Staða Landsspítalans er ekki viðunandi. Það þarf að leysa það vandamál með nýrri nálgun. Fyrsta flokks sjúkrahús verður aldrei rekið á sómasamlegan hátt af stjórnmálamönnum og allra síst dómstólum, enda er það ekki þeirra sérfræðisvið. Menn verða að átta sig á að á sjúkrahúsrekstur á nýrri öld verður ekki byggður á rómantískri hugmyndafræði um yfirburði […]
Umræðan um ákvörðun ríkisbankans um nýjar höfuðstöðvar á hæla Borgunarákvörðuninni sem bankaráðsformaður viðurkennir að hafi verið mistök, vekja upp áleitnar spurningar um hver sé arkitektinn að þessum ákvörðunum? Hver stjórnar bankanum eiginlega? Bankasýslan virðist opinberlega ekki heilshugar styðja umdeildar ákvarðanir stjórnar bankans, en endurskaus þó alla stjórnarmenn bankans eftir Borgunarmistökin og þar með gafa stjórninni […]
Til er sjóður sem kallar sig lánasjóð. Þessi sjóður lánar út fé sem hann fær aldrei tilbaka og því meira sem hann lánar því minni verða endurheimturnar. Nei þetta er ekki sjóður á vegum ESB og Þjóðverja sem lánar til Grikklands. Þessi sjóður er alíslenskur og nefnist LÍN. Það er réttara að kalla LÍN styrktarsjóð […]
Á meðan bankar á Wall Street eru að færa starfsemi sína frá miðborg New York til að auka samkeppnishæfni er íslenski ríkisbankinn á tímaflakki til fortíðar. Enginn alvöru banki sem þjónar almenningi á samkeppnismarkaði myndi detta í hug að sameina starfsemi sína á dýrasta stað. Útskýringar bankans um að húsið muni ekki skyggja á Hörpuna […]
Vaxtagjöld Grikklands eru 2.6% af landsframleiðslu en 4.5% á Íslandi. Grikkir eru að kikna undan skuldum en hvað með Ísland? Munurinn er að skuldir Grikkja eru hjá vondum útlendingum en ekki innlendum aðilum eins og t.d. lífeyrissjóðum. Það skiptir máli hvort lánadrottnar hafi kosningarétt þar sem þeir lána. Það er ein lexían af gríska dramanu. […]
Af hverju lokar Actavis verksmiðju sinni hér á landi? Nú er Ísland á margan hátt kjörið land til lyfjaframleiðslu, hér er hreint vatn og loft, græn orka og menntað starfsfólk á lágum launum. Vandamálið er hins vegar íslenskur óstöðugleiki, hátt vaxtastig og frumstæður fjármálamarkaður íslensku krónunnar. Er samband á milli þess að Ísland dregur ESB […]
Bandaríkjamenn vilja að Grikkir verði áfram í evrunni og þeir munu líklega ná að sannfæra Þjóðverja um að semja við Grikki. Stífni Þjóðverja og popúlismi Grikkja hefur gert þessa deilu allt of erfiða og langdregna. Það er kominn tími til að menn semji á viðskiptalegum forsendum. Það er athyglisvert að bera saman Grikkland og Puerto […]
Titilinn gæti verið nafn á stefnu stjórnvalda þegar kemur að sparisjóðum landsins. Nú er sparisjóðskerfið endanlega hrunið eins og svo margt sem fyrri kynslóðir byggðu upp af eljusemi. Svona fer þegar stjórmálamenn láta innihaldslausar yfirlýsingar taka við af faglegri stefnumótun. Þetta er nefnilega hætt að reddast. Afleiðingin af hruni sparisjóðanna er að líklega eru yfir […]
Það eru ekki kröfuhafar sem verða þeir erfiðustu þegar kemur að afnámi hafta, það hlutverk hefur ESB. Nú þegar Ísland hefur gefið út yfirlýsingu um að afnám hafa standi yfir er eðlilegt að álykta sem svo að EES undanþágan sem Ísland hefur haft frá hruni um frjálst fjármagnsflæði sé á endastöð. ESB gefur ekki afslátt […]
Ef Íslendingar geta ekki fengið kanadíska dollarann sem gjaldmiðil ættu þeir að reyna að fá kanadískan banka til landsins. Það varð ekkert bankahrun í Kanada, því þar kunna menn að reka banka. Í Kanada er mikil reynsla af því að reka banka sómasamlega í 20 ár samfellt. Engin slík reynsla er á Íslandi og því […]