Íslenska samninganefndin hefur náð góðum árangri hér í Kaupmannahöfn – ef yfirhöfuð verður af samningum. Merkasta afrekíð er líklega að hafa náð endurheimt votlendis inn í framlengda Kyoto-bókun, sem ekki var í hinni fyrri, þannig að Íslendingar geti talið sér til tekna hvern endurnýjaðan votlendisrúmmetra í kolefnisbókhaldi framtíðarinnar. Þetta er mikill ávinningur. Annarsvegar vegna þess […]
Löngu er ljóst að ekki yrði undirritaður bindandi samningur hér í Höfn um næstu skref eftir Kyoto, en menn vonast enn eftir „ákvörðun um ákvörðun“ — að ríki heims sameinist um samningsramma, helstu útlínur samnings og ekki síst tímafrest til undirritunar. Gore hefur lagt til að það verði í Mexíkó í júlí á næsta ári. […]
Aðeins einn íslenskur fjölmiðill tímdi að senda mann til Kaupmannahafnar út af loftslagsráðstefnunni miklu. Það er Fréttablaðid sem hefur hér hinn trausta blaðamann Kolbeinn Óttarsson Proppé, og síðustu daga hefur Fréttablaðið verið langflottast – nema eitthvað sé að gerast í miðlunum heima sem ekki sést gegnum netið. Fréttablaðið í dag segir frá raðstefnunni einsog hvert […]
Í gær gekk Ísland í Evrópusambandið – hér í Bella Center í Kaupmannahöfn. Það er að segja í loftslagsmálunum. Við höfum nú tekið undir boð ESB um 30% samdrátt og gefið fyrirheit um að takast á hendur sömu skuldbindingar og „aðrar“ Evrópusambandsþjóðir. Þegar kominn er nýr samningur í Kyoto-stíl verðum við inni í ESB-pakkanum. Þetta […]
Þetta er spurning um traust, sagði Indverjinn Mehta á blaðamannafundi umhverfissamtaka hér í einum salnum fyrir hádegið. Al Gore flutti svo magnaða rædu um fimmleytið – og þar lyysti hann raðstefnunni hingað til líka svona: Spurning um traust – A question of confidence. Og þetta virðast orð að sönnu: Ráðstefnan hér í Bella Center […]
Ekkert að frétta af hinu glæsta álveri við Helguvík nema enginn svarar þrálátum spurningum um orkuöflun fyrir fullbúið 360 þúsund tonna ver sem notar 630 MW (Fjarðaál 346 þ.t., 690 MW). Og þrenn umhverfissamtök, þar á meðal Græna netið, hafa kært úrskurðinn um Suðvesturlínu, þannig að ekki er bitið enn úr þeirri nálinni. Það er þó lítil töf […]
Það er að sjálfsögðu prýðilegt að róa fyrir hverja vík í Icesave-málinu, og þetta nýja samkomulag er örugglega barasta ágætt. Nokkuð seint á ferðinni, og nú þurfa málþófsmennirnir að hvíla sig vel eftir sitt arbeið. Samt kemur manni á óvart að það skuli eiga að leggjast yfir heilar sextán spurningar í fjárlaganefnd. Langfæstar þeirra koma […]
Á kjörtímabilinu 2003–2007 beitti stjórnarandstaðan í þremur málum því vopni sem hún taldi sig hafa eitt saman gegn yfirgangi ráðherra og stjórnarmeirihluta, að setja á miklar ræður til að knýja fram samkomulag um málalok eða frestun máls – og til að vekja athygli almennings á því sem um var að vera. Menn deildu þá um […]
Ríkisendurskoðun hefur birt niðurstöðurnar úr prófkjörsuppgjörunum sem frambjóðendur sendu henni í haust. Allir sem þekkja til sjá að þær eru samsafn af bröndurum. Það er ekki þeim á Ríkisendurskoðun að kenna, þeir hafa ekki heimildir til annars en að birta reikningana sem þeir fá í bréfunum. Og samt fannst mér fyndið þegar í mig hringdi […]
Það er djarft verk og þarft hjá fjármálaráðherra og ríkisstjórninni að leggja til afnám svokallaðs sjómannaafsláttar í áföngum næstu ár (hér, 25. grein). Djarft vegna þess að kringum þennan ríkisstyrk hefur myndast ógnarsterk varnarfylking – sjómannaleiðtoga, útgerðarmanna, byggðahöfðingja og kjördæmisþingmanna – og tilfinningarök þessarar fylkingar eiga að sjálfsögðu greiða leið að þjóð sem forðum hafði […]