Sunnudagur 27.01.2008 - 00:17 - 2 ummæli

Danir eru mínir menn.

Ég fagna því alveg sérstaklega að danir séu komnir í úrslit EM í handbolta. Held alltaf með dönum hver sem ég kem því við. það er eitthvað í danska eðlinu sem gerir þá að skemmtilegum íþróttamönnum.

Hæfilegt kæruleysið er að gera mikið fyrir þá. Svo hjálpar þetta þeim í baráttunni við dönsku stelpurnar sem spila skemmtilegasta handbolta í heimi og fá alla athyglina.

Þá man ég eftir einu. Viggó lýsti því yfir fjálglega eftir riðlakeppnina minnir mig að danir væru ekki í formi! Ekki að spyrja að Íslensku sérþekkingunni.

Kannski höfum við bara ekkert vit á þjóðaríþróttinni.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Jamm, þeir eru góðir og ég held alltaf með þeim en þoli síst af öllu þegar við töpum fyrir þeim.kv,P

  • Anonymous

    Það er loksins að birta til hjá danska karlalandsliðinu, en þeir hafa verið lengi í skugga góðs gengis kvennalandsliðsins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur