðborginni. Þar sem sokkin kostnður getur að lokum numið hundrum milljarða króna og hugsa þarf allt dæmið upp á nýtt.

Læknishéraðið á Ströndum spannar vel yfir hundrað kílómetra í allar áttir. Um er ræða 500 – 800 km. akstur ef keyra þarf í vitjun víða upp í sveit og með sjúklinginn síðan suður á Akranes eða til Reykjavíkur. Svo er auðvitað að koma sér til baka til Hólmavíkur sem fyrst. Slíkir sjúkraflutningar voru yfir 68 talsins í fyrra og tók hver og einn að meðaltali um 6-7 klukkustundir (dæmi er um að vitjun, sigling í sumum tilvikum og akstur taki allt yfir sólarhring). Samtals fóru um 1200 klukkustundir í akstur sjúkraflutningsmanna í fyrra fyrir Strandabyggð.

Aðeins einn læknir er á öllu svæðinu, oftast einn hjúkrunarfræðingur og einn sjúkrabíll sem er orðin gamall. Ef læknir fer með sjúkrabílnum suður, er héraðið skilið eftir læknis og sjúkrabílalaust á meðan. Áttatíu kílómetrar eru í næstu hjálp frá Búðardal. Vegna legu þjóðvegarins norður til Ísafjarðar yfir Þröskulda (og inn í Steingrímsfjörð), getur læknir á Hólmavík þurft að sinna Reykhólahreppi í slysum. Síðan allt Innra Ísafjarðardjúp, Steingrímsfjarðarheiði, Árneshrepp og Suðurstrandir á móts við læknana á Hvammstanga auk Standabyggðar á Hólmavík, Drangsnesi og í Bjarnarfirði. Enginn flugvöllur er lengur nothæfur fyrir svæðið á Hólmavík og sem ekki hefur fengið neitt viðhald sl. tvo áratugi, jafnvel þótt reisuleg góð flugstöðvarbyggingin standi enn við flugbrautina. Þrír flugvellir í Djúpinu voru eins áður nothæfir til sjúkraflugs, en eru það ekki lengur. Eini nothæfi flugvöllurinn í sýslunni er á Gjögri norður í Árneshreppi, í yfir 100 km fjarlægð frá Hólmavík og vegurinn þangað oft illfær og ófær á veturna.

Á sumrin margfaldast akstur í Strandabyggð og nálgast ökutækin að vera um 2000 á degi hverjum og yfir langa vegkafla að fara. Mikill fjöldi útlendinga fer um á bílaleigubílum allt norður í Árneshrepp, langt fram á haust. Miklir vöruflutningar m.a. með frystan fisk frá Ísafirði er um héraðið. Má áætla að fjöldi vöruflutningabifreiða með jafnlanga tengivagna fram og til baka sé um 30 bílar á dag og heildarlengd með vögnunum þá um hálfur kílómeter. Samsvörun þannig við sundurslitna járnbrautalest á þjóvegunum  okkar við öll möguleg veðurskilyrði. Til viðbótar er síðan vaxandi fjöldi rútubifreiða og sem hefur reynst stærsta stórslysaógnin á þjóðvegum okkar á Íslandi í dag. Allir sjá a.m.k. hvaða slysahættu allur þessi akstur ber með sér á Ströndum.

Ónógt umferðaöryggi á þjóðvegunum okkar er eitt ótryggasta og alvarlegasta heilbrigðisvandamál Íslands. Eins ásættanlegur aðgangur að nauðsynlegri neyðarhjálp, ekki síst ef hópslys verða. Hins vegar er verið að reisa nýjan þjóðarspítla á Hringbraut í höfuðborginni með nýrri fullkomnri bráðamóttöku slasaðra og veikra (í nýjum meðferðarkjarna). Ættum við þá ekki a.m.k. að huga að hinum enda heilbrigðisþjóðbrautar okkar og tryggja aðgang að henni, bæði á landi sem og með sjúkraflugi hverskonar. Þyrlukostur LHG (2-3 þyrlur) er meira og minna sá sami og verið hefur í áratugi. Hjálp sem hingað til hefur bjargað hvað mestu í alvarlegustu sjúkraflutningunum á Ströndum hin síðari ár og þyrlan gat komið vegna anna og veðurskilyrða.

Aðal forsendur almennns sjúkraflugs og sem er oftast miklu hagkvæmara og léttara að sinna en með þyrluflugi LHG, er auðvitað nothæfur flugvöllur á Hólmavík. Mannvirki sem gengdi einnig lykilhlutverki í loftbrú suður ef hópslys verður í héraðinu. Um þessa öryggisþætti og aðrar hópslysaáætlanir í héraðinu ætlum við öryggisaðilar á Hólmavík að ræða við fulltrúa Lögreglustjórans á Vestfjörðum að þeirra beðni í næstu viku.

Einfaldasta, skjótfengasta og mikilvægasta lausnin eins og ég og fleiri sjáum hana, er að lagfæra gömlu flugbrautina og malbika hana. Og svo ætti auðvitað að bæta sjúkrabílakostinn og hafa helst tvo bíla til taks (einn til vara). Eftir sem áður verðum við samt að treysta á björgunarsveitirnar í sjálfboðavinnu þegar stórslysin verða og sem ríkisvaldinu ber auðvitað að styrkja myndarlega í sinni áætluðu innviðaruppbyggingu á landsbyggðinni til framtíðar.

Ónothæfi flugvöllurinn við Hólmavík

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 8.9.2019 - 19:28 - FB ummæli ()

Ekkert brothætt á Ströndum

Það var skemmtileg tilviljun að ég fór í sunnudagsgöngutúr á Strákatanga í Hveravík á Ströndum, rétt nýbúinn að lesa bókina hans Kim Leine Spámennina í Botnleysufirði sem gerist seint á 18 öld og reyndar hálfnaður með Rauður maður, svartur maður sem gerist á svipuðum slóðum hálfri öld áður, í nýlendum Dana á suðurhluta Grænlands. Þar sem líf aðkomumanna snerist mest um að afla sel- og hvalspiks til framleiðslu lýsis til útflutnings. Hollendingar stunduðu hvalveiðar á Steingrímsfirði á Ströndum á eftir Böskum (1615) og reistu hvalveiðistöð til bræðslu á Strákatanga seinna á 17 öld eða upphafi 18 aldar. Ólögleg viðskipti eru talin hafa verið mikilli milli þessara aðila og Strandamanna, í mikilli óþökk einokunarveldis Dana og því til fáar samtímaheimildir af atburðunum. Talið er að Íslendingar hafi aðallega sóttst eftir hvalkjöti, járnvörum, tóbaki og brennivíni.

Sögurnar hans Kim Leine eru mjög nákvæmar hins vegar er varðar aðbúnað nýlenduherra Dana og leigulýðs á Grænlandi. Menningu þess tíma, sérstaklega tengt danska konungsveldinu og kristniboðinu á Grænlandi. Lífsháttum Grænlendinga eru gerð góð skil og ósamræmi þessara tveggja menningarheima, ekki síst er varðaði lífsviðurværi og trúmál. Lítilsháttar tengingar eru við Ísland í skipaferðum, sögupersónum og jafnvel er varðar hugmyndir um fyrra landnám norrænna manna á austurströnd Grænlands.

Aðstæður syðst á Grænlandi svipar mjög til íslenskra aðstæðna, sérstaklega þó Vestfjarða. Aðstæður Strandamanna í upphafi 18 aldar hafa sennilega þannig ekki verið ósvipaðar og Grænlendinga á margan hátt, að reyna að lifa lífinu og þótt menningin, verslun og öll aðföng hafi verið ólík. Flestir bjuggu í torfhúsum einhverskonar og sjávarafurðir aðallífsviðurværið. Íslendingar stunduðu þó landbúnað og sem var fáséður í Grænlandi, en veiðar villidýra hverskonar hins vegr meiri.

Það er gaman að spegla þessar aðstæður og menningarheima saman, tengt sögunum og minjum sem enn finnast. Bergsveinn Birgisson, rithöfundur gerir reyndar íslenska kaflanum og tengingu við danska konungsvaldið miklu betri skil í bók sinni Lifandilífslækur (2018). Skáldsaga sem gerist mest á Ströndum eftir móðurharðindin miklu í lok 18 aldar og Íslendingar við það að þurrkast út. Þegar hugmyndir voru jafnvel uppi í danska konungsveldinu að flytja mætti restina af vinnufæru fólki nauðugt til Danmerkur. Galdrar nyrst á Ströndum voru hins vegar ansi nálægt að breyta þeirri mynd í skáldsögu Bergsveins, vegna áhrifa sem danski konungssendiboðinn Magnús Árelíus varð fyrir á leið sinni norður Strandirnar.

Á Ströndum er víða hægt að ganga um fornar slóðir og skynja síðustu menjar nánast horfins heims. Jafnvel frá 12 öld, á tímum Guðmundar góða hólabiskups og sem var Strandamönnum sérstaklega kær og sem ég hef áður getið um í pistli um Kálfanes. Enn einu sinni koma Strandirnar manni skemmtilega á óvart, nú á Strákatanga (áður Skarfatangi) við Hveravík (áður Reykjarvík). Ótrúleg samtenging sögunnar og nútíðar. Upplifun sem skynja má reyndar í daglegri menningu Strandamanna og þar sem allt kemur heim og saman. Og enn gerast galdrar fyrir aðkomumanninn mig, eins og lýst er í frásögn Bergsveins, sem engan vegin er hægt að skrifa á tilviljanir einar saman. Brothætt byggð heitir þetta reyndar í dag í opinberu máli.

Strákatangi við Hveravík, Steingrímsfirði á Ströndum

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 20.7.2019 - 11:22 - FB ummæli ()

TOXIN og E.Coli

Við höfum verið rækilega minnt á hættuna sem skapast getur með smiti í sameiginlegri flóru manna og dýra með faraldrinum á STAC E. coli O26 sem virðist hafa átt upptök sín í Efstadal II þar sem ég átti góða kvöldstund með fjölskyldu minni og barnabörnum 28.6 sl. Grunur vaknaði um smit tæpum 2 vikum síðar hjá einum 4 ára sem bæði knúsaði kálfana óspart og þeir sleiktu hann og öll borðuðum við ís á eftir hamborgurunum sem við snæddum með bestu lyst. Smit var þó ekki staðfest með ræktunum í Svíþjóð að lokum. Engum öðrum virðist hafa orðið meint af eftir heimsóknina í Efstadal.

Börn er þó helst útsett fyrir að veikjast af bakteríunni og þá oft á annarri viku frá smiti með blóðugum niðurgangi, blóðleysi og jafnvel nýrnabilun. Aðrir geta einfaldlega borið sýkilinn eins og aðra E. coli gerla án þess að veikjast, en smitað aðra ef fyllst hreinlætis er ekki gætt. Coligerlar eru samt alltaf nauðsynlegir okkar flóru og meðal okkar nauðsynlegustu þarmagerla. Vandamálið snýr auðvitað allt öðruvísi við, ef stofnarnir bera með sér gen til toxinframleiðslu og sem valdið geta áðurnefndum eitureinkennum. Annars sjá aðrir góðir gerla sennilega að halda þessum stofnum niðri eða eyða þeim smá saman. Flóran okkar samanstendur enda af 10 sinnum fleiri gerlum en frumum sem tilheyra líkamanum sjálfum. Mikið flókið samspil er þarna á milli og víst er að gerlarnir skipa a.m.k. jafn mikilvægu hlutverki í vörnum líkamans og ónæmiskerfið okkar. Auk þess að hafa áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi og sem ég hef skrifað um oft áður.

Önnur umræða er auðvitað um ESBL E. Colibakteríurnar sem eru venjulegir E.coli stofnar en sem eru penicillínónæmir og finnast nú gjarnan í hráu kjöti erlendis, sérstaklega kjúklingum. Flórubakteríur er orsök flestra tilfallandi sýkinga mannsins. E. colibakteríur eru þannig algengasta orsök tilfallandi þvagfærasýkinga, iðrasýkinga hverskonar og jafnvel stundum lungnabólgu og slæmra sýkinga í sárum. Á Kýpur t.d í dag eru flestar sýkingar af völdum E. Coli, ESBL sýklalyfjaónæmir stofnar og sem finnst orðið í meirihluta hrás kjöts. Aðrar flórubakteríur á yfirborði dýra eins og klasakokkar geta líka verið sýklalyfjaónæmir, svokallaðir MÓSAR og sem finnast t.d. í allt að þriðjungi sláturskjöts svína víða erlendis, svo sem í Danmörku og einkum þar sem sýklalyf hafa verið mikið notuð í landbúnaði og í eldinu. Vandamálið sem snýr að heilsu mannsins er svo þegar þessir sýklar hafa borist í flóruna okkar og valda síðar tilfallandi sýkingum og sem sýklalyfin virka þá ekki á. Áhyggjur sem tengst hefur „stóra-kjötmálinu“ svokallaða á Alþingi og frjálsum innflutningi til landsins og sem heimila á til landsins um áramótin ófrosið og sem getur þá smitað þúsundfalt á við frosið í verslunum landsmanna og gert hefur verið vel grein fyrir í síðustu pistlum. Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar nú er eingu að síður að reyna að hafa smiteftirlit á kjötinu eins og kostur er og sem gjarna getur borið með sér ESBL og MÓSA bakteríur, auk auðvitað eftirlit með sjálfum matareitrunabakteríunum. Þar sem teflt verður sennilega á tæpasta vað.

Vegna þessarar margþættu umræðu um E. coli og nú sérstaklega smits hættulegs STAC stofns sem ber með sér toxinframleiðandi gen og smitað hefur þegar yfir 20 manns sl. vikur, aðl börn og þar af nokkur hættulega, endurbirti ég pistil hér sem ég skrifaði fyrir 8 árum, Verstu martraðirnar (2011). Um annan náskyldan STAC stofn sem hefur verið jafnvel efni í skáldsögur spennubókmenntanna. Við sjáum þó engan veginn fyrir endann á miklu stærra vandamáli og heilbrigðisógn á heimsvísu sem eru sýklalyfjaónæmu flórustofnarnir og þegar þeir eru farnir að valda lífshættulegum sýkingum sem sýklalyfin sjálf vinna ekki einu sinni á. Hluti af vandamáli sem WHO skilgreinir nú sem eina mestu heilbrigðisógn framtíðarinnar. Hér er þetta rifjað upp til að hvetja til betri skilnings á mikilvægustu smitvörnum okkar, hreinlætinu og að við vitum um uppruna þeirra sem við knúsum og þess sem við látum ofan í okkur. Eins ábirgð stjórnvalda til að standa vörð um smitvarnir landsins í framtíðinni;

„Stundum er lífið sjálft eins og besta skáldsaga. Tveir amerískir læknar hafa gerst þekktir spennusagnarithöfundar og nýta sér þar vel læknisþekkinguna, ekki síst í  samskiptum við lyfja- og matvælaiðnaðinn. Sumar sögurnar eru lyginni líkust og mjög í anda vísindaskáldsagna þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn, á meðan aðrar eru eins og verstu martraðir tengdar veikindum og óheppni í vafasömum heilbrigðiskerfum. Meðal annars oft raunsæ lýsing á því hvað getur gerst. Frægastur er sennilega Michael Crichton heitinn sem skrifaði meðal annars Jurasic Park, en Robin Cook er annar góður læknismenntaður rithöfundur sem hefur gefið út margar bækur og sem ég hef lesið nokkrar eftir m.a. Godplayer, Coma og síðast en ekki síst Toxin (1998) sem ég vil staldra nú við, enda bókin að mörgu leiti eins og kennslubók hvernig faraldur matareitrunar vegna fölsunar og nú geisar í Evrópu getur komið upp. Eins hve erfitt getur verið að finna upptökin þegar allir hagsmunaaðilar verja sinn hlut með kjafti og klóm og hversu alvarleg hún getur orðið þegar lífi manna er fórnað, ekki síst ungra barna. Að minnsta kosti gat ég ekki borðað hamborgara í mörg ár á eftir í Bandaríkjunum eftir að hafa lesið söguna og verð reyndar oft hugsað til hennar þegar ég fæ mér hamborgara hér heima, jafnvel þegar ég grilla þá sjálfur.

Saurgerillinn Escherichia coli (E. coli, af stofni O157:H7) lék aðalhlutverk í skáldsögunni Toxin ásamt lækninum og ungri dóttur sem lést af völdum matareitrunar eftir að hafa neytt hamborgara á skyndibitastað. Sýkilinn er mjög vel þekktur í Bandaríkjunum og víðar og þrífst best í saurmenguðu nautgripakjöti sem og öðru kjöti og jafnvel grænmeti. Uppsprettan er þó fyrst og fremst rakin til sóðaskaps við slátrun, þar sem kjötið er upprunalega unnið, hversu gamalt kjötið er þegar það fer í kælingu og hversu hreint vatn er notað við skolun. Nokkuð sem ber líka að hafa í huga hér á landi þar þegar slátrað er heima á bæ og smit getur alltaf borist frá okkur sjálfum.

Matareitrunarfaraldurinn nú í Evrópu (2011) og sem náð hefur til 11 landa, nú síðast til Svíþjóðar, er líka af völdum E. coli. Hann er reyndar af öðrum stofni, E. coli O104:H4 sem átti upptök sín í Þýskalandi fyrir aðeins nokkrum vikum. Vitað er síðan um yfir 2000 tilfelli veikra, þar af 520 tilfelli þar sem veikindin voru alvarleg og ollu nýrnabilun og síðan dauða 30 einstaklinga. Á annað hundrað manns er síðan með varanlegar líffæraskemmdir. Ung börn og gamalt fólk fara verst út úr sýkingunum, jafnvel nýrnabilun eftir aðeins nokkra daga veikindi. Allt þetta er rakið til eiturs sem sýkilinn gefur frá sér (toxin) og sem veldur hemolytic uremic syndrome (HUS)). Sýkingin einkennist annars í byrjun fyrst og fremst af blóðugum niðurgangi og oft krampakenndum magaverkum og uppköstum.

Nýlega varaði bandaríska landlæknisembættið ameríska ferðamenn við þessari sýkingu sem þeir kalla „Super-Toxic bug„, sérstaklega ef þeir hygðust ferðast til og frá Evrópu og sem eru í þokkabót fjölónæmir fyrir sýklalyfjum. Á sama tíma berast fréttir af slæmri meðferð nautgripa við slátrun í Indónesíu svo sum ríki eins og Ástralía hafa hætt innflutningi á kjöti þaðan meðan forseti Indónesíu hefur fyrirskipað að sláturhús í landinu sæti rannsókn af dýraverndarsjónarmiðum. Alveg eins og í skáldsöginni góðu, Toxin, þar sem saman fór sóðaskapur og slóðaskapur ásamt illri meðferð dýra við slátrun í sjálfri Ameríku. Hvernig er hægt að ætlast til að þeir hinir sömu og sem bera ábyrgð á slæmri meðferð dýra séu ábyrgir fyrir hreinlæti og séu yfir höfuð treystandi til matvælaframleiðslu fyrir okkur mennina. Ekki síst þar sem saurgerlar koma við sögu og hreinlæti er alltaf lykilatriðið.

Í dag er víða í heiminum meira notað af sýklalyfjum til að halda dýrunum á lífi fyrir slátrun en notað er til að bjarga fólki frá sýkingum og sem er ein af megnin ástæðum hratt vaxandi sýklalyfjaónæmis helstu sýkingarvalda mannanna. Lyfjasóðaskapur ef svo má segja. Nýlega hafa borist fréttir frá Bretlandi þar sem bændur bera svokallaða MÓSA , penicillínónæmir klasakokkar sem valda m.a. algengustu sárasýkingum hjá okkur mönnunum. Bakteríur og stofnar sem þrífast sérstklega vel á nautgripum sem fá mikið af sýklalyfjum. Fyrir nokkrum árum sýndi líka dönsk rannsókn að um 20% danskra svínabænda báru MÓSA frá svínunum í nefi. Svín ofalin á sýklalyfjum til að hámarka kjötframleiðsluna. Vandamál sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur tengjast eini af mestu heilsuógnum okkar mannanna í náinni framtíð.

Í dag virðist sem tilfellum fari fækkandi í Þýskalandi og vonandi er búið að ná tökum á ástandinu. Búið er samt að eyðileggja mikið fyrir garðyrkjubændum á Spáni enda smitið í upphafi rakið fyrir misskilning til spænskra gúrkna og sem voru fluttar inn til Þýskalands. Síðar bárust böndin í upprunanum reyndar til jarðbaunaræktar í Mið-Evrópu. Ekki má þó gleyma þeim landlæga fjanda sem E.coli gerillinn er, sérstaklega stofn O157 víða í heiminum og sem þrífst hvað best í hráu og gömlu stórgripakjöti. Hreinlæti og upprunavottun á öllum stigum það mikilvægasta.

Síðan heima hjá okkur sjálfum og munum að elda kjötið vel og að hitastigið fari að minnsta kosti upp fyrir 72° C í grillsteikinni. Taka skal fram að lokum, okkur til til smá hughreystingar, að sýkillinn E. coli O157 hefur ekki ræktast úr íslenskum nautgripum nýlega. Stöku sinnum hafa komið upp sýkingar í fólki hér á landi án þess að skýring hafi fundist. Síðasta dæmið um sýkingar í fólki var sumarið 2010 en þá tilkynnti embætti sóttvarnalæknis um tvö tilfelli af völdum bakteríunnar. Ekki tókst að finna uppruna þeirra sýkinga. Við þurfum engu að síður að vera stöðugt á verði, enda erum við sífellt á ferð og flugi og útlendingarnir streyma til landsins sem aldrei fyrr. Okkur til bjargar er þó kalda veðráttan þrátt fyrir allt og nóg af hreinu vatni og frystiskyldu í langflutningi. Fátt er svo með öllu illt, að ei boðar gott. Þannig lít ég að minnsta kosti á mínar martraðir, meðan þær eru bara martraðir.“

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 13.6.2019 - 15:54 - FB ummæli ()

Misvísandi umræða nú um “kjötmálið” – Epli og appelsínur

Umræðan nú um STAC E-Coli í íslensku kjöti og sem er í sjálfu sér athyglisverð sem MAST birti í gær, virðist af mörgum vera notuð nú til að afvegaleiða umræðuna um kjötmálið svokallaða og sem mótsvar við varnaðarorðum um hættuna sem getur skapast með frjálsum innflutningi á hráu kjöti erlendis frá. Kjöt og grænmeti sem getur borið með sér ótilgreint magn sýklalyfjaónæmra flórubaktería og sem borist getur auðveldlega í menn ef óvarlega er farið, eins og t.d. ESBL E-coli og skyldar bakteríur. Frysting í flutningi og í verslunum heftir auðvitað verulega krosssmit í annað kjöt og á hendur viðskiptamanna og barna, miðað við kjöt sem getur lekið um allt, ófrosið. Auðvitað er hins vegar alltaf mikilvægt að elda allt kjöt vel, íslenskt sem erlent og sem getur allt allt hugsanlega borið með sér matareitrunarbakteríur og sem er önnur umræða. Rannsóknin hjá MAST sýnir hins vegar að hvorki finnst Salmonella né Kampýlobakter í íslenska kjötinu og aðrar rannsóknir hafa sýnt áður að hlutfall sýklalyfjaónæmra baktería er mun lægra í íslenska kjötinu en því erlenda.

Vaxandi sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda okkar og sem á stóran hlut í fráflæði dýraflórusýkla í menn er meðal helstu skilgreindu heilbrigðisógna samtímans að mati flestra sóttvarnastofnana heims, þ.á.m. Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO. Stofnar sem blandast í okkar flóru í byrjun án þess að valda strax sýkingum en sem geta valdið algengustu og alvarlegustu tilfallandi sýkingum okkar úr eigin flóru og þegar sýklalyfin duga þá illa eða ekki. Og auðvitað geta STAC bakteríurnar svokölluðu einnig orðið ESBL þ.e. sýklalyfjaónæmar og þá vandast nú málið fyrir alvöru.

Skynsamleg sýklalyfjanotkun meðal manna og sem minnst í landbúnaði eru meðal helstu markmiða sem og að hefta smitleiðir með öllum skynsamlegum ráðum, ekki síst milli landa. Ísland hefur staðið afar vel að vígi varðandi þessa sýklalyfjaónæmu stofna. Full ástæða er til að halda þessari stöðu og sem er öfundsverð meðal fletra þjóða heims. Að beinlínis að stofna til aðgerða til að auka smithættuna er því glórulaus, lýðheilsunnar vegna. Eins til að forða íslenska heilbrigðiskerfinu frá stórfeldum kostnaði og tjóni og sem gert hefur verið vel grein fyrir í fyrri pistlum og með nýlegri ályktun stjórnar LÍ.

https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-5611.pdf

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 3.6.2019 - 21:36 - FB ummæli ()

Vítin til að varast!

Sú var tíðin, rétt fyrir aldarmótin síðustu, að Íslendingar fengu yfir sig faraldur fjölónæmra pneumókokka sem lagðist verst á börn og gamalmenni, m.a. alvarlegum lungnabólgum. Flórubaktería sem annars finnst gjarnan í nefkoki flestra barna, en getur valdið algengustu bakteríusýkingum í loftvegum s.s. eyrum og lungum. Nú var hins vegar kominn fjölónæmur stofn sem aðeins sterkustu sýklalyfin virkuðu á og sem gefa þurfti í æð. Vel á annað hundruð barna þurftu þannig að leggjast á sjúkrahús (Barnadeild LSH) til sýklalyfjagjafar og rannsóknir sýndu að allt að 20% barna gátu borið þennan stofn, langmest meðal þeirra sem áður höfðu fengið nýlega sýklalyf á. Faraldurinn vakti heimsathygli og hingað komu fréttamenn frá Norðurlöndunum til að kanna hverju þessu sætti. Vissulega var ekki kjöti eða matvælum um að kenna enda pneumókokkur f.o.f. loftvegabaktería. Mjög mikil sýklalyfjanotkun meðal Íslendinga, einkum barna var talinn vera ástæða að faraldurinn þreifst hér svo vel í um áratug, en þar sem bakterían fjölónæma átti upphaflega rætur að rekja til Spánar (6B spænsk – íslenski stofninn sem síðar var svo nefndur) og sem sennilega hefur borist upphaflega með Íslendingum sem dvöldust við Spánastrendur.

Sýklalyfjaávísanir á ári til 0-4 ára barna per 1000 börn. Ísland samanborið við Svíþjóð.

Síðan þetta var eru liðnir tæpir tveir áratugir og síðan var farið bólusetja gegn ákveðnum stofnum þessara pneumókokka, m.a. þeim fjölónæma 6B. Sýklalyfjanotkun okkar hefur hins vegar lítið minnkað og er enn mest meðal Norðurlandaþjóða. Ætla má að aðstæður geti orðið álíka góðar fyrir sýklalyfjaónæma ESBL -colistofnana og jafnvel MÓSA klasakokkana og sem valda flestum sárasýkingum og húðsýkingum meðal manna. Stofnar sem fljótt gætu náð fótfestu í flórunni okkar vegna sýklalyfjaþrýstings frá okkur sjálfum og ef þeir á annað borð berast í okkur, t.d. með matvælum erlendis frá. Lágmark væri því að hefta allt mögulegt smit með hráu kjöti með FRYSTISKYLDU í öllum flutningi og í verslunum landsmanna sem og hertu eftirliti sem nú er rætt um. Smit sýklalyfjaónæmra nærflórubaktería í annars “eðlilegu” og þannig séð “ósýktu” kjöti mun berast. Aðeins er spurning um hversu mikið það verður næstu árin og hvað við viljum ganga langt til að verja lýðheilsumarkmiðin okkar og sterkt heilbrigðiskerfi.

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2018/10/01/islendingar-enn-og-aftur-a-aftasta-bekk-sagan-endalausa/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2019/05/23/fullkomlega-oabyrg-stefna-stjornvalda-geng-lydheilsunni-a-islandi/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 23.5.2019 - 12:49 - FB ummæli ()

Fullkomlega óábyrg stefna stjórnvalda gegn lýðheilsunni á Íslandi

Fullkomlega óábyrg stefna stjórnvalda, hjá Samtökum versunarinnar og RÚV ohf. í “kjötmálinu” svokallaða gagnvart lýðheilsunni á Íslandi og sem m.a. fellst í afnámi frystiskyldu á hráu erlendu kjöti strax í haust og sem smitað getur okkur af sýklalyfjaónæmum flórubakeríum (m.a. sýklalyfjaónæmum colibakteríum og klasakokkum) út um allt, ekki síst í verslunum landsmanna. Kjöt sem smitað getur verið í allt að 50% tilfella og lekið getur um allt og hendur okkar og barnanna í verslunum og í innkaupapokunum.

Stjórn Læknafélag Íslands ályktaði um málið á stjórnarfundi sínum 20.5.2019  og hefur sent alþingi neðangreinda umsögn sem vitnað er í hér við lagafrumvarpi stjórnarmeirihlutans um frjálsan innflutning á landbúnaðarafurðum og afnámi frystiskyldu á erlendu kjöti sem á að koma til framkvæmda strax í haust. Bændasamtök Íslands hafa ennfremur bent á að það þurfi a.m.k. 3 ára aðlögunartíma til að styrkja eftirlitskerfið svo það virki til að fyrirbyggja óheftan innflutning m.a. á sýklalyfjaónæmum flórubakteríum.
“Læknafélag Íslands (LÍ) vill af þessu tilefni benda á að innviðir og möguleikar heilbrigðiskerfisins til að bregðast við sýkingum afvöldum fjöl- og nær alónæmra baktería eru mun takmarkaðri en annarra EES landa. Skal þar sérstaklega bent á takmarkaða möguleika til einangrunarvistunar sjúklinga á meðan meðferð stendur…..
LÍ telur þvi óábyrgt að slaka á núverandi matvælalöggjöf og fiystiskyldu matvæla þar til viðunandi innviðir heilbrígðiskerfisins til að bregðast við aukinni útbreiðslu fjölónæmra baktería hafa verið styrktir.”

Sjá:
https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-5611.pdf

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 3.4.2019 - 15:56 - FB ummæli ()

Hinn brostni lífskjarasamningur þjóðarinnar

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að rekja megi þróun sýklalyfjaónæmis í heiminum að stórum hluta til sýklalyfjanotkunar í landbúnaði.

Við Íslendingar höfum búið við ótrúlegt heilbrigðisöryggi sl. áratugi. Aðgengi verið nokkuð gott að heilbrigðisþjónustu hverskonar og nýjum lyfjum. En það eru blikur á lofti. Í dag erum við farin að sjá merki um hvers kyns oflækningar og kraftaverkalyfin, sýklalyfin, sem jók meðalaldur mannsins um meira en áratug fyrir rúmlega hálfri öld, eru notuð til kjöteldis og þau hætt jafnvel að virka. Um 70% allra sýklalyfjaframleiðslu í heiminum fer beint til landbúnaðarframleiðslu/kjöteldis. Svo er nú komið að sýklalyfjaónæmi helstu sameiginlegu sýkingarvalda manna og dýra er orðin ein mest heilbrigðisógn framtíðar að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Vissulega höfum við Íslendingar mátt fara mikið betur með sýklalyfin hjá okkur mannfólkinu og nota þau aðeins þegar skýrar ábendingar eru til. Um 50% sýklalyfjanotkunar mannsins er strangt til tekin ónauðsynleg. Hitt er annað að hvergi í heiminum er og hefur verið jafn lítil notkun í landbúnaði og á Íslandi. Ísland hefur auk þess búið við ákveðið einangrunaröryggi í dreifingu dýrasmitsjúkdóma vegna legu sinnar í miðju Atlantshafinu. Sama á við um dreifingu ákveðinna smitsjúkdóma hjá manninum, veira og baktería þegar þeir koma upp í fjarlægum löndum. Eins í dreifingu sýklalyfjaónæmra flórubaktería dýra og manna og sem í flestum tilvikum á rætur að rekja til sýklalyfjanotkunar í landbúnaði erlendis eins og áður sagði og jafnvel óbeint í akuryrkju þar sem saurmengað vatn er notað til áveitna.

Á Íslandi höfum við verið að mestu laus við þessar sýklalyfjaónæmu flórubakteríur og sem eiga þátt í algengustu sýkingum mannsins. Nánar tiltekið sýklalyfjaónæmra colibaktería og klasakokka (ESBL og MÓSAR). Þar má t.d. nefna þvagfærasýkingar, sýkingar í görn og gallvegum, sárasýkingum hverskonar tengt aðgerðum og slysum, húðsýkingum hvers konar og sýkingum í beinum og liðum og aðskotahlutum hverskonar. Augljóst má vera hvert vandamálið verður ef venjuleg og stundum engin sýklalyf virka á slíkar tilfallandi sýkingar. Innan sjúkrahúsa og úti í þjóðfélaginu.

Sýklalyfjaónæmar flórubakteríur þurfa alls ekki að valda sýkingum frekar en aðrar venjulegar flórubakteríur. Vandinn er að ónæmu stofnarnir smitast í flóruna með öðrum flórubakteríum og sem er í sífelldri mótun. Geta dvalist þar mánuðum saman en valdið tilfallandi sýkingum eins og lórubakteríur geta gert. Fá hins vegar alltaf sérstakt forskot þegar við þurfum að nota sýklalyf sem drepa sýklalyfjanæmu stofnana í flórunni og sem gerir þá þeim ónæmu tækifæri á að dafna enn frekar. Því lengri og þyngri sýklalyfjakúrar, því meira blómstra ónæmu stofnarnir í flórunni okkar og bíða tækifæris á að sýkja okkur.

Augljóst má vera að þegar erlend kjötvara getur í tugprósentavís borið beint sýklalyfjaónæmar flórubakteríur í innihaldinu eins og ESBL og MÓSA, að þá er mikill vandi á höndum fyrir ósmituð svæði. Með ófrosinni vöru er hætta miklu meiri og hætta á massasmiti í flutningum og að lokum í kjötborðum landsmanna eða innkaupapokanum. Börn og gamalmenni verða fyrst til að smitast, enda skortur á hreinlæti og handþvotti helsta smitleiðin til flórunnar okkar af kjötinu. Mikil sýklalyfjanotkun þessara aldurhópa hér á landi er síðan sérstakt áhyggjuefni hvað varðar þessir stofnar nái að blómstra og fyrri rannsóknir með aðra sýklalyfjaónæma flórustofna hafa sýnt svo vel (fjölónæmu pneumókokkana).

Alvarlegar sýkingar vald oft dauða ef ekki er rétt brugðist við og sýklalyf notuð sem eiga að duga. Mikið sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda mun kosta heilbrigðiskerfið mikið í lengri meðferðartíma og dýrari breiðvirkari lyfjum og sem samt er ekki sjálfgefið að virki. Dauðsföll vegna sýkinga sem við teljum auðvelt að meðhöndla í dag mun þannig fjölga. Eins mun verða mikið bakslag í árangri erfiðari skurðaðgerða og sem treysta á sýklalyfin sem stuðningsmeðferð. Alþjóða heilbrigðisstofnunin reiknar reyndar með að óbreyttu að bakteríusýkingar munu leggja fleiri að velli en krabbameinin eftir nokkra áratugi og þannig að við séum komin nálægt þeim veruleika sem var fyrir tilkomu sýklalyfjanna snemma á síðustu öld.

Rétt notkun sýklalyfja meðal manna og alls ekki að þau séu notuð í landbúnaði vegna eldissjónarmiða, eru ráleggingar allra heilbrigðisstofna sem fjalla um þessi máli í dag. Langt er í land að þau takmörk náist. Hefta skal eins smit með öllum ráðum sem og almennt gildir í grundvallarsjónarmiðum smitsjúkdómafræðinnar. Að bjóða hættunni heim með óheftum flutning sýklalyfjaónæmra baktería í „ókeypis“ ófrosnu blóðæti og sem smitast geta um allt ef umbúðir eru ekki öruggar, er auðvitað stórhættuleg ákvörðun stjórnvalda. Ákvörðun sem teflir á tæpasta vað varðandi lýðheilsuöryggið eins og við þekkjum það í dag. Þá má því sennilega segja um málið svo allir skilji, „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Mál sem ekki hefur heldur mátt ræða í flestum fjölmiðlum meðal annars ríkisfjölmiðlum vegna sennilega viðskiptahagsmuna (auglýsingatekjur). Mikilvægt þjóðþrifamál og sem snýst um nærflóruna okkar í dag og hvernig hún getur snarbreytst til hins verra. Ekki þannig bara um matareitrunarbakteríurnar sem alla athygli fær (Kamphýlobakter og Salmonellu) og sem er allt annað mál, þótt vissulega sé hætta á að þær berist líka í auknu magni til landsins, jafnvel sýklalyfjaónæmir stofnar.

Frjáls innflutningur á ófrosnu kjöti er öruggasta leiðin að fjölga ónæmum sýklum í massavís til landsins eins og t.d. ESBL og MÓSUM sem mótstöfunarráðstafanir ná mjög takmarkað til. Á Kýpur eru t.d. ESBL sýkingar farnar að slá í 50% allra E.Coli þvagfærasýkinga hjá almenningi og sem eru enn afar fátíðar hér á landi, þótt berunum fari hægt fjölgandi < 1 %. Svipað á sér stað með MÓSA og sárasýkingar. Gríðarlega breytt landslag líkast til hvað nærflóruna okkar snertir í náinni framtíði og óheyrilegur heilbrigðiskostnaður og heilsutjón þegar illa eða ekki gengur að ráða niðurlögum algengra sýkla með sýklalyfjunum okkar næstu áratugi. Kostnaður sem gæti nemið 100 milljörðum króna á ári eða svipaða upphæð og nú er rætt um sem framlag ríkisstjórnarinnar til Lífskjarasamningsins 2019.  Á “silfurfati” viðskiptahagsmuna á kostnað lýðheilsunnar og sem vel hefði mátt nota sem rök Íslands gegn EFTA dómsúrskurðinum í fyrra og sem Hæstaréttur Íslands staðfesti, en sem miðar úrskurði sína við allt annað landslag en við eigum að venjast á Íslandi.

Áætluð dánartíðni og kostnaður í Bandaríkjunum 2050 vegna sýklalyfjaónæmis sem að stórum hluta má rekja til sýklalyfjanotkunar í landbúnaði.

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2019/03/17/mikilvaegi-frystingar-til-ad-takmarka-sem-mest-smithaettu-syklalyfjaonaemra-bakteria-med-erlendu-kjoti-til-landsins/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2019/03/02/kaupmadurinn-og-margnota-innkaupapokinn-okkar/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2017/11/28/hin-tilbuna-gerviverold-syklabuin-og-mosar-a-ihlutum-i-okkur-og-a/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 17.3.2019 - 01:15 - FB ummæli ()

Mikilvægi frystingar til að takmarka sem mest smithættu sýklalyfjaónæmra baktería með erlendu kjöti til landsins.

Mikils misskilnings virðist gæta á gagnsemi frystingar á hráu kjöti erlendis frá og sem fjölmiðlarnir vilja ekki ræða, sennilega til að styggja ekki Samtök verslunarinnar og til að ógna ekki auglýsingatekjum. Frysting heftir vöxt örveira og drepur jafnvel sumar og sem kæling gerir aðeins takmarkað. Það sem er meira um vert að fryst kjöt lekur ekki gegnum umbúðir sem geta brugðist og smitar þannig ekki frá sér yfirborðsörveirum með blóðvessum eins og ferskt kjöt auðvitað gerir. Umræða sl. daga gerir reyndar lítið úr mikilvægi frystingar og sem hefði líka mátt gera betri skil í annars ágætu nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Það hvort frysting drepi allar bakteríur í kjötinu skiptir minna máli í þessu samhengi, en sem vissulega getur átt vel við hvað kamphýlobakter smitað kjöt varðar. Varðandi innflutning á sýklalyfjaónæmum flórubakteríur í kjöti erum við hins vegar ekki að tala um matareitrunarbakteríur. Hins vegar flórubakteríur sem óhjákvæmilega berst með kjötinu, frosnu eða ófrosnu. Ófrosið hinsvegar sem smitar 1000 sinnum meira út frá sér og til umhverfisins. Allt gæðaeftirlit í dag og sem víða er mjög brothætt snýst hins vegar nær eingöngu að matareitrunarbakteríum eins og Salmonella og Kamphýlobakter. Að lágmarka hættu á hópsýkingu með kjötinu og að sýklarnir séu ekki þar að auki sýklalyfjaónæmir.

Ef sýklar eru varasamir heilsu manna í kjöti, hvað a nafni sem þier kallast, ætti frysting að vera grundvallaratriði sem lágmarks smitvörn m.t.t. dreifingar í flutningum og verslunum. Sérstaklega gildir þetta auðvitað um nýjar sameiginlegar flórubakteríur dýra og manna í dag og ef þær eru sýklalyfjaónæmar eins og t.d. E. coli (ESBL) eða klasakokkar (MRSA, öðru nafni MÓSAR) og sem geta valdið tilfallandi  sýkingum löngu síðar eftir að þær hafa borist í flóruna okkar. Sýklar sem geta fundist allt að helmingi erlends kjöts eins og í kjúklingum og svínakjöti. Líklegt er að þessir sýklar dreifist í miklu magni í nærflóru landsmanna og bíða þar tækifæris að blómstra, jafnvel svo mánuðum skiptir. Oft þá frekar tengt tilfallandi sýklalyfjagjöfum sem við þurfum stundum á að halda. Með öðrum orðum ef gamla góða garnaflóran okkar heldur þeim ekki í skefjum. Ein af hverjum 5 sýkingum í Bandaríkjunum og víða í Evrópu í dag eiga þannig rætur að rekja til sýklalyfjaónæmra baktería sem koma beint eða óbeint frá landbúnaðarvörum. – Vandamál sem hefur verið nær óþekkt hér á landi, þótt tíðni sérstaklega ESBL bera og jafnvel sýkinga hefur farið heldur vaxandi sl. áratug á Íslandi. Miklu betri varnarstaða samt m.t.t. smits en víða erlendis þar sem smithlutfall íbúa getur talist í tugprósentum hvað þessar bakteríur varðar. Allt sem þakka má lítilli sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér á landi (smitumst ekki af eigin framleiðslu) einangrunar landsins og frystiákvæða sem gilt hefur á erlendu innfluttu kjöti.

Upp undir 90% svínabænda víða í Þýskalandi bera með sér sýklalyfjaónæma E.coli og Klasakokka (ESBL og MRSA) og sem sýnir hvað auðvelt er að smitast af eldisdýrum af flórubakteríum og kjöti þess eftir slátrun og þar sem sýklalyfjanotkun er mikil í landbúnaði. Kjötið sem við ætlum nú að fara að flytja ferskt inn í landið, ófrosið í þokkabót sem stóreykur smithættuna við meðhöndlun kjötsins, á svipaðann hátt og gerist hjá bændunum í Þýskalandi. Bara líka á aðrar vörur okkar í leiðinni. Augljóst ætti að vera hvaða hættu slíkt bíður upp á varðandi algengustu sýkingar mannsins. T.d. þvagfærasýkingar og sárasýkingum og þegar venjuleg, eða jafnvel allar tegundir sýklalyfja, duga ekki til að ráða niðurlögum á og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) varar nú einmitt eindregið við. Með sömu þróun og verið hefur er útlit fyrir að fleiri látist úr ómeðhöndlanlegum bakteríusýkingum en af völdum krabbameina eftir nokkra áratugi. Í grunninn er ráðlagt hætta að nota sýklalyf í eldissjónarmiði í landbúnaði og sem er um 70-80% sýklalyfjanotkunarinnar í heiminum í dag og eins að minnka alla óþarfa sýklalyfjanotkun meðal manna og sem telur um 30% heildarnotkunarinnar. Eins að hefta útbreiðslu þessara sýklalyfjaónæmustofna með öllum ráðum, á sjúkrahúsum (eins og við heilbrigðisstarfsfólk gerum í dag) og eins úti í þjóðfélaginu, með öllum ráðum. Þar sem hreinlætissjónarmið og lögmál smitvarnanna skipta mestu máli og þar sem við eigum einmitt mikil sóknartækifæri á Íslandi.

Íslendingar standa betur að vígi varðandi sýklalyfjalaust dýraeldi og dýraheilbrigði almennt, m.a. vegna einangrunar landsins um aldir, almenns hreinlætis og ómengaðs vatns til akuryrkju og landbúnaðar. Sýklalyfjanotkun meðal manna er hins vegar, því miður, meiri en á hinum Norðurlöndunum, einkum meðal ungra barna og eldra fólks og sem gerir Íslendinga viðkvæmari að taka upp sýklalyfjaónæmar bakteríur frá umhverfinu en fólk á hinum Norðurlöndunum og fyrri rannsóknir undirritaðs hafa sýnt vel á loftvegaflórubakteríum meðal barna á Íslandi (fjölónæmra pneumókokka.) Kappsamlega er samt unnið að því að ná óþarfa sýklalyfjanotkun niður meðal fólks hér á landi og sem telur a.m.k. 1/3 notkunarinnar í dag.

Frysting fljótlega eftir slátrun og allt þar til kjötið er þýtt, rétt fyrir suðu eða steikingu, minnkar sennilega 1000 falt hættu á smiti og að sýklalyfjaónæmar flórubakteríur sem fylgdu dýrinu í eldisvextinum og síðan í kjötinu, smitist út með flutningi og að lokum í verslunum á aðrar vörur, hendur viðskiptavina og loks í innkaupapokann. Við vitum vel hvar þessir sýklar geta endað að lokum, ofan í okkur.

Líkja má vaxandi sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda okkar sem einum ógnvænlegasta heimsfaraldri 21. aldarinnar. Alvarlegar sýkingar sem hafa verið nokkuð auðvelt að meðhöndla með kraftaverkalyfjum 20. aldarinnar verða aftur algengar og lífshættulegar. Alla tíð reyna lönd að seinka smiti í eigin landi með öllum ráðum. Að flýta fyrir hugsanlegu smiti þessa faraldurs eins og nú er ráðgert á Íslandi fyrir hag verslunarinnar eingöngu, eru forkastanleg vinnubrögð stjórnvalds gagnvart lýðheilsusjónarmiðum og sem sagan ein á eftir að geyma.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 2.3.2019 - 10:24 - FB ummæli ()

Kaupmaðurinn og margnota innkaupapokinn okkar

Hreinlæti og handþvottar hafa hingað til gagnast best í baráttunni gegn smitnæmu sjúkdómunum okkar og dýranna og sem ekki eru loftborið smit.

 

Stjórnvöld ætla að fara leyfa innflutning á ófrosnu kjöti erlendis frá, oft í lekum umbúðum og smitar þá auðveldlega frá sér sýklalyfjaónæmar bakteríur allt í kring, í kjötborðinu og jafnvel á aðrar nærliggjandi vörur eða í margnota innkaupapokann okkar. Sem frosið kjöt gerir þúsundfalt minna!
Álíka viturleg ákvörðun og leggja til að handþvottur sé óþarfur sem og aðrar skynsamlegar almennar smitvarnir gegn næmu sjúkdómunum okkar og sem í þokkabót verða nú miklu sýklalyfjaónæmari en áður á Íslandi!!!!

Já, til hvers sprittum við hendurnar milli sjúklinga á spítölunum ef við fáum svo bara slæmu bakteríurnar á hendurnar í kjötborðinu hjá kaupmanninum og í margnota innkaupapokann sem við erum hvött til að nota.

“ONE HEALTH” – er mál sem flestir fjölmiðlar Íslands eiga erfitt með að skilja m.a. RÚV ohf. eða vilja ekki vegna hagsmunatengsla við Samtök verslunarinnar, tengt auglýsingatekjum sem hart er barist um þeirra á milli. Manna og dýraheilbrigði eru ar hins vegn nátegnt hverju öðru hvað almennar sýkingarvarnir varðar, eða að 60% segir Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO).

Auk þekktra matarareitrunar sýkingarvalda eins og Kamphýlóbakter og Salmonellu (jafnvel sýklalyfjaónæmra) sem mesta athygli fær þessa daganna, snýr þetta ekki síður að þætti sameiginlegrar “eðlilegrar” nærflóru dýra og manna (í görn, loftvegum og á húð) eða svokölluðum súnu-bakteríum, eins og t.d. E.coli og klasakokkum og sem geta fundist sýklalyfjaónæmir (ESBL og MÓSAR) í allt að helmingi eldisdýra erlendis og í vissum tilvikum orsakað sýkingar sem geta verið illviðráðanlegar vegna sýklalyfjaónæmisins. Klasakokkarnir geta til dæmis borist með í allt að helmingi eldissvína frá Danmörku (Samfélags-MÓSAR) og coli-bakteríuranar í allt að þriðjungi kjúklings frá Svíþjóð (ESBL) og nýleg dæmi sanna. Sýklar sem smitast mjög auðveldlega í mannaflóruna við meðhöndlun á ófrosnu kjöti sérstaklega og ef t.d. umbúðir leka og eins ef ekki er gætt 100% hreinlætis við hverskonar handfjötlun kjötsins í verslunum og öllum flutningi.

Landbúnaðarmál snúa því jafnframt að mikilvægustu heilbrigðis- og lýðheilsumálum þjóðarinnar og sem ekki er hægt að fara með að hentisemi markaðshyggjunnar hverju sinni og nýlegt frumvarp landbúnaðarráðherra um frjálsan innflutning á fersku erlendu kjöti ber nú glöggt með sér.

http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/antimicrobial-resistance/news/news/2018/11/of-all-human-diseases,-60-originate-in-animals-one-health-is-the-only-way-to-keep-antibiotics-working?fbclid=IwAR00d8OJnxwL97E34pEt8A15kA1x06AI10VSglkyE5wOpERkjFSxDO_G51Q

https://www.bbl.is/frettir/frettir/erum-ad-taka-rosalega-ahaettu/15246/

https://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/02/nr/5746

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn