Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 05.03 2014 - 11:39

Hagnaður bankanna

Mikið er talað um hagnað bankanna og litið á hann sem skattlagningartækifæri eða tækifæri til að lækka útlánsvexti. En hvaðan kemur þessi hagnaður? Margir átta sig ekki á að stór hluti af þessum hagnaði kemur frá innlánseigendum. Innan hafta er auðvelt fyrir bankana að nota og stýra innlánsvöxtum til að ná arðsemiskröfu eigenda.  Innlánseigendur eiga […]

Mánudagur 03.03 2014 - 16:05

Pínlegt Pútíndaður

Norðurslóðastefna ÓRG með St. Pétursborg og Rússland sem þungamiðju hefur strandað á Krímskaganum. Það hefur alltaf verið ljóst að lýðræðisþjóðir á norðurhveli jarðar eru skeptískar á norðurslóðastefnu sem byggir á Pútíndaðri.   Íslendingar héldu hins vegar að í þessu fælist lausn á ESB vandræðum þjóðarinnar.  Annað kemur núna í ljós. Í dag standa Íslendingar uppi stefnulausir.  […]

Sunnudagur 02.03 2014 - 11:28

„Is Iceland still a mess?“

Í vikunni sem er að líða hafa birst myndir af mótmælum fyrir utan Alþingishúsið í heimspressunni, t.d. CNN og FT.  Þar er minnst á að eftir rúmlega 5 ár er Ísland enn að kljást við hrikalegar afleiðingarnar hrunsins og enn er þjóðin að mótmæla fyrir utan þinghúsið. Þessar fréttir minna menn á erlendis að enn […]

Föstudagur 28.02 2014 - 09:14

Hóphugsun ríkisstjórnar

Nýjasta skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem rúmlega 80% vilja þjóðaratkvæðisgreiðslu sýnir að ný gjá hefur myndast á milli þjóðar og þings. Hvernig gat þetta gerst?  Þetta eru jú sömu mennirnir sem voru svo í takt við þjóðarviljann í Icesave málinu?  Hluti af svarinu má finna í rannsóknarskýrslu Alþingis.  Þar er talað um hættuna af einsleitum hópum […]

Fimmtudagur 27.02 2014 - 16:46

Úr ESB ösku í EES eldinn

Það er stundum sagt “be careful what you wish for”.   Þetta mættu bæði ESB aðildarsinnar og andstæðingar íhuga. Taktískt séð er tillaga VG um að setja málið tímabundið á ís skynsamlegasta lausnin eins og í pottinn er búið.  Það ríkir enn ákveðin óvissa um hvernig Ísland og Evrópa muni þróast í náinni framtíð og þá […]

Miðvikudagur 26.02 2014 - 07:19

Pútin og ÓRG gegn ESB

Ríkisstjórninni berast nú stuðningskveðjur frá fyrirheitna landinu þar sem Forseti vor hamast á ESB. Það er ekki amalegt fyrir Pútin að fá heimsmann eins og ÓRG í lið með sér. Stefna og bandalag meginþorra lýðræðisríkja Evrópu hentar ekki vestast og austast í álfunni, um það eru Pútin og ÓRG sammála. Maður er nú farinn að […]

Þriðjudagur 25.02 2014 - 08:48

ESB: Allt í plati

Íslensk umræða um Evrópusambandið virðist í litlu samhengi við evrópskan raunveruleika og byggir frekar á íslenskri óskhyggju. Þingsályktunartillagan um afturköllun á aðildarumsókn sýnir vel það haf sem er á milli Íslands og ESB.  Íslendingar eru að reyna að fara aftur í tímann og halda að þeir geti sagt við ESB, “þessi umsókn var allt í […]

Mánudagur 24.02 2014 - 14:44

Engin tár í Osló

Norðmenn munu ekki fella nein tár við ákvörðun Íslendinga um að afturkalla ESB umsóknina og enn síður munu tár verða felld í Madrid. Spánverjum gefst nú gullið tækifæri á að ná vopnum sínum á Norður-Atlantshafi eftir erfiða efnahagsörðuleika. Það verða þeir ásamt Frökkum og Portúgölum sem munu ráða því hvenær og á hvaða forsendum Ísland […]

Laugardagur 22.02 2014 - 13:41

Dýrt ESB brölt

ESB umsóknarbrölt Íslendinga er með eindæmum.  Ísland fær á sig þann stimpil að geta ekki klárað það sem það byrjar á vegna óeiningar og stefnuleysis. Þá mun þetta misheppnaða brölt auka á óvissu um getu Íslendinga til að marka sér sjálfbæra og trúverðuga efnahagsstefnu.   Um leið og ESB aðild lokast beinist kastljósið að EES. Þjóð […]

Laugardagur 22.02 2014 - 07:16

EES of ódýr!

Líklegt er að þegar Ísland formlega lokar á ESB viðræður munu menn í Brussel draga þá ályktun að EES samningurinn sé of ódýr. Þetta er fullkomlega rökrétt í ljósi orða utanríkisráðherra Íslands sem sagði að ESB gæti ekki tekið á móti velmegandi ríki eins og Íslandi. ESB hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að öll […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur