Miðvikudagur 21.11.2007 - 22:39 - Rita ummæli

Málefni KSÍ.

Sá ekki nema lítið brot af þætti sýnar í kvöld um Íslenska landsliðið. Hef samt mínar skoðanir sem fyrr og þær breyttust lítið við áhorfið.

Menn misgáfulegir. Óli Þórðar heldur að ástæða lélegs árangurs snúist um ungt fólk keyri ekki vörubíla eins og hans kynslóð gerði. Willum sagði ekki neitt af því að hann ætlar að vinna hjá KSÍ í framtíðinni og allir vita hvernig er að lenda í ónáð.

Í mínum huga var Guðjón Þórðarsson með málið. Metnaðarleysi KSÍ er ástæðan. Skortur á fagmennsku og framtíðarsýn. Upphafið var auðvitað fáránleg ráðning Eggerts á Eyjólfi sem ofan á getu og reynsluleysið fékk enga aðstöðu til þess að ná árangri.

það er þannig að eftir höfðinu dansa limirnir. Þetta á við um allan rekstur. Ég þekki engan mann sem finnur einhverja vikt í formanni KSÍ. Hann er eins og lafhræddur stjórnmálamaður. Segir í raun aldrei neitt. Ekki einu sinni þegar reynir að gagnrýna fjölmiðla. Annars er stórskemmtilegt að fylgjast með því hvað fjölmiðlamenn sem hafa lifibrauð sitt af því að rýna með gagnrýnum augum á hlutina verða alltaf létt fúlir þegar einhver ætlar sér að gagnrýna þá. það eru engin rök að benda á að KSÍ sé ekki faglegt þegar KSÍ sakar fjölmiðla um skort á fagmennsku.

Breytinga er þörf í forystu KSÍ svo einfalt er það í mínum augum. Forystan er orðin makindaleg og feit ef ekki löt í stólunum. Ódýrar skýringar eins og ástand æskunnar og samanburður á nútíð og fortíð skiptir hér engu. Meiri metnaður fyrir landsliðið er það eina sem dugar.

Núverandi forysta hefur ekki nauðsynlega kraft og vikt og hrífur fáa með sér.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur