Miðvikudagur 21.11.2007 - 15:37 - Rita ummæli

Jón Viðar og gagnrýnin.

Ég er afspyrnuslakur að sækja leikhús. Samt er alltaf gaman þar. Misgaman en þegar við sem förum sjaldan förum, þá er bara alltaf gaman. Einhver myndi þá kannski segja að við hefðum bara ekkert vit á leikhúsi og þekktum ekki muninn á því sem er gott og því sem er frábært. Skítt með það. Ég þarf ekki að láta segja mér hvað er hvað. Tek mér bara það bessaleyfi að mynda mér mína eigin skoðun og hún gildir.

Alveg eins og með skoðun gangrýnenda nema að hún gildir ekki eins og mín eigin. Ekki að fullu allavega. Hún getur haft einhver áhrif gagnrýnin sér í lagi ef hún er öll á einn veg hjá öllum. Á aðsókn alltso, í báðar áttir.

Þessa dagana reyni ég af öllum mætti að missa ekki af gagnrýni Jóns Viðars. Magnaður tappi finnst mér. Greinilega stútfullur af fróðleik um fagið frá öllum hliðum. Fyrst fannst mér hann bragðdaufur og fúll en það hefur breyst. Nú finnst mér hann safaríkur og skemmtilegur og ég veit ekki hvor hefur breyst ég eða hann.

Skiptir litlu en mér finnst gaman að lesa hann. Létt önugur stundum og þorir að segja það sem honum finnst. Svo er gaman þagar hann hrífst því það er sjaldan og verður því verðmeira fyrir vikið. Virðist hundgömul sál og finnst flest betra sem liðið er fyrir löngu.

Og tilganginum er náð. Honum er að takast án þess að hafa mikið fyrir þvi að auka áhuga minn á leikhúsunum jafnvel þó hann sé helst aldrei fullsáttur. Getur það orðið betra?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur