Þær eru nú þegar farnar að heyrast raddirnar um að Ólafur eigi ekki skilið að vera borgarstjóri. Á þeim forsendum að hann hafi ekki nema rúm 10% atkvæða á bak við sig. Hver er heimspekin í því? Framsóknarmenn hafa þurft að búa við þennan söng árum saman. Þeir hefðu svo mikil völd þrátt fyrir lítið […]
Þá fer rykið að setjast. Mesti móðurinn af og raunveruleikinn fer að sýjast inn. Þetta fer misjafnlega í fólk. Ég er einungis ánægður með að vera kominn í meirihluta aftur. Aðferðin sem var notuð finnst mér jafn óforskömmuð og síðast, hvorki meira né minna. Þetta er sjálfsagt stöðluð aðferð. Villi er eftir sem áður afleitur […]
Hvernig er það, skiptir engu máli hvað íþróttafréttamenn láta út úr sér við lýsingar? Frægt varð það í sumar þegar Adolf Ingi sagði fáránlegan brandara um þeldökkan spretthlaupara sem heitir Gay að eftirnafni. Þessi sami maður missti sig enn og aftur þegar hann reyndi að lýsa leik Íslands og Þýskalands á EM í dag. Nú […]
Nú er líf og fjör. Sárafáir sem ég hef heyrt eða lesið virðast geta fjallað um atburðarásina í borginni án þess að vera með pólitísk gleraugu á nebbanum. Ég sennilega engin undantekning. Allir halda með einhverjum og svo taka menn sig til við heilagar réttlætingar. Sumir þykjast sjá eðlismun á þessari atburðarás og þeirri sem […]
Það skyldi þó ekki vera að þjösnagangurinn í kringum heilsu Ólafs og efasemdir um að hann geti klárað það að fá Margréti til liðs við sig endi með því að Ólafur skili sér heim á ný? Gangi bara í sjálfstæðisflokkinn. það er engin leið til baka fyrir hann ekki ósvipað og með Björn Inga sem […]
Jú ekki vantar að grautfúlir samfylkingarmenn eru strax byrjaðir að heimta að ríkisstjórninni verði slitið. Á hvaða forsendum er reyndar látið liggja milli hluta. Sennilega af því bara. Vandi vinstri manna í gegnum tíðina kristallast einmitt í þessu kjánalega viðhorfi. Heitar tilfinningar ráða frekar en yfirveguð rökhugsun. Nánast var leitun að sjálfstæðismönnum sem lögðu til […]
Nú tíðkast þau breiðu spjótin. Fyrstu viðbrögð mín við hinum nýja meirihluta voru að mér fannst þetta allt að því hlægilegt. Hvurslags lið hafa íbúar höfuðborgarinnar kosið yfir sig? Eru engin prinsipp til í stjórnmálum?´Veit ekki en ekki eru menn langræknir svo mikið er víst. Ég sé ekki neinn reginmun á þessari aðferð sem notuð […]
Þá erum við komin í milliriðil á EM á handbolta. Fyrsta markmiðinu náð en samt eru óverðský yfir liðinu. Hin stóru markmið hópsins virðast svo fjarri. Þau eru það vissulega, ekki bara stærðfræðilega heldur líka handboltalega. Þessi ferð virðist ekki veita neina gleði. Flestir einblína á það sem ekki er að virka og mikið talað […]
Ég er bara ekki einn af þem sem trúir á tilviljanir. Ég trúi því til að mynda alveg að Guðjón Ólafur sé óhress með að vera ekki lengur þingmaður og honum leiðist að sjá fyrrum vin sinn Björn Inga komast til sífellt aukinna metoðra rétt á meðan. Einnig trúi ég því að Ólafur hafi áhyggjur […]
Sá því miður ekki leikinn í kvöld. Var í öðru. Hef því ekki skoðun á honum þannig séð. Hitt finnst mér ekki ólíklegt að sú áætlun þjálfarans að spenna væntingar og kröfur upp og setja mikinn þrýsting á þennan leik hafi kannski komið honum í bobba. Mér finnst stundum vafasamt í móti eins og þessu […]