Þriðjudagur 20.11.2007 - 11:00 - 1 ummæli

Mótmælendur.

Frakkar eru ekki fólk sem lætur bjóða sér hvað sem er. þeir æða á götur út og gera skurk. Bændur moka kúamykju á tröppur ráðhúsa og flutningabílstjórar loka hraðbrautum. þegar þeir eru óánægðir. Og þetta vilja margir flytja inn til Íslands.

Af því að þetta sé lýðræðið í reynd. Bolurinn að mótmæla heimskum ráðamönnum og vondum. Ég efast, þó að stundum mætti samtakamáttur okkar hér vera meiri, eða hvað?

Kannski erum við bara svona harðánægð þegar öllu er á botninn hvolft. Eða erum við svo mikili einstaklingshyggjumenn að við getum ekki tekið okkur saman um að gera eitt eða neitt í sameiningu. Hver tuðar í sínu horni, grautfúll.

Er eðliegt að misstórir hópar geti sínkt og heilagt verið að beita svona aðferðum gegn valdhöfum sem hafa ekki gert neitt af sér, beinlínis? Hver segir að valdhafar megi ekki vera vitlausir. Er ólýðræðislegt að lýðræðislega valin ríksstjórn taki ákvörðun sem einhver er óánægður með?

Hvurslags hegðun er það að moka skít á tröppur ráðhúsa og loka hraðbrautum? Eiga menn ekki að berjast fyrir kjörum sínum við samningaborð og ef valdhafar brjóta lög á fólki á þá ekki að sækja rétt sinn til dómastóla?

Hvað varð um Ghandi? Þögul mótmæli. Nei nú skal það vera ofbeldi. Ráðist inn á vinnustaði og þess háttar. Svokallaðir mótmælendur hnattvæðingarinnar telja nauðsynlegt að lenda í slagsmálum við lögreglu. Get haldið áfram…

Hún er greinilega þunn línan milli þess sem einum finnst vera lýðræðislegur réttur fólks til að tjá sig og okkar hinna sem finnst full stutt í stjórnleysið.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Í Frakklandi snýst þetta um að ákveðnir hópar vilja koma í veg fyrir að lýðræðislega kjörin stjórn hrindi í framkvæmd þeim breytingum sem hún var kosin til að gera af meirihluta þjóðarinnar. Sem betur fer hefur þessi hrikalegi ósiður ekki verið fluttur inn hér… Völd sérhagsmunahópa (eins og bænda) hafa verið allt of mikil í Frakklandi einmitt út af svona æfingum. Hinn þögli meirihluti æðir ekki út á götu til að mótmæla mótmælunum.IG

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur