Laugardagur 24.11.2007 - 10:57 - Rita ummæli

Össur og útrásin.

Renndi áðan yfir pistil Össurar eins og minn er siður. Alltaf skemmtilegur en núna voru honum mislagðar hendur. Full dramatískur í hugsun og yfirlýsingum en á því kunna að vera eðlilegar skýringar.

Hann er auðvitað búinn að fabúlera um að mil
ljarðarnir sem orkuútrásin muni færa okkur teljist frekar í þúsundum en hundruðum. Brattur eins og ávallt. Sjálfur búinn að flengjast til útlanda til að hafa hönd í bagga. Og þvi eðlilega svekktur og pirraður yfir stöðunni.

En er ekki fullmikið í lagt að kenna handónýtum borgarstjórnaflokki sjálfstæðismanna einum um? það er að sönnu rétt að slagsmál þeirra innbyrðis urðu þess valdandi að þeir hrökluðust frá völdum í höfuðstaðnum.

Og hafa margsnúist í afstöðunni til málsins. Svo mjög að fáir skilja hvað þar gengur á innandyra lengur. En hefur það úrslitaáhrif á framgang útrásarinnar?

Er núverandi meirihluti ekki alveg einfær um að klúðra málinu með félaga Svandísi við stýrið? Glænýr meirihluti hlýtur á endanum að bera einn ábyrgð á því hvernig úr málinu er spilað.

Kannski er eitthvað sem hefur farið framhjá mér og ég verð þá vonandi bara leiðréttur en það er ný og athyglisverð sýn að kenna þeim sem engu ráða um það hvernig tekst til í þessu máli.

Miklu líklegra finnst mér að Össur sé nú að hefja gönguna í þá átt að sprengja ríkisstjórnina með svona málflutningi. Hann segist sjálfur vera mikil refur og kannski er refskapurinn að sýna sig hér. Þetta er kannski á frumstigi en gæti verið orðið áþreifanlegt ja svona undir næstu kosningar eða svo.

Hinn kosturinn er að hann sé svona mikill klaufi og leiðindagaur. Ég legg ekki fimmkall undir á það.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur