Ef klúður væri útflutningsgrein, væri Ísland á grænni grein! Maður er farinn að spyrja sig hvort kreppan á Íslandi sé ekki fyrst og fremst klúðurskreppa? Var bankahrunið hér ekki fyrst og fremst vegna samtvinnaðs klúðurs á öllum þjóðfélagsstigum? Svo kom Icesave, Magma og gengislánin. Eitt sem maður tekur eftir eru brenglaðar hugmyndir Íslendinga þegar þeir […]
Nýlokið er blaðamannafundi í Brussel við upphaf formlegra viðræðna við ESB. Hér er um mikilvægt þjóðfélagsmál að ræða og útkoman hver sem hún verður mun hafa mikil áhrif á stöðu landsins og lífskjör í framtíðinni. Það var því með ólíkindum að enginn íslenskur blaðamaður skyldi spyrja spurninga á þessum fundi. Alveg sama hvort menn eru […]
Fá ríkisfyrirtæki og stofnanir virðast betur stjórnað en Landhelgisgæslunni. Gæslan á heiður skilið fyrir skjóta og góða endurskipulagninu á síðustu tveimur árum. Þær fréttir berast nú að rúmlega helmingur verkefna Gæslunnar komi erlendis frá. (Minni þjónusta við Ísland er áhygguefni en þar er ekki við Landhelgisgæsluna að sakast heldur ríkið.) Þetta sýnir að Landhelgisgæslan veitir […]
Ég leyfi mér að birta hér leiðara Alþýðublaðsins frá 1. apríl 1976, líklega skrifaðan af Sighvati Björgvinssyni, þáverandi ritstjóra blaðsins. Þessi leiðari á jafn mikið erindi við okkur eins og hann átti við foreldar okkar. —– Í Alþýðublaðinu í gær (31. mars 1976) birtist athyglisverð grein um hvernig Nýfundnaland glataði sjálfstæði sínu. Ástæðan var sú, […]
Ein ástæða þess að stuðningur við ESB aðild hefur dalað er að AGS prógrammið hefur tekist vonum framar. Kreppan er búin, er sagt, þó svo að við séum í gjörgæslu AGS með ónýta krónu, höft, lokaða fjármálamarkaði og lánstraust í ruslaflokki. Halda menn virkilega að AGS og Norðurlöndin munu halda áfram að dæla hér inn […]
Þorsteinn Pálsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag um fölsk lífskjör og fyrirheit. AGS hefur varið landið fyrir hrikalegu lífskjarafalli og er það vel, en hvað tekur við þegar hendi AGS sleppir? Þorsteinn veltir þessari spurningu fyrir sér og kemst að þeirri niðurstöðu að enn er fátt um skýr svör frá stjórnmálaflokkunum. Eins og ég […]
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta og öflugasta stjórnmálaaflið á Íslandi. Það er eðlilegt og rökrétt að gera þá kröfu að flokkurinn hafi forystu um málefnalega og opna umræðu um ESB aðild, eitt stærsta samfélagsmál samtíðarinnar. Þetta er ekki einkamál Samfylkingarinnar né er það æskilegt að örfáir einstaklingar stýri og stjórni ESB umræðu og viðhorfum Sjálfstæðisflokksins innan frá sem […]
Hinn mikli veraldarvefur AMX heldur því fram að ekki sé heil brú í mínum ESB málflutningi. Þegar maður er kominn á radarskjá hjá fuglahvísli AMX er maður farinn að stuða Sjálfstæðisflokkinn og hans heilögu þrenningu. En hver stendur flokknum nær, AMX eða ég? Friðrik Eggerz frá Ballará og síðar Akureyjum var afi Sigurðar Eggerz fyrrum […]
Björgólfur Thor gefur út yfirlýsingu um að hann ætli að borga sínar skuldir og er það gott og vel, en mér finnst nú að hann hefði getað þakkað sjúklingum Íslands fyrir þeirra þátttöku í hans persónulega átaki. Flestir landsmenn munu, nefnilega, taka þátt í að borga skuldir útrásarvíkinganna í formi hærra vöruverðs og lægri launataxta. […]
Kunningi minn, erlendis, spurði mig um daginn: eru Íslendingar nokkuð komnir af Búrbónum, þeirri merku konungsætt í Evrópu? Ha, sagði ég, hvers vegna spyrðu? Jú, Íslendingar eru alveg eins og Búrbónar, gleyma engu og læra ekkert!