Færslur fyrir júlí, 2009

Föstudagur 10.07 2009 - 09:22

Þeirra eigin orð

Góður félagi sendi mér þessar tilvitnanir um Evrópusambandsaðild eftir nokkrum Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum í tilefni dagsins:   FRAMSÓKNARFLOKKUR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: „Afstaðan er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru.“ (Á Viðskiptaþingi. Frétt í Fréttablaðinu 14. mars 2009) Sigmundur Davíð sagðist sjá fyrir sér að það yrði verkefni nýrrar ríkisstjórnar að sækja um aðild […]

Miðvikudagur 08.07 2009 - 12:38

Nær ekki nokkurri átt

Það nær ekki nokkurri átt að fallast á tilboð Björgúlfanna um að borga tæpan helming af skuld sinni við Kaupþing. Mælir ekki með stjórnendum Kaupþings að hafa látið sér detta þetta í hug – nema þá ekki séu öll kurl komin til grafar. Rétt að það gerist þá ekki seinna en í gær, því hér […]

Þriðjudagur 07.07 2009 - 11:52

Þór Saari og botnlaus hræðsluáróður

    Ein athugasemdanna sem bárust við síðasta pistil, um Parísarklúbbinn og Lilju Mósesdóttur, var frá Þór Saari alþingismanni sem einmitt velti fyrir sér fréttum vikunnar hjá Halla Thorst á laugardaginn. Þór finnst pistill minn vera hluti af „botnlausum hræðsluáróðri … fyrir ICESAVE“ en nýjasta nýtt í þeirri herferð sé að „Samfylking og hluti VG“ […]

Mánudagur 06.07 2009 - 11:08

Lilja á Signubökkum

Lilja Mósesdóttir var í Vikulokaspjalli á laugardaginn og lagði þar til að við höfnuðum Icesave-samkomulaginu og færum síðan að tala við Parísarklúbbinn um skuldastuðning. Lilja er einn af þeim alþingismönnum VG sem hafa lýst verulegum efasemdum um Icesave-samkomulagið – en fleiri efasemdarmenn hafa að undanförnu ímyndað sér Parísarklúbbinn sem einhverskonar lausn undan Icesave og AGS. […]

Föstudagur 03.07 2009 - 13:06

Hver er hlynntur Icesave?

Hef í sjálfu sér engar efasemdir um að könnun Gallups um Icesave (hér bráðum) endurspegli afstöðuna í samfélaginu til Icesave-málsins en er samt efins um niðurstöðuna. Ég tel – eins þeir vita sem hafa fylgst með þessum pistlum undanfarið – að það sé ekkert annað í stöðunni en að samþykkja Icesave-samningana. En er ekki þarmeð „hlynntur“ Icesave. […]

Fimmtudagur 02.07 2009 - 14:18

Landsliðið í verkfall?

Alveg rétt, Jón Baldvin, að reiði almennings er réttlát. Af hverju eigum við að borga fyrir ævintýri auðkýfinga og fjárglæframanna? Kapítalistarnir eiga að höndla með sína eigin peninga (að svo miklu leyti sem þau auðæfi eru annað en þjófnaður, takk Proudhon) en ekki setja þjóðskrána í pant (takk Einar Már). Allt verður að reyna til að ná […]

Miðvikudagur 01.07 2009 - 09:08

Samgöngubætur, ekki samgöngumiðstöð

Kristján L. Möller samgönguráðherra hlýtur að endurskoða ákvörðun sína um forgangsröð í samgöngumálum. Verkefnin Vaðlaheiðargöng og samgöngumiðstöð í Vatnsmýri eru einfaldlega ekki brýnustu framkvæmdir í samgöngumálum á þessari stundu, og það sér öll þjóðin þótt yfirlýsingar af þessu tagi kunni að þykja karlmennska í einhverjum kjördæmum. Þessi hugmynd um nýja samgöngumiðstöð hefur alltaf verið skrýtin […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur