Færslur fyrir janúar, 2008

Sunnudagur 27.01 2008 - 13:14

Ný hugsun dana í handbolta.

Meira um handbolta. Viggó og Óskar Bjarni eru að tala um handbolta í sjónvarpinu núna. Þar er rætt um dani og aðferir danska þjálfarans. Ryfjast þá upp fyrir mér það sem ég skrifaði um muninn á Alfreð og danska þjálfaranum í heimsmeistaramótinu í fyrra. Mín skoðun er sú að aðferðir Alfreðs og reyndar flestra þjálfara […]

Sunnudagur 27.01 2008 - 00:17

Danir eru mínir menn.

Ég fagna því alveg sérstaklega að danir séu komnir í úrslit EM í handbolta. Held alltaf með dönum hver sem ég kem því við. það er eitthvað í danska eðlinu sem gerir þá að skemmtilegum íþróttamönnum. Hæfilegt kæruleysið er að gera mikið fyrir þá. Svo hjálpar þetta þeim í baráttunni við dönsku stelpurnar sem spila […]

Laugardagur 26.01 2008 - 23:10

Meira væl.

Það er naumast að hann er styggur í dag hann Egill silfurkóngur. Væl skal það heita að vera á öndverðum meiði við hann þegar kemur að túlkun á atburðarás síðustu daga í borgarmálum. Spuni verður hér skammaryrði og það frá manni sem hefur atvinnu af því að spinna. Krefur menn um rökstuðning en styðst sjálfur […]

Laugardagur 26.01 2008 - 11:33

Styð ég meirihlutann?

Ég hef verið spurður að því undanfarið hvort ég styðji nýja meirihlutann. Þetta er bráðeinföld spurning en svarið eitthvað flóknara. Ég styð sjálfstæðisflokkinn jafnvel þó mér finnst hann stundum alveg ferlegur. Þeir sem eru hættir að efast um flokkinn sinn eru að mínu viti búnir að tapa hæfileikanum til þess að þroskast pólitískt. Grundvallarskoðanir mínar […]

Föstudagur 25.01 2008 - 17:37

Skítug pressa.

það er bara þannig að þegar pólitískur rétttrúnaður og skepnuskapur rennur saman í fólki sem hefur svo vinnu af því að búa til blöð þá er auðvitað ekki von á góðu. Þeir hafa ekki verið sparir á það íslensku vitringarnir sem skrifa blöð að gagnrýna bandarísk stjórnmál. Oft með réttu. Sér í lagi hafa margir […]

Föstudagur 25.01 2008 - 10:10

Réttlátur minnihlutinn.

Ég hef skrifað þessa grein áður. Það var reyndar að moggablogginu. Nenni ekki að fletta henni upp þannig að ekki er víst að ég muni hana orðrétt. Þið fyrirgefið. Þá var umfjöllunarefnið mótmæla ofbeldi saving Iceland. Þar sem ruðst er inn á vinnusvæði og vinnustaði og efnt til mótmæla gegn einhverju sem mótmælendur telja ólöglegt […]

Föstudagur 25.01 2008 - 10:06

Naglinn á höfuðið.

Pétur Gunnarsson skrifar grein um heilsufar Ólafs borgarstjóra og umræðuna. Frábær pistill. Geri hvert orð að mínum. Röggi.

Fimmtudagur 24.01 2008 - 09:40

Hugtakanotkun.

Eitt orð er meira notað en önnur þegar vitringarnir tjá sig um atburði daganna í pólitíkinni. það er að nýji meirihlutinn gangi á svig við lýðræðið. Í hverju liggur það? Hvernig er það reiknað? Getur meirihluti orðið ólýðræðislegt fyrirbrigði. Var meirihlutinn sem Björn Ingi sprengdi lýðræðislegur, eða sá sem hann stofnaði? Hvað ræður í þessu. […]

Fimmtudagur 24.01 2008 - 00:35

Missir framsóknar.

það er nefnilega það. Björn Ingi segist hættur í pólitík. Það þýðir væntanlega að hann sé hættur og ætli ekki annað. Er samt ekki viss um það… Hitt er ég viss um og það er að framsóknarflokkurinn mun finna fyrir brotthvarfi hans. Sjálfseyðingarhvöt þess flokks er viðbrugðið. Auðvitað er slegist í öllum flokkum og það […]

Miðvikudagur 23.01 2008 - 23:48

Kálið er ekki sopið.

Nú verður spennandi að sjá hvort nýji meirihlutinn kemst úr sporunum og lifir til loka. Eins og vænta mátti er brekkan brött. Aðstæðurnar bjóða ekki upp á annað. Fjölmiðlar kynda undir og trúa öllu sem Dagur segir eins og nýju neti. Segi hann Villa hafa boðið Svandísi eitthvað þá hlýtur Villi að hafa boðið henni […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur