Fimmtudagur 22.11.2007 - 09:43 - Rita ummæli

Paul Nikolov.

Skrapp aðeins á moggabloggið mitt gamla. Las Heiðurnar báðar enda afburðaskemmtilegar báðar tvær þó ólíkar séu. Og ég las reyndar fleiri og sá þá að ég hef verið út á þekju. Ekki fylgst með. Mér skilst að þar hafi logað eldar.

Af litlum neista sýnist mér eins og stundum hjá bloggurum. Nennti hreinlega ekki að sökkva mér á kaf í málið en það snýst held ég um að Paul Nikolov glænýr þingmaður okkar og nýbúi lýsti þeirri skoðun sinni fyrir nokkrum misserum að Aron Pálmi hefði hlotið makleg málagjöld fyrir sín brot í USA.

Og nú logar bálið glatt. Ég spyr, af hverju mátti hann ekki hafa þessa skoðun? Er það kannski vegna þess að hann er útlendingur að hafa skoðun á Íslendingi sem er reyndar kannski ekki endilega meiri Íslendingur en hinn. Eða er það vegna þess að nú þykjast menn vita annað og meira um málið.

Ég ætla ekki að hafa neina skoðun á málefnum Arons Pálma. Hryllilegt mál greinilega og enginn vafi á því að pottur er víða brotinn í fangelsum unglinga í bandaríkjunum. Og víðar.

Margt af því sem mér fannst augljóst fyrir 5 árum síðan þykir mér í dag hlægilegt. Hlutirnir breytast og mennirnir með. Nýjar upplýsingar geta þarna haft áhrif og ekkert að því að menn leiðréttist eða leiðrétti. Það er ekki veikleiki að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér.

Heilög réttlæting þeirra sem segjast hafa höndlað hinn eina rétta sannleika er varhugaverð. Stundum hefur það verið þannig með okkur Íslendinga að við tökum einarða og sjálfvirka afstöðu með okkar fólki þegar það lendir uppá kannt við lög annarra landa. En erum svo glerhörð þegar kemur að því að dæma útlendinga sem lenda í vandræðum hér á skerinu okkar góða.

Dæmum ekki Nikolov úr leik þó hann hafi haft skoðun sem okkur líkar ekki. Það er allt fullt af fólki á þingi sem hefur haft helling af fáránlegum skoðunum á hinu og þessu. Án þess að eldar logi glatt í bloggheimum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur