Færslur fyrir október, 2010

Laugardagur 16.10 2010 - 23:23

Fyrstur með fréttirnar!

Stöð 2 var með frétt í kvöld um matarkortin í New York.  Ég skrifaði um þetta fyrir nokkrum dögum undir fyrirsögninni „Að eiga fyrir mat“ þar sem ég lýsti kerfinu í Bandaríkjunum og tók New York fylki sem dæmi. Kerfið heyrir undir landbúnaðarráðuneytið í Bandaríkjunum en er stjórnað af sambandsfylkjunum.  Upphaflega var þetta kerfi sett […]

Föstudagur 15.10 2010 - 10:55

500,000 kr = 85 fm

Heimilistekjur upp á 500,000 kr. á mánuði duga fyrir 85 fm íbúð á höfuðborgarsvæðinu svo framarlega sem kaupandinn á einnig 3,750.000 kr. sparnað á bók fyrir útborgun.  Þetta yrði niðurstaðan ef íslenskir neytendur færu í greiðslumat hjá varfærnum og ábyrgum fjármálastofnunum í nágrannalöndum okkar.  Vandamálið í húsnæðismálum landsmanna eru lág laun og hár byggingarkostnaður.  Lán og […]

Sunnudagur 10.10 2010 - 19:40

„Great Expectations“

Ögmundur segir ekki orð um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, hann er núna í sínu uppáhaldshlutverki, kemur hlaðinn loforðum og lausnum.  Eina sem skyggir á hjá Ögmundi er flokksbróðir hans Björn Valur sem varar við of miklum væntingum.  Ögmundur slær nú létt á þær áhyggjur og segir: „… að ekki megi einblína um of á kostnað heldur […]

Sunnudagur 10.10 2010 - 13:18

Skuldir ofar heilsu

Forgangsröðun forsætisráðherra er skýr, peningar og skuldir koma ofar heilsu og heilbrigði.  Stærsta mál ríkisstjórnarinnar er að finna 200 ma kr. handa skuldsettum heimilum á sama tíma og gengdarlaus niðurskurður á sér stað í heilbrigðisþjónustu og þúsundir manna þurfa að þiggja matargjafir til að geta fætt börn sín. Talað er um þjóðarsátt um skuldir heimilanna, […]

Laugardagur 09.10 2010 - 12:59

Heilbrigðishrun

Tveimur árum eftir bankahrunið stefnir í hrun heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni.  Reynsla annarra þjóða sýnir að heilbrigðisstofnanir þola ekki 20% niðurskurð, þjónustan einfaldlega hrynur. Það er engin tilviljun að Bretar ætla ekki að skera niður í heilbrigðisþjónustu hjá sér í þessari kreppu, allt annað verður skorið niður meira.  Þeir vita af bitri reynslu að flatur niðurskurður […]

Laugardagur 09.10 2010 - 12:15

Bankarnir ekki mesta vandamálið

Þá hefur Bjarni Ben bæst í hóp allra annarra stjórnmálaleiðtoga sem kenna bönkunum um skuldavanda heimilanna.   Það er mjög athyglisvert að allir flokkar frá Sjálfstæðisflokki til Hreyfingarinnar skella skuldinni á bankana en tala varla um lífeyrissjóðina eða Íbúðarlánasjóð?  Hvers vegna?   Hvar liggur stærsti hluti húsnæðislána landsmanna? Bankarnir fengu sína lán á afslætti en ekki Íbúðarlánasjóður […]

Föstudagur 08.10 2010 - 21:30

Hver á að borga?

Að bjarga heimilunum kostar kr. 200-220 ma en að skera niður heilbrigðisþjónustu um 20% á landsbyggðinni eins og fjárlög boða, sparar aðeins tæpa kr. 3 ma.  Ef það er hægt að finna peninga til að bjarga heimilunum þá hlýtur að vera lítill vandi að bjarga heilbrigðisþjónustunni úti á landi, ekki satt? Vandamálið í þessum reikningi […]

Föstudagur 08.10 2010 - 12:47

Hinn íslenski Yasser Arafat!

Hver stjórnar Íslandi?  Þetta er spurning sem erlendir aðilar velta fyrir sér.  Sérstaklega er þetta umhugsunarvert fyrir starfsmenn AGS  í Washington.  Ansi er ég hræddur um að starfsmenn þar hafi verið of fljótir á sér að klappa á bakið á Steingrími og gefa yfirlýsingar um 3% hagvöxt hér á landi 2011. Icesave vandamálið er aðeins […]

Miðvikudagur 06.10 2010 - 21:08

Að eiga fyrir mat

Sú staðreynd að þúsundir manna þurfi að standa í biðröð til að þiggja matargjafir er einhver mesti áfellisdómur á íslensk stjórnvöld sem hugsast getur og sýnir hversu langt Ísland er komið af braut norræna velferðarkerfisins.  Ekki einu sinni í Bandaríkjunum þarf fólk að leggjast svona lágt.  Þar í landi úthlutar hið opinbera öllum sem eiga […]

Miðvikudagur 06.10 2010 - 13:01

Allt enn í hnút eftir 2 ár!

Nú eru tvö ár liðin frá hruni og enn er verið að ræða hugmyndir um skuldaaðlögun fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Ekki vantar tillögur og aðgerðir en íslensk pólitík og þrjóska á sér fáa líka. Það er deginum ljósara að á Íslandi er ekki til sú þekking, reynsla og kunnátta sem þarf til að leysa vandamál […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur